Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 23

Akranes - 01.07.1952, Blaðsíða 23
marga lund hinn fjölhæfasti maður, eins og þeir bræðm- fleiri. Armann spilaði all- vel á orgel, og mun hafa lært það af Run- ólfi bróður sínum. Armann var organ- isti hér i kirkjunni i 8 j/2 ár, frá 1894— 1903, og mun hafa farizt það vel úr hendi. Sveinsstykki Ármanns er núverandi altari í Akraneskirkju, sem hann var við smíði á hjá Guðmundi Jakobssyni, sem var yfir- smiður kirkjunnar og teiknaði hana. Árið 1903 flytur Ármann til Ameríku, hann þá talinn 33 ára, en Steimmn kona hans 28 ára, og með þeim Sigríður, dóttir þeirra, þá 11 ára. Þau áttu og son, Rút að nafni, en misstu hann mjög ungan. Um af- drif þeirra í Ameríku veit ég ekki annað en það, að Steinunn andaðist þar 16. okt. 1904. Hann mun hafa gifst þá aftur. Árið 1903 er Guðmundur Narfason á Marbakka, en 1904 er Sigurður Gíslason þar, einnig mæðgurnar frá Oddsstöðum, Ólöf, Herdis og Jónína og uppeldisdóttir þeirra Rannveig, sem síðar giftist Árna Röðvarssyni. Þetta fólk var þar i nokkur ár. Árið 1905 kaupir Jón Auðunsson Mar- bakka og býr þar nokktn- ár. Hann byggir síðar Höfn og Nýhöfn, og verður þar nán- ar getið. Árið 1912 kaupir Marbakkann Guð- mundur Jónsson, er áður hafði búið í Móa- koti og á Tyrfingsstöðum í Innrahólms- hverfinu. Þau fluttu hingað í Skagann lik- lega 1910, þá að Höfn. Kona Guðmundar var Þórný Sigríður Einvarðsdóttir, fædd að ökrum á Mýrum í maimánuði 1857. Bróðir Þórnýjar var Hallvarður Einvarðs- son, er bjó siðast i Hítarnesi, en áður í Skutulsey. Synir hans eru Jónatan hæsta- réttardómari í Reykjavík, og Einvarður Hallvarðsson bankafulltrúi í Landsbank- anum. Guðmundur mun líka hafa verið ættað- ur af Mýrumun. Guðmundur andaðist 19. nóv. 1918, en Þórný kona hans 7. júní 1922. Voru þau hjón bæði stillt og prúð. Þessi voru börn þeirra: 1. Einvarður, sem eignaðist Marbakka og bjó þar eftir foreldra sina. Kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur frá Akrakoti, Sigurðssonar frá Jaðri. 2. Guðný Kristín, sem fyrst giftist Egg- ert Símonarsyni á Söndum, Pálssonar, en síðar Birni Hallgrimssyni, verzl- unarstjóra í Sandgerði. Þau eru nú bú- sett í Keflavík. 3. Jón, kvæntist Guðbjörgu Grímsdóttur, Þórðarsonar ifrá Kjalvarastöðum í Reyk holtsdal, bróður Halldórs bónda þar. Kona Gríms og móðir Guðbjargar, var Guðrún Arnórsdóttir, systir Einars fyrv. hæstaréttardómara. Kjörsonur þeirra Jóns og Guðbjargar heitir Ing- ólfur. Þau hjón bjuggu hér í nokkur ár, einnig í Hjörsey á Mýrum. Síð- ar fluttust þau til Reykjavíkur, og þar andaðist Jón af krabbameini, 17. ágúst 1942. Jón Guðmundsson var einstakt prúðmenni og mjög samvizkusamur maður, ötull og áhugasamur, þótt hann færi sér hægt. Guðbjörg giftist aftur Jóni Jónssyni bónda að Hvammi í Höfnum, þar sem þau eru búsett nú. Milli manna eign- aðist Guðbjörg eina telpu, er heitir Magnea Jóna. 4. Stefán, sem dó uppkominn. Þau Guðmundur og Þórný á Marbakka ólu og upp dreng, Guðjón Þórarinsson. Hann fluttist héðan fyrir mörgum árum til Reykjavíkur. Einvarður reif hið gamla hús á Mar- bakka og byggði nýtt hús — ofar á lóðinni, nær götunni — árið 1925—26, það er við Vesturgötu 85. Þessi eru börn þeirra Ein- varðar og Guðrúnar á Marbakka: 1. Sigurður Sveinn, kvæntur Sigi’íði Jóns- dóttur frá Flankastöðum á Miðnesi. Þeirra börn: Jón og Guðfinna. 