Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 23
TÍMARIT VFl 1966
47
3. mynd. Fyrirkomulag mannvirkja.
leitt eru þessar stíflur lágar eða 5 til 10 m, en
næst Skálarfelli, þar sem Bjarnalækur er stífl-
aður, verður hæðin mest eða um 30 m. Jarð-
stíflurnar eru gerðar úr grjóti, sem fellur til
við sprengingar á skurðum og fyrir mannvirkj-
um. 1 þéttikjarna er notuð fokmold. Þéttikjarn-
inn er lóðréttur í Eystrigarði en í öðrum stífl-
um er hann hallandi og alls staðar varinn með
sandsíum á báðum hliðum. Alls er um 1.000.000
m:i fylling í þessum stíflum.
Aðalerfiðleikarnir við virkjanir á hraunsvæð-
um er þétting uppistöðulóns og vatnsvega. Yfir-
leitt er sjálfur hraunkjarninn sæmilega vel þétt-
ur, en efst og neðst eru hraunin oft mjög opin.
Millilög milli hrauna eru hættuleg hvað það
snertir, að efnið í þeim getur þvegist í burtu,
þannig að eftir verða opin göng eða pípur.
Steypta stíflan í Þjórsá, Eystrigarður og hluti
af Bjarnalónsstíflu er byggð á hrauni. Þétting
undir þessar stíflur er gerð með því að spýta
sementseðju niður í grunnar borholur (5—10
m djúpar). Að öðru leyti er hraunið notað sem
vatnsþétt ábreiða ofan við stíflurnar. Mesta
lekahættan er í hraunjöðrunum, þ. e. a. s. þar
sem hraunin liggja upp að eldri jarðmyndunum.
Að austan er hraunjaðarinn aðeins undir vatni
í mestu flóðum. Þar eru engar sérstakar ráð-
stafanir gerðar til þéttingar. Að vestan er
hraunbrúnin um 500 m vestan við veituinntakið
og sker þar veituskurðinn og Bjarnalónsstíflu.
Þarna eru skilin milli hrauns og grágrýtis þétt
með steypu og þéttri ábreiðu úr jarðvegi. Vest-
an við þessa hraunbrún er undirstaða Bjarna-
lónsstíflu grágrýti, nema á einum stað þar sem
hraunið hefur runnið inn í Bjarnalón um lægð í
grágrýtismynduninni. Þarna er því opin lekaleið
frá hrauninu niður í Bjarnalæk og Bjarna-
lækjarskurð. Til þess að þétta þessa lekaleið er
grafinn 2 m breiður skurður undir þéttikjarna
stíflunnar í gegnum hraunið og millilagið niður á
grágrýtið. Dýptin verður um 15 m. Skurðurinn er
síðan fylltur með þéttu jarðefni. Þessi skurður
er að mestu neðan við jarðvatnsborð, og er bæði
grafinn og fylltur aftur undir vatni. Til að gera
þetta kleift er notað svokölluð „slurry trench“
aðferð. Þessi aðferð er í því fólgin að blandað er
í vatnið bentonite leir sem helzt í upplausn í
vatninu og styrkir og styður skurðbakkana með-