Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 4

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 4
} BifreiðaverkstœSi Sambandsins, bílaverzlun, rafmagnsdeild og vörulager véladeildar við Hringbraut 119 í Reykjavík. vegferð samvinnuhreyfingarinnar gegnum ótroðnar brautir hafa þó, eins og Þorsteimi Erlingsson orðaði það, „fleiri rutt völmn úr leið, sem veikbyggðir eru og smáir.“ Það hafa þeir gert með samtakamætti sín- um. Enginn veit tölu þeirra, en trú- mennska og drengskapur lifir í verkum, líka þeirra, sem fáir eða jafnvel engir menn aðrir vissu alf, virtu né mátu. Já, mikið og voldugt hefir vaxið af mjó- um vísi. Ég sagði, að fyrstu sambands- félögin hefðu verið 3. Nú eru þau 55 og félagsmannatala þeirra 31.343, og er þó ekki talið með nýjasta sambandsfélagið. Eaupfélagsmennirnir eru yfir 21% af þjóð- inni, og er það hærri hundraðstala en i nokkru öðru landi i heiminum, að Finn- landi tmdanskildu. Að baki kaupfélaganna standa í verzlunarlegu tilliti 98.000 manns eða nálega 67% Islendinga. Starfsmenn sambandsfélaganna — fastráðnir — eru nú yfir 1300 og fá í árslaun milli 17 og 18 milljónir króna. Nú eru kaupfélög al- mennings starfandi á öllum verzlunar- stöðum á landinu, fyrst og fremst þar, sem félögin hafa heimilisfang, en einnig í fjöl- mörgum útibúum þeirra. Eftirtéktarvert er það í þessu sambandi, að á ekki færri en 17—18 verzlunarsvæðum eru viðkom- andi kaupfélög eini verzlunaraðilinn, sem fyrirfinnst. Einkaverzlanir eru engar, þar sem ekki þykir sérlega gróðavænlegt að reka verzlun. Og það sýnir ekki hvað sízt heilbrigði og styrk samvinnuverzlana, að duga EINAR, þar sem aðrir ekki treystast til, sökum erfiðra staðhátta eða fólksfæðar. Á nokkuð mörgum stöðum er svo að öðru leyti, með tilliti til sjálfs viðhorfs fólksins í þessum sökum, enginn grundvöllur Tyrir einkaverzlun. Árið 1951 nam heildarvöru- sala sambandsfélaganna mn 532 millj. króna, þar af aðkeyptar vörur 317 millj., innlendar afurðir 117 millj. og eigin fram- leiðsla 98 millj. kr. Ráðstafaður tekju- afgangur sambandsfélaganna reyndist s. 1. ár 8,4, millj kr. Þar af var greitt í Stofn- sjóð félagsmanna, sem er persónuleg eign þeirra, kr. 3,3 millj og annað eins í sam- eignarsjóði. I lok fyrra árs voru 22,4 millj. kr. í Stofnsjóði, en úr honum er árlega greitt samkvæmt lögum. Á sama tíma nam innstæða í sameignarsjóðum 41,9 millj. kr. Hefir og stundum þurft að grípa til fjár úr þeim. Hvorug upphæðin gefur því rétta mynd af því mikla Tjármagni, sem á undanförnum áratugum hefir gengið til þessara sjóða, sem hvor um sig á mjög merkan þátt i þvi að tryggja og rótfesta — í öðru tilfellinu rekstur félagsheildar- innar, i hinu afkomu einstaklingsins — með skipulögðum skylduspamaði til kom- andi daga og ára, en grulndvöllurinn undir þeim spamaði er sá fjárhagslegi á- vinningur, sem af samvinnufélagsverzlun- inni hlýzt, fyrir utan hina almennu varð- veizlu heilbrigðrar verðlagsmyndunar, beinna endurgreiðslna og margháttaðra eignamyndana annarra en sjóðanna. Ekki get ég stillt mig um að skjóta því hér inn, svo merkilegt og minnisstætt, sem það má vera, að viðhorf kaupfélagsmanna til þess- ara umtöluðu sjóðmyndana er jafnan ein- hver öruggasti mæli- kvarðinn á félags- þroska þeirra og sanna samvinnumennsku. Enginn, sem ekki ann sjóðum samtaka sinna og sjálfs sín vaxtar og viðgangs, á skilið að kallast samvinnumað- ur. Hann vantar það samvinnufélagslega viðhorf og framsýni, sem ein gefa rétt til slíkrar heiðursnafngift ar. Sé litið til „kaupfé- lags kaupfélaganna“— Sambands íslenzkra samvinnufólaga, má minna á fyrstu fjár- hagsáætlun þess, sem hljóðiaði á samtals 1.250, þar af 40 kr. „embættiskostnaður framk væmda st j órans,1 ‘ sem var eini starfs- maðurinn þá. Nú er öldin önnur, má segja. Sambandið starfar nú í 4 aðaldeildum, með sjálfstæðum framkvæmdastjórum, fyrir ut- an aðalskrifstofu og þrjár eigin skrif- stofur erlendis — í Kaupmannahöfn, Leith og New York. Auk þess eru svo allmarg- ar undirdeildir, sem lúta beinni yfirstjórn forstjóra eða framkvæmdastjóranna, með sérstökum forstöðumönnum, þ. á. m. Skipa- deild, en SlS á nú 3 hafskip og leigir að auki mörg flutningaskip. Fastir starfsmenn SlS eru nú, samkvæmt síðustu tölum, samtals 741, þar af 554 við iðnað, en 181 við verzlunarstörf ýmiskonar og 6 við fræðslustörlf, og laun þessa fólks, að ég ætla, rnn milljónartugur. Heildarvörusala SÍS nam samkvæmt siðustu tölum 397 millj. kr. þar af aðkeyptar vörur 237 millj. innl. afurðir 136 millj. og eiginframleiðsla 24 millj króna. Umfang Sambandsins og hlutdeild í þjóð arbúskapnum má að öðru leyti marka af ýmsu og á margan veg. Verksmiðjur þess; Gefjun og Iðunn eru löngu landskunnar, og þó sú fyrmefnda í sinni nýju mynd ekki ennþá svo sem vert væri. Hafa báðar þessar verksmiðjur haft hina mestu þýð- ingu, bæði fyrir framleiðendur og neyt- endur, þótt að sjálfsögðu sitt með hvoru móti sé. Þriðja verksmiðja SlS á Akureyri er fataverksmiðjan Hekla, fyrir utan sam- eignar fyrirtæki þess og KEA; sápuverk- smiðjuna Sjölfn, kaffibætisgerðina Freyju og Kaffibrennslu Akureyrar. Dótturfyrir- tæki SlS í Reykjavík em Dráttarvélar h/f, sem af sérstaklega tilskildum ástæðum em reknar í þessu félagsformi til innflutn- ings á hinum kunnu Fergusondráttarvél- 76 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.