Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 45

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 45
TlMARIT VFl 1966 69 stöðulónum, sem birtist í Verkfræðingatímarit- inu, 4.-7. hefti 1964. 8Jf Jarðsveiflumœlingar. Til könnunar á þykkt lausra jarðlaga ofan á berggrunni er mest notaður Borro-bor, en einnig hafa verið notaðar jarðeðlisfræðilegar mælingar svo sem jarðsveiflu- og jarðviðnámsmælingar. Jarðsveiflumælingarnar byggja á mælingu hljóð- hraða í jarðlögum, en hann er miklu meiri í bergi en lausum lögum. Jarðviðnámsmælingar byggja á því, að rafmagnsviðnám í jarðlögum er mjög mismunandi. Jarðsveiflumælingar henta betur til mælinga á þykkt lausra jarðlaga og hafa lang- mest verið notaðar. Yfirleitt er ekki hægt með jarðsveiflumælingum að finna þykkt lághraða- laga undir lögum með hærri hraða. Það var þó reynt við Búrfell að finna þykkt millilagsins undir fyrsta hraunlagi og var það gert með því að sprengja dínamit niðri í holum, sem náðu niður í millilag. Niðurstaða fékkst, sem nægði til að leiðbeina frekari borunum, sem var tilgang- ur þessarar mælingar. 8.5 Borro-boranir. Borro-bor er lítill höggbor og eru stálstangir reknar með honum niður á fast berg. Fast berg er þá skilgreint á því dýpi, sem Borro-borinn kemst. Að sjálfsögðu hefur þetta sínar takmark- anir, því borinn getur stöðvast á stórum steini og einnig getur smáharðnað niður á fast þannig, að engin skörp skil séu milli fasts bergs og jarð- vegs. Við borun með Borro er höggaf jöldinn tal- inn þannig, að talin eru höggin, sem þarf til að slá borinn niður hverja Vá m færu. Högg- talningalínurit gefa verðmætar upplýsingar um jarðlög þau, sem borað er í gegnum. Bæði eru þau til hjálpar við greiningu þeirra og einnig má nota höggtalningalínurit til þess að reikna út skriðhorn og fá vissar hugmyndir um burðar- þol og fleira. Á mynd 11 eru sýnd meðaltöl höggtalningarlínurita í nokkrum mismunandi jarðlögum við Búrfell. 8.6 Könnunargryfjur. Til þess að bæta upp niðurstöður Borro-boranna og annarra mælinga á þykkt lausra jarðlaga henta könnunargryfjur mjög vel, því í þeim er unnt að gera athugun á berginu undir og einnig að fá örugga greiningu á lausu jarðlögunum. Þetta var töluvert gert við Búrfell, sérstaklega á stíflustæðunum. Voru sumar holurnar hand- grafnar, en þó flestar grafnar með jarðýtu. Mynd 11. Höggtalningarlínurit fyrir Borro-boranir. 1. er sandur frá ísaldarlokum; 2. er yfirborðslag hraunanna, sem er sand- og vikurblandið hraungjall og molar; 3. er sama, en liggur þar undir þykku vikurlagi; 4. skrið- ur við Sámsstaðamúla, aðallega vikur; 5. vikur, mjög stórgerður, sem liggur ofan á 3. Figure 11. Blow count in Borro soundings. 1. Finiglacial sand; 2. The surface layer on the postglacial lava flows, which is sand and pumice mixed with scoriaceous lava fragments; 3. is the same but is underlaying thick pumice layer; 4. Talus at Sámsstaðamúli, mainly pumice; 5. Very coarse pumice overlaying 3. 8.7 RannsóJcnarjarðgöng. Rannsóknarjarðgöngin, sem gerð voru við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.