Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 14
Nú fór Ágúst að kynna sér ýmislegt í
sambandi við þetta mál, og komst að þeirri
niðurstöðu, að ástæðulaust væri með öllu
að flytja til landsins erlent gras, því að
hið ísl. gras væri yfirleitt kjarnmeira en
vel flezt útlent.
Ágúst keypti sér nú hraðþurrkunarvél
frá Ameríku og hóf skipulegar tilraunir í
sambandi við heymjöl, sem gáfu góða raun.
Þessa vél keypti Klemenz kornræktarmað-
ur á Sámsstöðum og hélt áfram tilraunum
með heymjölsvinnslu. Síðar keypti Ágúst
aðra hraðþurrkunarvél og hóf nú að fram-
leiða reglulegt grænfóðursmjöl. Bað hann
Háskólann að efnagreina þetta mjöl, sem
reyndist í alla staði ágæt vara. Þegar hér
var komið sögu, horfði ekki vel fyrir Ágúst,
því nú var hann í annað sinn orðinn svo
að segja öreigi, en haifði til viðbótar meiðst
svo á höfði, að líklega ber hann þess aldrei
bætur.
Hærra mark.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að hingað til hefur verið talið, að ekki
væri hægt að fóðra öll alidýr á grasi einu
saman. Rakst nú Ágúst á það í ensku tíma-
riti, að fundizt hafi aðferð til að gera
venjulegt gras miklu auðmeltara en áður
hafði þekkzt. Efni þetta heitir ACTÍVTOR,
og ef litlum skamti af þessu efni, — sem
gert er úr lífrænum efmnn, — er blandað
saman við grasið, eða unnið saman á sér-
stakan hátt, má gera grasið, — sem yfir-
leitt er aðeins talið 22% meltanlegt, —
rnn eða yfir 70% meltanlegt. Þetta gerir
það að verkum, að á þennan hátt er hægt
að framleiða hér innanlands meginhlutann
aif allri kjarnfóðursþörf þjóðarinnar, úr
hinu kjarnmikla grasi hinnar frjóu ísl.
moldar.
1 fyrra var svo komið, að Ágúst taldi
sér nauðsynlegt að leita lækninga í út-
löndum í sambandi við hið mikla höfuð-
högg, er hann fékk, og fyrr hefur verið
getið.
Nú gafst Ágúst því tækifæri til þess að
hitta hinn enska mann, sem framleiðir
hið fyrrnefnda merkilega efni, og kynnast
verksmiðju þeirri, er hann hefur þegar
sett á fót i Englandi, og framleiðir nú á
þennan hátt mikið af kjarnfóðri. Ágúst
samdi við þennan enska framleiðanda um
að rannsaka fyrir sig ísl. heygæði og selja
sér hið nýja efni, til þess að gera ísl. hey
auðmeltanlegra sem fóður fyrir alla gripi,
og komast þannig hjá margra milljóna
innflutningi á erlendu kjamfóðri, þar sem
ekki er aðeins sparað flutningspláss í skip-
um og fragt, heldur einnig og fyrst og
fremst miklar fjárfúlgur í erlendum gjald-
eyri. En til viðbótar þessu má svo vitanlega
bæta við innlendri vinnu við að framleiða
meira gras til þess að gera arðgæft í stór-
um stíl fyrir hina ýmsu kjarnfóðursgripi,
með aðstoð hins merkilega efnis, sem
blanda þarf í heyið og gera það á þann
hátt auðmeltanlegra. Ágúst sendi einn
hestburð af heyi til Englands til rannsókn-
ar. Leiddi sú rannsókn í ljós, að hið. ísl.
gras er hið bezta ifallið til þessarar fram-
leiðslu. Hefi ég séð kom, framleitt úr ensku
og isl. grasi og er hið ísl. nokkuð dekkra
en hið enska.
Með þessari nýju ensku uppfinningu
má meira að segja gera að meltanlegu
fóðri ýmis úrgangsefni, trénuð og lítt eða
ekki nothæf, svo sem hálm. Með þessu
efni má og gera að alifuglafóðri, kart-
öflugras, rófugras, hafragras, útengjagras
og þara.
Á ekki að gefa þessu gaum?
Ágúst telur, að nú muni notað hér á
landi fóðurefni til alifuglaræktar einnar
sem svarar 6—7000 tonnum. Telur hann,
að mestur hluti þessa fóðurbætis, eða um
60—70%, sé aðkeypt, erlent fóður, og
muni kosta um 7—8 millj: króna.
Af þessum sökum telur Ágúst meira
en tímabært og réttlætanlegt að vinna nú
að því að gera hið ágæta ísl. gras að verð-
mætu ifóðurbætisefni, með því að byggja
hér verksmiðju til að breyta því í hið melt-
anlega fóður fyrir alifugla sérstaklega, með
aðstoð hins merka, nýja enska efnis.