2. Guðmundur, sem dó um fermingu. 3. Hallvarður, kvæntur Aðalheiði Arn- finnsdóttur frá Miðfelli. Þau eiga þessi börn: Ragnar, Guðrúnu, Jón Sæ- var og Arnheiði. 4. Albert, sem nú býr á Marbakka. Kona hans er Helga Indriðadóttir, ættuð úr Skagafirði. Þeirra böm: Indriði og Ein- varður. 5. Jósef, fyrri kona hans var Elinborg Sigurdórsdóttir, þeirra son Einvarður. Síðari kona hans er þýzk og heitir Christel, þau eiga eina dóttur, sem er óskírð. 83. Gneistavellir. Nafnið bendir til, að þar hafi fyrst byggt járnsmiður, sem hamrað hafi járnið heitt. Maðurinn hét Bjarni Guðmundsson, ættað- ur úr Miðfirði. Hann var bróðir Guðmund- ar smiðs i Ámabúð. Systir þeirra mun hafa heitið Ingibjörg, en ekki veit ég, hvar hún hefur alið aldur sinn. Áður en Bjarni settist hér að fyrir fullt og allt, mun hann hafa róið hér í nokkr- Sigurlaug Helgad., kona Bjarna á Gneistavöllum. ar vertiðir, með Magnúsi á Söndinn og Gisla á Hliði. Hann var og einhvern tíman vinnumaður á Hvítárvöllum, og var þá samhliða honum i vinnumennsku Þor- grímur Guðmundsen, bróðir sr. Oddgeirs Guðmundssonar í Vestmannaeyjum. Áð- ur en Bjarni kom hingað, lærði hann járn- smiði í Reykjavík. Árið 1884 byggir Bjami hús, sem hann nefnir Gneistavelli, er það virt 9. febrúar 1883. „Er 8x7 álnir, portbyggt, með járn- þaki, skúr við hliðina 6 al. langur. Húsið er algjört fyrir íveru uppi, en járnsmiðja er niðri, metið á 500 kr.“ Kona Bjarna Guðmundssonar var Sig- urlaug Helgadóttir, hins lipra frá Neðra- nesi i Stafholtstungum. hún var systir Hróðnýjar i Hákoti og Jórunnar á Hliði. Móðir Sigurlaugar, og kona Helga í Neðra- nesi, var Katrín Ásmundsdóttir frá El- ínarhöfða, systir Guðrúnar konu Jóns Ara- sonar á Miðteig, (Guðrúnarkoti). Börn þeirra Bjarna og Sigurlaugar voru þessi: 1. Guðmundur, f. 13/8—1884, d. 10/11 —1907. 2. Guðrún, hún er fædd á Gneistavöllum, eins og öll börnin, og hefur alið þar allan aldm’ sinn, undanteknum þeim tima, sem hún hefur orðið að dvelja á spítölum. Þegar Guðrún var 16 ára gömul, var hún eitt sinn að leika sér á skautum ásamt leiksystkinum sínum. Datt hún á íshröngl á tjörninni og meiddist all- mikið í mjöðm. Tók þetta meiðsl sig upp eftir 2 ár með þeim afleiðingum, að hún hefur aldrei borið sitt barr síð- an. Var hún um mörg ár þungt haldin af þessu meini, hefur verið margskor- in við því og því verið langdvölum á spítala, t. d. einu sinni um 18 mánaða skeið. Einhvern tímann var hún líka skorin við þessu meini hér heima af Finsen lækni. Hún hefur þvi þurft á miklu þreki að halda í öllum þessum veikindum, og jafnvægi hugans. Það hefur Guðrún líka átt í ríkum mæli, og er þrátt fyrir allt rólynd og glöð, og kvartar ekki yfir sínu hlutskipti. Ilún er jafnan sívinnandi, og hefur sjálfsagt oft unnið sér um megn, sér- staklega upp á siðkastið. 3. Helgi f. 17/3—1889. d. 7/5—1915. 4. Benedikt, f. 27/11—1891. d 8/5—1913. 5. Hjörtur f. 19/5—1894. 6. Margrét, f. 16/1—1899. Hún býr með Guðrúnu systur sinni á Gneistavöllum, og gerir nú mest að þvi að sauma, heima eða heiman. Hún er einnig mjög prúð kona sem systir hennar. 7. Sigurður, f. 1/12—1901, og býr nú á Gneistavöllum. Bjarni var all-góður smiður, dugnaðar- maður og vel greindur. Hann mun hafa verið vel að manni, glíminn vel, og hafði AKRANES 95

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.