Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 40

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 40
64 TlMARIT VFl 1966 búast við tjóni af þeim. Tíðni hraunflóða síðustu 8000 árin á Veiðivatnasvæðinu er að minnsta kosti eitt hraun á hverjum 800 árum að meðal- tali. Þessi gos hafa ekki alltaf verið jafn tíð og hafa ef til vill verið tíðust á miðhluta eftirjökul- tímans. Þá hafa sennilega verið innan við 500 ár á milli gosa. Stærð hraungosanna var einnig mest á fyrri hluta tímans. Stór hraungos frá Heklusvæðinu hafa líka komið fyrir og náð næsta nágrenni Búrfellssvæðisins. Líkur fyrir stóru hraunflóði, sem nái Búrfellssvæðinu eru því sennilega ámóta miklar og líkur fyrir svoköll- uðu 1000 ára flóði, sem gengið er út frá við hönnun yfirfallsmannvirkja. I stóru hraunflóði gæti eyðilegging orðið mjög mikil, er stíflur og inntaksmannvirki græfust í hraun og þótt það gerðist ekki nema að litlu leyti, mundu breyt- ingar á farvegum ánna valda miklu tjóni vegna langvinnra rekstrartruflana. Öskugos eru algengust í Heklu og er tíðni þeirra innan við eitt gos á öld að meðaltali. Einnig hafa orðið mikil öskugos á Veiðivatna- svæðinu svo og í Torfajökli og loks er Katla það nærri, að hún getur haft nokkur áhrif á vatna- svæði Tungnaár. Tjón vegna öskugoss er ekki eins alvarlegt og af hraungosi. Þó mundi það geta valdið verulegu tjóni með fyllingu miðlun- arrýmis og inntakslóna svo og rekstrartruflun- um meðan á mestu gosunum stendur og rétt á eftir. I Heklu, sem mest hætta stafar af, er öskugosi nú nýlega lokið svo það er ekki við því að búast, að hún gjósi nú í bráð aftur, eða að minnsta kosti ekki miklu öskugosi fyrr en eftir hálfa öld. magnað, eða þá, að norðurpóll segulsviðs er nærri norðurpól jarðar og er það kallað, að berg- ið sé öfugt segulmagnað. Á síðari árum hefur komið fram aðferð til aldursákvörðunar á storkubergi, svonefnd kali- um-argon aðferð. Þessi aðferð er enn á tilrauna- stigi en þó liggja fyrir margar niðurstöður. Með- al annars hafa bandarískir jarðfræðingar reynt að aldursákvarða síðustu snúninga á segulsviði jarðar með þessari aðferð. Niðurstaða þeirra er sýnd í eftirfarandi töflu, 7. mynd, sem tekin er upp úr The Quarternary of North America, úr greininni Quarternary Paleomagnetic Strati- graphy, en leiðrétt eftir nýrri grein eftir Ian Mc- Dougall. Ég hef reynt að nota segulstefnu sem lykil að aldursákvörðun á berginu við Búrfell. Einnig hefur Trausti Einarsson prófessor gert samskon- ar athuganir og fær hann svipaðar niðurstöður. Fyrst notaði ég venjulegan kompás við ákvörðun segulstefnunnar, en seinna miklu næmara tæki, sem var smíðað af Birni Kristinssyni verkfræð- ingi. Voru alltaf mæld að minnsta kosti 2 sýnis- horn af sama bergi, tekin með nokkurra metra til nokkurra tuga metra miliibili. Niðurstaðan af mælingum mínum er sýnd á mynd 7 og tilraun til tengingar við segulstefnutímabil Allan Cox o.fl. Eldvirkni við Búrfell hefur verið nokkuð sam- felld, því að allan tímann hafa eldstöðvabeltin verið nokkuð nærri því. Þessvegna tel ég ör- uggt, að lögin, sem yngri eru en Búrfellsbólstra- bergið, séu frá Brunhes-skeiði (rétt) og því inn- an við 700.000 ára gömul. Eru í þessu lögin SB, 6. Segulstefna í bergi og aldurs- ákvarðanir. Aldursákvarðanir á gosbergi hafa lengst af verið mjög erfið- ar og næsta mikið álitamál oft og tíðum. Nokkuð hefur þó ver- ið reynt að byggja aldurs- ákvarðanir á segulstefnu í bergi, því að í storkubergi á sér stað viss segulmögnun, þeg- ar bergið storknar og er stefn- an á segulmögnuninni í sam- ræmi við segulsvið jarðar á þeim tíma. Nú hefur segulsvið jarðar breyzt mörgum sinnum þannig, að ýmist hefur suður- segulpóll verið nærri norðurpól jarðar eins og hann er nú og kallast þá, að berg sé rétt segul- Aldur millj. dro Stefno segulsvið* Segulstvfo. tlmor Segjbtefnu ofburBir JARDLOG 1 NfcGRENNI BÚRFELLS Fjorloegð goeatodo frð Bikfeili reiknoð hornrétt ð •tefnu eldvirko beltiein*. • </) SHroun fró Heklu og Votnoóldum 12-28 hm ou*tor jwóberg oustan Rangór 5-IO km au*tor 0,3- C+- vSkeljofells grdgrýti SD Nokkuð oustor .sennlego 1 mðberginu oustontil CD Sdmsstaðoklifs blógrýti SB Senmlega norður of, eðo mðt* vlð Burfell '§ " • Búrfells bólstraberg BP í Bðrfelli Joromillo Efstu SM lögin í SÓmsstoðomúlo Rélf vestor Onnur SM btóyýttslóg 2-5km vestor eðo vestostiog rétt vestur of SÓmsstoðamúlo 1,9- h, o° Móbergið i Sómsstaðamúla 2 km vestor, eðo við vesturhli'ðorSdmsstoðamöki 2,0- Eldri BúrfeBsmyndun OB 5-15 km vestor, í Fossordol og vestor Kokiq? 3,0- 3,5- Blógrýtið syðst i Búrfelli BBof Engin óbendlng um legu gossvoeðis s? Þessum aldri eða eldra 5° B-277 Tnr 643 Fnr 7899 H.T. Mynd 7. Segulstefnu tímar og segulstefnu atburðir síðastliðnar 4 milljónir ára og tenging bergmyndana Búrfells við það. Figure 7. Polarity epochs and polarity events during the last 4 million years and the connection between them and the rock formations at Búrfell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.