Hér hefur sérstaklega verið sagt frá á-
huga og átaki Ágústs Jónssonar rafvirkja
við að koma á súgþurrkun á heyi til ó-
metanlegs gagns fyrir ísl. landbúnað. Nú
vinnur hann að mikilsverðri athugun og
rannsókn i sambandi við það að gera ísl.
gras að enn arðgæfari almennum fóður-
bæti fyrir alifugla, og spara með því millj-
ónir kr. í erlendum gjaldeyri, og auk þess
mikið lestarrými í skipum þeim, sem flytja
til landsins erlendar vörur. Ég er ekki
dómbær á gildi þessa nýja áhugamáls Á-
gústs. Hins vegar sýnist mér, að hann
hafi þegar unnið svo þarft verk fyrir land
og þjóð með frumkvæði sínu i súgþurrkun-
armálinu, að rétt sé fyrir þá aðila, sem
málið varðar mest, — þó ekki væri nema
með tilliti til gjaldeyrissparnaðar, — að
kynna sér þetta merkilega mál nánar, en
þegja það ekki í hel, eða seinka heilla-
vænlegtnn iframkvæmdum, ef til gagns má
leiða. Þótt illa hafi tekizt til um þetta
gagnvart Ágústi í sambandi við súgþurrk-
unina, er ekki nauðsynlegt að þegja i hel
þessa hugsjón hans og vakandi áhuga fyr-
ir enn arðgæfari búrekstri og stórfelldum
sparnaði á erlendum gjaldeyri. Það mætti
ef til vill sýna honum þann verðuga heið-
ur, að gagnrýna skoðanir hans um þetta
efni og „sanna“ honum, að þær séu einsk-
is verðar.
Að síðustu vil ég svo birta hér niður-
lag af vottorði síra Sigurðar Pálssonar í
Hraungerði til Ágústs í sambandi við súg-
þurrkunina; það var ekki Ágúst, sem setti
upp súgþurrkunina í Hraungerði, en hann
reyndist sr. Sigurði bezti bjargvætturinn
til að umbæta það, sem á vantaði að það
kæmi endanlega að notum. Um þetta seg-
ir sr. Sigurður svo: „Enn vil ég geta þess,
að þessi misseri var Ágúst sífellt á ferð
milli þeirra, sem sett höfðu tæki þessi upp,
til að aðstoða og leiðbeina, útvega og um-
bæta. Hann útvegaði alla hugsanlega hluti,
sem menn vantaði i þessu sambandi og tók
aldrei greislu fyrir slik ómök.
Þótt ég sé honum ókunnugur að öðru
en þessum viðskiptum, skoða ég hann —
fyrir þau — einn minna mestu velgerðar-
manna, því að hann bjargaði með þessu
búskap mínum og reyndist mér svo ó-
brigðull í öllu að ævintýri er líkast.
Hraungerði 10. okt. 1951.
SigurSur Pálsson.“
Mörg þessu lik vottorð og bréf á Ágúst
i fórum sínum, þótt ekki verði þeirra get-
ið hér.
Mér finnst, að margur hafi hlotið nokk-
urt lof fyrir minna, og fé úr ríkissjóði,
fyrir minni afrek en Ágúst hefur innt
hér af hendi fyrir alþjóð. Þvi fremur væri
það og verðugt að sýna homrni slíkan
sóma, sem hann hefur eytt efnum sínum
fyrir þessa hugsjón, og þá alveg sérstaklega
vegna þess, að hann gengur ekki heill til
skógar.
Ég vona að lokum, að hugsjónamenn
megi lengi lifa í þessu landi, og verða
því meiri hetjur, sem nirflar og nánasir
verða fleiri, og glórulaus matrialismi legg-
ur þjóðina í meiri fjötra.
Ól. B. Björnsson.
Vinakveðja
(Flutt í Grand Forks, NorSur-Dakola, í júní
1952, viS heimsákn þeirra hjóna GuSrnundar Þor-
valdssonar og GuSfríSar Jóhannesdóttur frá Litlu-
Brekku í Mýrasýslu og tengdasona freirra og dœtra:
Thorolfs Smith blaSamanns og Jóhönnu Smith
frá Reykjavík og JJilmars Skagfield og Kristínar
Skagfield frá Tallahassee, Florida).
Komið heil! Þið hingað flytjið
heimalandsins sumarblæ,
bjarkaþyt úr blómgum hlíðum,
báruglit af lygnum sæ.
Komið heil! Þið hlýjan berið
hjartans yl af móðurströnd,
kveðjur frænda’ og fornra vina,
fastar hnýtið ættarbönd.
Farið heil; Og hjartans þakkir
hafið fyrir góða stund;
geymist lengi gullin minning,
grær sem blóm í hugans lund.
Farið heil! Á fomum slóðum
ifritt er nú um dal og sund.
Flytjið kveðjur frændum, vinum,
fagra blessið ættargmnd.
Richard Beck.
86
AKRANES