Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 28

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 28
ANNÁLL AKRANESS Nýja blikksmiðjan HÖFÐATÚNI 6 — REYKJAVlK Símar: 4672 og 4804. Hraðfrystitœki Hjólbörur méö gúmí- hjóli. Lofthitunar- og loft- rœstingarlagnir méð tilheyrandi. Aluminíum veggpípur á hús. ALLS KONAR RLIKKSMlÐI STÆRSTA BLIKKSMIÐJA LANDSINS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Bjami Jónsson, umframgreiðsla 20 kr. Óskar Halldórsson, útgm. 500 kr. Geir Thorsteinsson, útgm. f. 1952 100 kr. Ólafur Bjamason, bóndi í Brautarholti 100 kr. ásamt viðurkenningarorð- um í égætu bréfi, Guðjón Rögnvaldsson, bóndi á Tjöm 150 kr. Matthias Þórðarson, Kbh. too kr. Ólafur Guðmundsson, kaupm. Rvik 100 kr. Guðni Einarsson, kolakaupm. 100 kr. Björgvin Sigurðs- son, Stokkseyri 200 kr. Þorvaldur Stephensen, Færeyjum 100 kr. Sementsverksmiðjan. Undirbúningur þessa fyrirhugaða nauðsynlega mannvirkis er nú hafinn með vegagerð ofl. Þetta em aðeins byrjunarframkvæmdir, því fjárútveg- anir til alhliða framkvæmda munu enn lítið á veg komnar. Til þrifnaðar- og fegurðarauka. Nú, sem áður, hefur Menningarráð viljað sýna viðleitni til þrifnaðar- og fegurðarauka í bænum, og skrifað bæjarstjóm og bæjarráði um þetta, en ekki fengið neitt svar. Virðast ákvarðanir vera þar hæggengar nú um sinn, hvað þá framkvæmdir. Knattspyrnumennirnir. Þeir stóðu sig vel í utanförinni til Noregs, eins og getið var um í siðasta blaði. Það gerðu þeir einnig hér, þótt þeir yrðu að láta Islands-bikarinn af hendi í þetta sinn. Þeir stóðu sig einnig vel gagnvart úrvalsliði Reykjavikurbæjar nú seinast, þvi i öllum þessum tilfellum hefur leikur þeirra verið í heild óvenjulega fagur, góður og heilstejrpt- ur. Er líklegt að telja megi Akumesingana þrátt fyrir allt, þá knattspymumenn í landinu, sem í heild sinni spila bezt. 1 Noregi var sagt að jafningjar Ríkharðs og Þórð- ar „findust ekki í röðum norskra knattspymu- manna.“ Nú hefur knattspymufélag í Svíþjóð boðið Ríkharði friar ferðir og atvinnu, gegn þvi að hann spili með félaginu. Frá Gagnfræðaskólanum: Skólanum var sagt upp laugardag fyrir hvita- sunnu. 1 ræðu sinni til nemenda hvatti skóia- stjórinn nemendur til að gefa gaum „hinum fomu dyggðum," iðjusemi, hófsemi og heiðarleika, en spara oftrú á heppni og skyndigróða. Burtfarar- prófi luku 33 nemendur, af þeim þreyttu 6 lands- próf, en það stóðust 4. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Emelía M. Jónsdóttir í 1. bekk A: I. 8,75 en næshæstu: Jón Gunnlaugsson, 2. bekk A: I. 8,64. Sjúkrahúsið. Þar gengur allt vel það sem af er, og sjúkl- ingar mjög ánægðir með lækni, starfsfólk, mat og allan aðbúnað. Enda er þar nú allt að verða svo fullkomið sem það getur frekast verið. Það litur út fyrir að fljótlega verði þama fullskipað af sjúklingum víðsvegar að af landinu. Hefur enn ekki verið hægt að fylla húsið af sjúklingum, en úr þessu mim það verða hægt. Síldveiðarnar. í óttunda sinn komu menn heim með tómar pyngjur af síldveiðunum við Norðurland. Á bát- um héðan voru yfir 100 manns. Ekki hafa þeir af miklu að miðla eftir sumarið, en þó enn minna útgerðarmennimir. Ótrúlegt er að menn fari oft- ar óhikað til þessara óhættusömu veiða. Þar verða menn sameiginlega að hugsa sitt ráð, — eða aðrir fyrir þá, — ef þá sjálfa brestur skilning á svo ráðleysislegu framferði. Þegar svo er komið sem nú er komið, eru síldveiðamar — eða síldarleysið — fyrir Norðurlandi, orðið alþjóðlegt vandamál, sem athuga verður með alþjóðar hagsmuni fyrir augum. Tannlæknir sest hér að. Grímur M. Bjömsson, tannlæknir er fluttur hingað með fjölskyldu, og hefur opnað tannlækn- ingastofu á Merkurteig 10. Axel Andrésson, hélt sitt árlega Iþróttanámskeið, en það sóttu hjá honum að jafnaði 160—180 nemendur daglega. Hjónabönd: 13. júní, voru gefin saman í hjónaband af sr. Óskari J. Þorlákssyni: Ásbjörg Jónsdóttir á Stað og Alfreð Kristjánsson, vélstjóri s. st. 19. júlí, vom gefin saman í hjónaband af sr. Jóni M. Guðjónssyni: Ungfrú Guðrún Jónsdóttir og Bjami Bjamason, málarameistari, Akurgerði 15, og Ungfrú Hulda Jónsdóttir og Jóhann Jónsson, verkstjóri, Jaðarsbraut 21. Dánardægur: 25. júní andaðist Inga Guðrún Ellertsdóttir á Reyni, f. 18. júní 1948. 2. ágúst, andaðist í sjúkrahúsinu hér, frú Krist- ín Daviðsdóttir, Vesturgötu 107, f. 20 maí 1878. (Það er ekki rétt, sem sagt er í Bæjarblaðinu, að hún hafi verið fyrsti sjúklingurinn, sem lagður var þar inn. Það var Guðmundur Norðfjörð, skósmiður). Kristín var hins vegar fyrsti sjúkling- urinn, sem dó á sjúkrahúsinu, enda var hún að- fram komin af ólæknandi sjúkdómi, er hún kom þangað. 12. ágúst, andaðist, af bamsfömm, frú Guð- rún Pálsdóttir, Borgartúni við Akranes, aðeins 39 óra gömul, f. 3. sept. 1913. Gift Stefáni Eyjólfs- syni, skósmið. Þau áttu 6 böm, hið yngsta 4 ára, en hið elzta 15 ára. 12. ágúst, andaðist ekkjan Guðrún Sveinsdóttir á Traðarbakka, f. 7. júní 1861. Hún hafði átt heima á Traðarbakka í 69 ór. Þeirra Traðarbakka- hjóna hefur verið getið hér í blaðinu óður. Grjótnámið. I ágústmánuði hafa verið flutt 2702 tonn af grjóti í hinn fyrirhugaða garð vegna Sements- verksmiðjunnar. Hraðfrystur hvalur. I lok ágústmánaðar höfðu frystihúsin hér fryst 16761 /2 tonn af hvalkjöti til útflutnings, fyrir Hval h. f. ÍOO AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.