Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 16
40
TlMARIT VFI 1966
7. mynd. títlitsmynd aflstöðvar.
ur, sem veita afli til rennibrauta, verkstæða,
lýsingar og dælna, en þær eru einnig hafðar í
tvennu lagi til vara. Dælurnar eru fyrir þrýsti-
olíu í loka og stilla. Þessar hjálparvélasam-
stæður fá rekstrarvatn sitt um greinæðar frá
tveimur aðalþrýstiæðunum hvor. Þótt lokað sé
fyrir aðra æðina kemur vatnið frá hinni.
Hverflanir eru Franeishverflar með tveimur
drifhjólum hver, innilukt í sínum lúðri hvort.
Sográsin er sett á milli lúðranna. Hverfilás-
inn er tengdur við rafalás með ásmíðuðum kraga-
tengslum.
Hverfilstillarnir nota þrýstiolíu frá olíudæl-
um, sem eru reimknúnar frá hverfilásnum og
hefir hver hverfill sína dælu. Dælurásirnar eru
lagðar í rennur í steypugólfinu og hafa sam-
band hver við aðra, með lokum í, þannig að þótt
ein dæla sé tekin úr sambandi, má nota þrýsti-
olíuna frá sameiginlegri olíuæð, og dælurnar eru
nógu styrkar til að geta tekið þetta á sig. Auk
þess má fá þrýstiolíu til stillanna frá fyrrnefnd-
um lokaolíudælum, því samband er sett á milli
kerfanna. Hverfilstillarnir eru og rafrænt stillt-
ir, fjarstýrðir frá stjórnborði, þannig að ræsa
má og hliðtengja hverja vélasamstæðu þaðan.
Til þess að komast hjá skaðlegum þrýstings-
hækkunum vatns við snöggt álagshvarf, hefir
hver hverfill öryggisloka, sem er í greinæð frá
hverfilæðinni ofan við aðrennslið í hverfilinn.
Lokinn er hreyfður með þrýstiolíu frá olíu-
þrýstikerfi hverfilstillanna. Otrás vatnsins í
lokanum er fóðruð stálplötum vegna vatnshrað-
ans niður í sográsina.
Þegar taka á hverfil úr sambandi, er lokað
fyrir vatnið með renniloka og öngloka, sem kom-
ið er fyrir í þrýstivatnsæðunum í sérstöku loka-
húsi áfast við aflstöðvarhúsið. Önglokana má
hreyfa við fullan vatnsþrýsting, en rennilokana
aðeins þegar önglokinn hefir létt af þrýstingn-
um eða þegar framhjárennsli lokans er opið og
forspaðar hverfilsins eru lokaðir, þannig að sami
vatnsþrýstingur sé báðum megin á spjaldi renni-
lokans. Ef bilun skyldi verða á önglokanum, má
nota rennilokann þannig. Báðir lokar eru knúnir
með olíuþrýstingi, sem fenginn er úr kerfi hverf-
ilstillanna eða frá sérstakri dælusamstæðu, sem
komið er fyrir í lokahúsinu. Yfir lokunum er
rafknúinn rennikrani til setningar og upptöku
lokanna.
Frá hverflunum er frárennslisvatninu veitt
um sográsir, sem eru steyptar í undirstöður
hússins og liggja út undan því í frárennslis-
skurð stöðvarinnar. Á þeim hluta rásanna, sem
vatnshraðinn er mestur, eru þær fóðraðar stál-
plötum, sem hafa kverkjárn áfest inni í steyp-
unni þeim til styrktar. Við mynni sográsanna
eru steyptar grópir fyrir járnlokur, sem renna
má niður og loka fyrir með bokkkrana, er renn-
ur á spori yfir rásamynnunum. Til að tæma sog-
rásirnar og ná burtu lekavatni er notuð dæla,
sem komið er fyrir í gangi yfir sográsunum eft-
ir endilöngu. Þar er sameiginleg vatnsæð með
grein inn í hverja sográs.
Rafálarnir hafa hver sína segulmögnunarvél
á ytri enda rafalássins. Rafalarnir eru tilluktir
og kældir með lofti, sem segulhjól þeirra soga
inn með snúningi sínum. Eru settir spaðar í
því skyni utan til á hjólin. Kæliloftið er tekið