Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 27

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 27
páfiirn og ég, ráðsmenn Jesú Krists, hvor á sínu svæði, og Kristi lytum vér allir. Mér komu í hug hmir fornu páfar, Leo fyrsti og Gregorius mikli og svo liin volduga röð af „servis servorum Kristi.“ 1 þessum svifum hrópaði kallari, að nú kæmi páfinn. Svo kom hann inn; allir krupu á kné, og svo gerði ég það líka, með beztu samvizku. Mér kom til hugar Jón ögmundsson á fundi Paskels páfa hins annars með því nafni. Páfinn gekk nú til hins fyrsta í röðinni; og gekk einhver við hlið páfans og las upp af skjali nafn mannsins. Ég sá, að hann rétti manninum höndrna og mælti eitthvað við hann og lyfti svo upp hendinni og blessaði harrn. Gekk svo til hins næsta og svo koll aí kolli. Neðarlega í hringnum stóð röð af eitthvað 20 smámeyjum, og voru með þeim tvær nunnur. Páifinn talaði til alls flokksins í einu, og gat ég séð framan i páfann, er hann talaði til þeirra. Hann brosti, og ég sá, að brosið var svo fallegt, að ég fékk strax hlýju til mannsins. — Svo kom hann að mér. Fylgdarmaður- inn sagði nafn mitt, býzt ég við, ég heyrði aðeins: „pastor Islandicus." Páfinn rétti mér hönd sína, ég tók hana og kyssti á hringinn. Þá kom það óvænta fyrir, að páfinn sagði: „Á hvaða máli viljið þér, að ég tali við yður?“ Ég áttaði mig fljótt og sagði: „Latine quæso, vestra sanctitas.“ — Svo hófst sam- tal. Páfinn spurði mig um Island, hvernig oss hefði liðið á stríðstímanum og hvernig eftirstríðstíminn hefði verið; svo spurði hann um vegi á íslandi og sagði, að sig hefði langað að stíga upp á jökla íslands. Svo beindi hann talinu að hinum fornu bókmenntum og spurði, hvort þær væru enn lesnar af alþýðunni, Hann sagði, að Island hefði verið hið glæsileg- asta bókmenntaland í Evrópu á 12. öldinni. Ekki nefndi hann nein nöfn. Svo sagði hann: „Já, þá átti Island svo marga ágæta dýrlega menn“ (multos egregios et claros viros!). Þetta var að vísu ekki spurning, og líklegast hefði ég átt að hneigja mig og þegja. En samtalið við kardinálann um að „kanonisera“ einn af biskupum vorum kom mér í hug, og ég sagði: „Immo vero, vestra sanctitas, præsertim sanctum Johannes, primum episcopum Holensem!" Páfhin brosti góðlátlega og sagði: „Ver- um est, verum est,“ lyfti svo upp hægri hendinni með þrjá fyrstu fingurna upprétta og gaf mér blessun sína: „Deus Dominus optimus maximus benedicat te, patriam tuam, fami- liam et opus tuum; in nomine Dei Patris, Filii et Spiritus sancti!“ Svo gekk hann inn í næsta sal. Að merki gefnu vorum vér áheyrnarþegar leiddir út aðra leið en vér komum inn. Eftir hádegið fór ég út að skoða borgina. Reikaði ég lengi um og sá margt merkilegt. Mig langaði til að finna kirkju, þar sem væri i stytta eða altari hins heilaga Aloysiusar frá Gonzaga, sem er verndardýrlingur hinnar kristilegu ungmenna- félaga kathólsku kirkjunnar. Ég spurði presta, sem ég mætti á götunni, en flestir þeirra vissu það ekki. Loks hitti ég einn prest úr Jesúít'areglunni. Hann gat gefið mér þær þráðu upp- lýsingar. Hann talaði óvenjulega góða latínu og sagði mér vel til vegar. Ég komst svo þangað. Ekki man ég, hvað kirkjan heitir, en þar fann ég fagra mynd af hinum glæsilega unga munki og hertogasyni, sc-m hafnaði hinni veraldlegu kórónu til þess að fórna lífi sinu í þjónustu fátækra og sjúkra og lifði svo hreinu og fögru lífi, að það vakti athygli allra, sem kynntust honum. Hann dó ungur í þjónustu Krists. Ég hef talað um hann í „Undir- búningsárunum“ á bls. 275 og 276. Ég hafði góða þakklætis og bænarstund við altari Krists helgað honum. Þegar ég kom heim á hótelið, sagði dyravörðurinn, að kammer- herra páfans hefði komið og skrifað þar bréf til mín. Hann af- henti mér bréfið með djúpri beygingu. De Paus lét í ljós gleði yfir áheyrninni og yfir því, að ég hefði verið sá eini af 300 heimsækjendum, sem páfinn hefði talað við. Hann skrifaði, að viðstatt hirðlið páfa hefði verið undrandi á því, að prestur frá Islandi hefði talað latínu. Hann skrifaði, að hann hefði sýnt nokkrum kardínálum blöðin, sem ég hefði