Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 67
TlMARIT VPI 1966
91
verzlunarfyrirtæki í Reykjavík frá 1939 til dauða-
dags að undanskildum þeim 5 árum, sem hann
dvaldist í Bandaríkjunum. Hann stofnaði vél-
smiðjuna Jötunn h.f. í Reykjavík 1942 og var
aðaleigandi og framkvæmdastjóri hennar til
1947. í sambandi við þessi fyrirtæki vann Gísli
Halldórsson margskonar verkfræðistörf (sbr.
Verkfræðingatal 1966).
Eins og Halldór faðir hans, hafði Gísli mikinn
áhuga á tækninýjungum og þótt efnin væru af
skornum skammti, eins og hjá flestum íslenzk-
um námsmönnum, fór hann að loknu námi kynn-
isferð til Lardello á Italíu til þess að skoða
hveravirkjanir þar. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða, að hér á Islandi hefjist stórfelldar
virkjanir hveragufu og má þá minnast þess, að
Gísli Halldórsson gerði hér fyrstur manna til-
raunir um virkjun hveragufu og setti upp á eig-
in kostnað tilraunastöð, er snerist fyrir hvera-
gufu. Hann var hugkvæmur í bezta lagi og bar
fram í ræðu og riti margar athyglisverðar hug-
myndir, sumar rökstuddar en aðrar í tillögu-
formi. Fékk hann einkaleyfi á nokkrum uppfinn-
ingum sínum bæði hér á Islandi og erlendis. Má
þar sérstaklega nefna einkaleyfi hans í ýmsum
löndum á eftirsjóðara (mallara) til gernýtingar
hráefnis, sem ekki nýtist til fulls í venjulegum,
óbeinum sjóðurum. Þá eru og athyglisverðar til-
lögur hans um geymslu síldar í kældum þróm.
Gísli Halldórsson átti létt með að rita um
hugðarefni sín og birtist eftir hann fjöldi rit-
gerða í dagblöðum í Reykjavik og í innlendum
og erlendum tímaritum. Af öðrum ritum hans má
nefna Á ferð og flugi, Rvík 1946 (Ferðaminn-
ingar), Til framandi hnatta, Rvík 1958 (Almenna
bókafélagið), A Contracting Universe, Rvík 1962
og Um víða vegu (ljóðabók), Rvík 1962.
Ritstörf Gísla Halldórssonar sýna, að hann
átti mörg hugðarefni og að hann vildi láta aðra
eiga þau með sér. Hann fann ekki fullnægingu
í störfum, sem aðeins eru háð raunvísindum.
Hann sá sífellt ný og ný viðfangsefni, sem tóku
hug hans. Segja má, að hann hafi um of dreift
starfsorku sinni, en hann sýndi, að hann gat gert
margt það, sem ekki hefði verið á færi margra
okkar að gera. Verkfræðingar og aðrir þeir, sem
alla ævi stunda raunvísindi og starfa að raunhæf-
um verkefnum, venjast á að beita í störfum sín-
um sérstakri íhygli. Skal það sízt vanmetið, því
fátt er of vandlega hugað, en hins vegar getur
sífellt raunsæi dregið úr hugkvæmninni og þá
haft þau áhrif á skapgerð okkar, að við „missum
flugið“ smátt og smátt. — Hér eins og oftar
er meðalhófið vandratað.
Stjórnmál og félagsmál lét Gísli Halldórsson
lítið til sín taka. Hann sat þó eitt kjörtímabil,
1945-49, í bæjarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, en mun ekki hafa fellt sig
við þau störf, enda tók hann ekki þátt í stjórn-
málum eftir það. Þá vil ég minnast þess að
verðleikum, að Gísh var einn af þeim verkfræð-
ingum, sem þrátt fyrir miklar annir tóku að sér
að undirbúa til síðara hluta prófs í byggingar-
verkfræði þá 7 verkfræðistúdenta, er luku því
prófi við Háskóla Islands. Hann kenndi þeim
vélfræði 1943-44.
Nokkru áður en Gísli lauk námi, kvæntist hann
í Kaupmannahöfn (1932) danskri konu, Hjördísi
Esther, dóttur Charles Bigom skrifstofumanns
þar. Hún kom með Gísla heim til Islands, en
lézt eftir aðeins nokkurra mánaða sambúð. Árið
1935 kvæntist Gísli Sigríði Einarsdóttur Péturs-
sonar yfirsmiðs í Reykjavík. Þau eignuðust 3
syni: HaUdór, sem stundar nám í efnaverkfræði
við tækniskólann í Stuttgart í Þýzkalandi, Einar,
sem stundar nám í guðfræði og uppeldisfræði við
háskóla í Bandaríkjunum og Steinþór, sem var
innritaður til náms í viðskiptafræði við Háskóla
Islands, en vinnur nú hjá Fiskifélagi Islands.
Þau Gísh og frú Sigríður slitu samvistum 1950.
Árið 1951 kvæntist Gísli enskri konu, CeUu
Cross, dóttur kaupmanns í South Port í Eng-
landi, en þau sUtu samvistum sama ár.
Síðustu konu sinni, Kolbrúnu Jónsdóttur list-
málara í Reykjavík, Þorleifssonar, kvæntist GísU
1957 og lifir hún mann sinn ásamt 2 börnum
þeirra, Guðfinnu og Jóni Eldjárn, sem enn eru
í æsku.
Þótt Gísli Halldórsson ætti oft við erfiðleika
að etja og mætti á stundum í bjartsýni sinni og
stórhug ekki þeim skilningi, er hann gat vænzt,
lét hann það lítt á sig fá. Hann var glaðlegur
og vinsamlegur í viðmóti, enda var hann hlýr í
gerð og geði og drengilegur í viðskiptum við aðra.
Hann var umhyggjusamur og góður heimiUsfaðir
og síðast en ekki sízt var hann góður íslending-
ur, sem myndi hafa fórnað meiru fyrir hugsjón
en flestir aðrir.
Við fráfall Gísla HaUdórssonar höfum við
misst sérstæðan, fjölhæfan og hugkvæman verk-
fræðing — hugsjónamann, sem gerði verkfræð-
ingastéttina fjölskrúðugri en hún er og verður
án hans.
Finnbogi R. Þorvaldsson.