Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 61

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 61
TlMARIT VFl 1966 85 námuna, utan netalaga, og hefur auk þess haft alla forgöngu um undirbúning að framkvæmd- um og um fyrri vísindastarfsemi á þessu sviði. Að öllu þessu athuguðu þótti rétt, að ríkið ætti 51% í verksmiðjunni og réði þar með meiri hluta stjórnar, sem skyldi vera kosin af Alþingi. 1 lögum um kísilgúrverksmiðjuna sem sam- þykkt voru á Alþingi vorið 1966, en höfðu áður verið samþykkt í svipuðu formi, er lagt fyrir ríkisstjórnina að beita sér fyrir stofnun hluta- félags til að reisa og reka kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Er því síðan lýst, hvernig fjármögnun skuli hagað, og að ríkið skuli eiga 51% hluta- f jársins, en að erlendum aðilum skuli boðin þátt- taka í félaginu með allt að 49% eignaraðild, nema að því leyti, sem sveitarfélög norðanlands kaupi hlutabréf í verksmiðjunni. Þá eru ákvæði um skattgreiðslu, bæði framleiðslufélagsins og sölufélagsins á Húsavík. Samningarnir við Johns-Manville voru undir- ritaðir 13. ágúst sl. Þar með var lokið löngu samningaþófi, og tel ég samningana í heild mjög hagkvæma fyrir Islendinga. Samninganefndina skipuðu: Magnús Jónsson, f jármálaráðherra, sem var formaður, dr. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður, og Pét- ur Pétursson, en iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein, hafði yfirumsjón með samningagerð- inni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Helztu samningarnir við Johns-Manville eru þrír. Aðalsamningur, sölusamningur og tækniað- stoðarsamningur. Skal ég nú með örfáum orðum reyna að gera lítillega grein fyrir innihaldi þess- ara samninga. Mörgu verður þó að sleppa. Aðalsamningurinn er á milli ríkisstjórnar Is- lands og Johns-Manville Corporation, New York. Hann er byggður á lögunum um verksmiðjuna og felur í sér öll aðalatriði væntanlegrar sam- vinnu. Hann gildir eins og hinir samningarnir í 20 ár frá þeim tíma, sem framleiðsla telst hef j- ast, sem væntanlega verður 1. október 1967. Fyrst ræðir um tilgang félagsins og stjórnar- skipun, en í stjórninni skulu vera 5 menn, þrír kosnir af Alþingi, en tveir tilnefndir af Johns- Manville. Þá er hér ákvæði um, að framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar skuli vera íslenzkur ríkis- borgari, ráðinn með samþykki beggja stofnenda. Þetta þýðir í reynd, að allir þurfa að vera sam- mála um ráðningu þess manns. Er það raunar eðlilegt, þegar haft er í huga, að Johns-Manville ber ábyrgð á framleiðslugæðunum. Næst ræðir um f járhagslega uppbyggingu fyr- irtækisins. Um hlutafjárupphæð og lánsfé, en það er fengið þannig: IHC í Hollandi (v/dælupramma) 1 Kanda (fyrir verkfræðikostnað) Hambros banki (v/vörukaupa) ____ Ex-Im bankinn (v/vörukaupa) ...... Johns-Manville ................. 5,5 m. kr. 6,8------- 8,4------- 36.4 ------ 34.5 ------ Alls 91,6 m. kr. Hlutafé er 78 milljónir, þar af 18 milljónir vegna undirbúningskostnaðar, en 60 milljónir vegna framkvæmda. Dálítið af þessari upphæð fer í afborganir á byggingartímanum og eitthvað af henni verður ekki notað, vegna þess að um vörukaupalán er að ræða, bæði í Englandi og í Export-Import bankanum, og það gengur ekki alveg upp á móti innkaupum tækja. Eins og áður segir á ríkið 51% hlutafjársins og Johns-Manville á nú þegar 39% í fyrirtæk- inu, en 10% hafa verið boðin sveitarfélögum norðanlands. Ekki er búizt við, að sveitarfélögin leggi fram mikið hlutafé, og mun Johns-Manville þá auka hlut sinn um það, sem eftir verður. Gert var ráð fyrir, að tap kynni að verða á rekstrinum fyrstu 3—4 árin, allt að hálf milljón dollara, og auk þess þarf um 350 þúsund dollara til að auka afköst verksmiðjunnar. Fyrir þess- um fjárhæðum er séð í samningum af hálfu eig- enda. Lán Johns-Manville verða hins vegar ekki gjaldkræf, fyrr en allar aðrar skuldir eru greidd- ar. Var þetta ákvæði auðvitað sett inn til þess að tryggja áhuga Johns-Manville enn betur. Næst ræðir um sölufélag Johns-Manville á Is- landi en að því kem ég síðar í sambandi við sölu- samninginn. Hlutafé þess félags skal vera 10 milljónir króna og allt eign Johns-Manville. Síðan eru ákvæði um, að Kísiliðjan og Johns- Manville skuli gera tækniaðstoðarsamning sín á milli og um starfslið fyrirtækisins. Næst koma ákvæði um framleiðslumagn og skyldur Johns-Manville til að kaupa framleiðsl- una. Áætlunin er þessi: 1. ár 6000 tonn 2. — 9000 — 3. — 12000 — 4. — 14000 — 5. — 18000 — 6. — 20000 — 7. — 24000 — og síðan upp í 30.000 tonn með því að vinna 7 daga vikunnar í stað 6 daga og með því að nota að nokkru yfirframleiðslumöguleika verksmiðj- unnar. Hér eru ákvæði um, að ef sala Johns- Manville fer á einhverju einu ári niður fyrir 75% af áætluninni, hefur Kísiliðjan heimild til að segja upp sölusamningum og síðan, að einu ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.