gefið sér um hina heilögu biskupa, og hefði hann srefið þeim þau og vonaði, að ég tæki það ekki illa upp fyrir sér. Hann sagði, að á föstudaginn 25. mai ætti að fara fram vígsla nýrra kardínála í Vatikaninu, og sendi mér aðgöngukort til athafnarinnar. — Eitt kvöldið var ég á gangi með sænsku vinum mínum. Við gengum yfir Corso uppi á gangstéttinni; annars var gatan full af skemmti- göngufólki. Allt í einu sé ég mann úti á götunni með alþjóða- merki KFUM i hnappagatinu. Án þess að hugsa mig um, var ég kominn út á götuna og sló á öxlina á hinum unga manni, sem merkið bar. Hann stanzaði og leit undrandi á mig og sagði eitt- hvað á ítölsku. Ég gat ekki svarað og komst í vandræði. Ég tók það til bragðs að benda á merkið mitt. Þá skildi hann, svo gat ég sagt honum á bjagaðri itölsku, hvaðan ég væri og að mig langaði til að sjá Associatione christiana della Giuvantu, nafn KFUM á ítölsku. Hann gaf mér heimilsfang félagsins og kvaðst verða þar á morgun kl. 3. Svo skildum við með bróðurlegu hand- taki, og ég olnbogaði mig upp á gangstéttina. Þar biðu þeir Cedergreen og Svedmark og kváðust hafa verið kvíðafullir út af því, hvernig mér mundi reiða af. Svo héldum við áfram skemmti- göngmmi. Fórum við inn í götuna „Vía Condotti,“ og buðu þeir Svíamir mér inn á kaffihús; það var einkennilegur staður, geng- ið beint inn af götunni, og var veitingastaðurinn eins og rang- hali langt inn undir húsið, var hann hólfaður með bogum og súlum, allt nokkuð fornfálegt. Við drukkum þar ágætis kaffi. Staðurinn var frægur staður og heitir „Café greco,“ frá fornu fari mikill samkomustaður Norðurlandabúa, listamanna og skálda. Þar voru smástyttur af frægum mönnum, en frægast- ur allra var þó Bertel Thorvaldsen. I gömlum gestabókum, sem voru til sýnis voru nöfn margra þekktra manna. Þar á meðal Thorvaldsens. Ég hef getið um þenna stað í „Sölva“ II. bls. 269, en þar er ekki minnzt á Torvaldsen af skiljanlegum á- stæðum. Þann 23. maí, er ég kom heim, síðdegis, benti dyravörður- iim mér að koma að púlti sinu. Hann opnaði skúffu og dró fram bréf og sagði: „Prestur frá Propagandahöllinni kom með þetta bréf frá hans éminenza kardinálanum,“ og hann afhenti mér bréfið með mjög djúpri beygingu. Ég tók á móti þvi mjög blátt áfram og ekkert „imponeraður," eins og það væri daglegur atburður að fá bréf frá kardínálum og þess háttar mönnum. Ég hafði tekið eftir þvi, að viðmót þjónustufólksins á hótelinu var allt af að breytast í stimamýkt, og hneigingarnar að verða dýpri með hverjum degi. Það skildi víst ekkert í, hvaða maður þessi viðliafnarlausi íslenzki prestur gæti verið, er fékk tíðar heimsóknir frá kammerherra páfans og bréf frá páfahirð og kardínála, og tæki þvd eins og sjálfsögðu. Svona erum við Is- lendingar. Það stendur í einni bók um Island þessi setning: „Har nogen nogen sinde set en Islending imponeret.“ Ég held, að eitthvað sé til í þessu. Bréfið frá kardinálanum var vinsamlegt og stutt, og innan í því var aðgöngukoit til þess að vera viðstaddur þá hátíð, er taka átti 4 biskupa upp í kardínálastöðuna. Það var fyrsta sinn, er Píus páfi II. innsetti nýja kardínála. Ég fór næsta dag til kammerherrans og sýndi honum kortið frá kardínálanum og spurði, hvort þeirra ég ætti að nota. Hann sagði: „Auðvitað kortið frá kardínálanum. Mitt kort veitir aðeins aðgang að „sala di Re.“ Konungssalnum og til að sjá gegnumför hinnar miklu skrúðgöngu, en hitt kortið gefur aðgöngu að sjálfum salnum, þar sem athöfnin fer fram. Þessi athöfn átti að fara fram eins og áð- ur segir þann 25. mai kl. 9 um morguninn. — Hlakkaði ég mjög til þeirrar hátíðar. Um kvöldið þann 24. maí fór ég niður á Piazza del Populo, 1il þess að sjá skrúðgöngu af annarri tegund. Á torginu áttu að safnast saman hermenn, þeir hinir fyrstu, er voru sendir út í striðið 1915. En 24 mai 1915 fór Ítalía í heimsstyrjöldina. Þarna voru þeir, er voru eftir lifandi af fyrstu herfylkjunum, er þátt tóku í bardögunum. Það var stór skari. Ekki voru þeir í einkennisbúningum. Það tók eina tvo tíma að raða þeim upp AKRANES 99

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.