Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 30
H.F. EIMSKIPAFELAG
ÍSLANDS
Reglubundnar siglingar milli íslands
og lielztu vi&skiptalanda vorra me'ð
nýtízku hrdSskreiðum skipum.
Vörur fluttar með eða án umhleðslu:
hvaðan sem er og hvert sem er.
LEITIÐ UPPLÝSINGA UM FRAMHALDSFLUTNINGSGJÖLD.
Bifreiðaverkstæ ði Akraness h.f.
Sími 102 — Akranesi
BIFREIÐAVIÐGERÐIR
BIFREIÐASPRAUTUN
BIFREIÐARÉTTINGAR
BIFREIÐASMURNING
VERZLUN MEÐ BIFREIÐAVARAHLUTI
SLIPPFÉLAGIÐ 50 ÁRA
Framhald af 81. síSu
í Reykjavík svonefnt tJtgerðarmannafélag.
Þótti það þó á stundum, a. m. k., vera
fremur ldflítið og áhugi a!f skomum
skamti. Þegar hér var komið sögu, var
Tryggvi Gunnarsson, fyrrnefndur, for-
maður þess, hvatamaður að stofnun þess,
— og sjálfsagt lengst af aðal kraftur í
því. —
Tryggvi hefur haft opin augu fyrir
þeirri ríku þörf útgerðarinnar að eignast
dráttarbraut eða „slipp,“ eins og það var
þá kallað. Þetta var vitanlegá fyrir mörg-
um ánnn orðin fullkomin nauðsyn, og
mátti með engu móti dragast lengur að
hafizt væri handa í svo mikilvægu máli.
Tryggvi tók þetta mál því upp í íltgerð-
armannafélaginu, og við útvegsmenn yfir-
leitt, og má a;f ýmsu ráða, að það hafi feng-
ið góðan hljómgrunn, enda auðsæ nauð-
syn,
Eins og áður er sagt, voru öll skipin
keypt hingað gömul, — misjafnlega að
visu, — maðksmogin og misjafnlega hald-
ið við eins og gengur. Það lá þvi i augum
uppi, að eftir þvd, sem árunum fjölgaði,
— sem og skipunum, — var 'óhugsandi
ti! lengdar að komast hjá því, að eignast
tæki til að ná skipunum á land og bæta
aðstöðuna til viðgerðar þeirra, auk þess,
sem hirðing þeirra væri á þann veg mun
auðveldari og betri.
I þessu sambandi þykir rétt að taka hér
upp grein, er Tryggvi Gunnarsson ritaði
í almanak Þjóðvinafélagsins fyrir árið
1902, en hefur sjálfsagt verið prentað í
Kaupmannahöfn á árinu 1901. Fyrirsögn
greinarinnar er Þilskipaeignin, og hljóðar
svo:
„I Trangisvaag (Þrengslavogi) og Vest-
mannahöfn i Færeyjum eru vindur hafðar
t-ða uppsátursáhöld til þess að koma þilskip
inn á þurrt land, þegar gera þarf að þeim
eða hreinsa þau. I Trangisvaag komu á-
höldin fyrst 1894, og þá um leið skipa-
smiðameistari frá Danmörku, 6 skipa-
smiðir aðrir og 4 smiðapiltar. Nú er 1
yfirsmiður þar, 10 skipasmiðir og 5 smíða-
piltar; auk þess nokkrir járnsmiðir og eigi
allfáir verkamenn, sem gera að seglum og
reiða, og fleira þvi, er að viðgerð lýtur.
Ný skip hafa Færeyingar eigi látið smíða,
oif þvd að eldri skip hafa fengizt undan-
farin ár á Englandi fyrir mjög svo lágt
verð. Þessi uppsátursáhöld telja Færeying-
sér ómissandi, en finna þó, að þau eru
þeim ekki alls kostar nægileg og eru því
farnir að ráðgera að búa til skipakví, er
taki um 40—50 skipa.
Svona hátt hugsa Færeyingar sér, og
eru þó ekki fleiri talsins alls en rúmlega
15,000; en hér á landi er það talin fásinna
og oss ofvaxið að búa til skipakví, og þyrfti
102
AKRANES