Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 15
TlMARIT VFI 1966
39
6. mynd. Þrýstivatnsæðar, aðrennsli og frárennsli.
Þrýstivatnsæðarnar eru 8—9 mm á þykkt efst
samhnoðaðar stálplötur með kverkjárnum utan
á til styrktar og neðan til heilsoðnir hólkar
með mestu þykkt 18 mm og samhnoðaðir á
skeytakrögum í kring. Æðarnar eru lagðar á
steinsteypta stöpla með 6 m millibili og festar
á öllum beygjum með járnbentum festistöpl-
um. Milli festistöplanna eru þensluhólkar í æð-
umrni vegna lengdarhreyfingar við hitabreyting-
ar og hafðar eru mannsmugur á æðunum með
hæfilegu millibili, vegna eftirlits.
Þegar æðarnar eru settar niður, eru báðar
strengbrautirnar notaðar við það. Niðri við afl-
stöðina hafa þessar brautir beint samband við
járnbrautarspor til virkjunarstaðarins. Syðri
strengbrautin liggur og áfram upp með stífl-
unni og aðrennslisskurði upp að stíflunni í
Þjórsá.
Stöövarhúsið er 252 m á lengd og 44 m á
breidd að utanmáli. Með hreinni fallhæð 107,8
m fást 550.000 virk hestöfl í hverfilásana, þeg-
ar orkunýting hverflanna er 80%. Þessu afli er
skipt niður á 20 vélasamstæður með 27500 hest-
afla málraun hverfla. Ef ein vélasamstæðan
þyrfti viðgerðar, er ætlunin að hinar 19 geti tek-
ið á sig afl hennar þ. e. 1450 hestafla yfirálag eða
5%. En auk þess má haga viðgerðum þannig, að
þær komi á árið, þegar vatnsnotkunin er minni.
Auk þessara 20 vélasamstæðna er gert ráð fyr-
ir að hafa tvær 1000 hestafla hjálparsamstæð-