Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 45

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 45
TlMARIT VFl 1966 69 stöðulónum, sem birtist í Verkfræðingatímarit- inu, 4.-7. hefti 1964. 8Jf Jarðsveiflumœlingar. Til könnunar á þykkt lausra jarðlaga ofan á berggrunni er mest notaður Borro-bor, en einnig hafa verið notaðar jarðeðlisfræðilegar mælingar svo sem jarðsveiflu- og jarðviðnámsmælingar. Jarðsveiflumælingarnar byggja á mælingu hljóð- hraða í jarðlögum, en hann er miklu meiri í bergi en lausum lögum. Jarðviðnámsmælingar byggja á því, að rafmagnsviðnám í jarðlögum er mjög mismunandi. Jarðsveiflumælingar henta betur til mælinga á þykkt lausra jarðlaga og hafa lang- mest verið notaðar. Yfirleitt er ekki hægt með jarðsveiflumælingum að finna þykkt lághraða- laga undir lögum með hærri hraða. Það var þó reynt við Búrfell að finna þykkt millilagsins undir fyrsta hraunlagi og var það gert með því að sprengja dínamit niðri í holum, sem náðu niður í millilag. Niðurstaða fékkst, sem nægði til að leiðbeina frekari borunum, sem var tilgang- ur þessarar mælingar. 8.5 Borro-boranir. Borro-bor er lítill höggbor og eru stálstangir reknar með honum niður á fast berg. Fast berg er þá skilgreint á því dýpi, sem Borro-borinn kemst. Að sjálfsögðu hefur þetta sínar takmark- anir, því borinn getur stöðvast á stórum steini og einnig getur smáharðnað niður á fast þannig, að engin skörp skil séu milli fasts bergs og jarð- vegs. Við borun með Borro er höggaf jöldinn tal- inn þannig, að talin eru höggin, sem þarf til að slá borinn niður hverja Vá m færu. Högg- talningalínurit gefa verðmætar upplýsingar um jarðlög þau, sem borað er í gegnum. Bæði eru þau til hjálpar við greiningu þeirra og einnig má nota höggtalningalínurit til þess að reikna út skriðhorn og fá vissar hugmyndir um burðar- þol og fleira. Á mynd 11 eru sýnd meðaltöl höggtalningarlínurita í nokkrum mismunandi jarðlögum við Búrfell. 8.6 Könnunargryfjur. Til þess að bæta upp niðurstöður Borro-boranna og annarra mælinga á þykkt lausra jarðlaga henta könnunargryfjur mjög vel, því í þeim er unnt að gera athugun á berginu undir og einnig að fá örugga greiningu á lausu jarðlögunum. Þetta var töluvert gert við Búrfell, sérstaklega á stíflustæðunum. Voru sumar holurnar hand- grafnar, en þó flestar grafnar með jarðýtu. Mynd 11. Höggtalningarlínurit fyrir Borro-boranir. 1. er sandur frá ísaldarlokum; 2. er yfirborðslag hraunanna, sem er sand- og vikurblandið hraungjall og molar; 3. er sama, en liggur þar undir þykku vikurlagi; 4. skrið- ur við Sámsstaðamúla, aðallega vikur; 5. vikur, mjög stórgerður, sem liggur ofan á 3. Figure 11. Blow count in Borro soundings. 1. Finiglacial sand; 2. The surface layer on the postglacial lava flows, which is sand and pumice mixed with scoriaceous lava fragments; 3. is the same but is underlaying thick pumice layer; 4. Talus at Sámsstaðamúli, mainly pumice; 5. Very coarse pumice overlaying 3. 8.7 RannsóJcnarjarðgöng. Rannsóknarjarðgöngin, sem gerð voru við

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.