Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 29
TlMARIT VFl 1966
53
mælikvarða nema kort Sætersmoens frá 1914,
sem birtist í bók hans „Vandkraften i Thjórsá
Elv ude i Island“. Var þetta kort með 2 m hæð-
arlínum og var notazt við það við fyrstu laus-
legu áætlunina um virkjun þarna. Er niðurstöð-
ur af þeirri áætlun lágu fyrir veturinn 1961-62,
var augljóst, að þessi virkjunarstaður væri mun
ódýrari og að mögulegt væri að rannsaka hann
miklu betur jarðfræðilega en neðri staðinn. Vorið
1962 var því hafizt handa um mjög víðtæka
rannsókn á þessu svæði, svo sem nákvæma jarð-
fræðikortlagningu á Sámsstaðamúla, sem höf-
undur og Jón Jónsson, jarðfræðingur, fram-
kvæmdu, boranir á stíflustæðunum og djúpbor-
anir þar sem stöðvarhúsi var ætlaður staður, en
þá var nær eingöngu rætt um neðanjarðarstöðv-
arhús með frárennslisgöngum. Einnig voru gerð
tilraunajarðgöng, sem liggja áttu inn að stöðv-
arhúsi. Þau göng urðu þó aldrei nema 258 m
löng. Þetta ár voru boraðar 47 holur á stíflu-
stæðinu, flestar 20-30 m djúpar, og um 20 hol-
ur, 150-200 m djúpar, í stöðvarhússstæði og
nokkrar. álíka djúpar á jarðgangaleið. Á stöðv-
arhússsvæðinu varð að bora svo margar holur
vegna þess að þar er jarölagaskipan mjög flók-
in og fannst ekki heppilegt berg fyrir stöðvarhús
fyrr en komið var mun lengra inn í Múlann en
fyrst var áætlað, en þar er bergið líka mjög hag-
stætt.
Á árinu 1963 var lítið gert við Búrfell en þó
voru holur boraðar á stíflustæði í sambandi við
breytingar, sem þá voru áætlaðar. Næsta ár,
1964, var gerð breyting á virkjunaráætlunum
þannig, að hætt var við að hafa neðanjarðar-
stöðvarhús, en í staðinn gert ráð fyrir ofanjarð-
arstöðvarhúsi úti við Fossá en aðrennslisgöng of-
arlega í Sámsstaðamúla. Þá um vorið var því
hafizt handa um allvíðtæka borun í stöðvarhúss-
stæði. Einnig var borað það ár eitthvað á stíflu
og skurðleiðum og gerðar þar jarðsveiflumæl-
ingar. Það ár voru einnig athugaðar nokkuð að-
stæður fyrir stöðvarhús á sama stað og Sæters-
moen hafði hugsað sér. Ekki reyndist það eins
hagkvæmt og að hafa stöðvarhús við Fossá.
Árið 1965 var aftur tiltölulega lítið unnið að
rannsóknum við Búrfell, en þó var borað nokkuð
á stíflustæðinu beggja vegna árinnar og einnig
voru boraðar viðbótarholur á jarðgangaleið-
inni. Loks á árinu 1966, er framkvæmdir voru
að hefjast, voru enn boraðar nokkrar holur á
jarðgangnaleið.
Hér á eftir er yfirlitstafla um rannsóknir
hvers árs fyrir sig.
1959 og árin á undan. Jarðfræðikortlagning á
Sultartanga og Stangarfelli.
1960 Jarðfræðikortlagning á neðra stíflustæði
Búrfells og Búrfelli sjálfu.
1961 Borun á neðra stíflustæði og í Búrfelli
13 holur 818 m.
Borro-borun á neðra stíflustæði
71 hola 400 m.
Jarðsveiflumælingar á neðra stíflustæði.
Borun í og við Sámsstaðamúla
3 holur 181 m.
1962 Jarðfræðikortlagning á Sámsstaðamúla.
Mynd 1. Búrfell og Sámsstaðamúll séð úr vestri. Örin bendir á legu stöðvarhúss við rætur Sámsstaðamúla að
vestan. Ljósmynd Leifur Þorsteinsson.
Figure 1. Búrfell and Sámsstaðamúli seen from west. The arrow points out the powerhouse area at the western
base of the Sámsstaðamúli.