Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 58
82
TÍMARIT VFl 1966
Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn
Eftir Pétur Pétursson, forstjóra.
Erindi flutt á fundi í Verkfræðingafélagi íslands 19. des. 1966.
Fyrstu kynni mín af áætlunum um nýtingu
kísilgúrnámunnar á botni Mývatns voru, þegar
ég starfaði í stóriðjunefnd. Raforkumálastjóri
hafði haft forgöngu um, að rannsóknir væru
gerðar, bæði innan lands og erlendis, sem gefið
höfðu jákvæðan árangur, að því er Baldur Líndal
áleit. Raforkumálastjóri og forstjóri Rannsókn-
arráðs töldu sjálfsagt að halda tilraunum og
rannsóknum áfram. Stóðiðjunefnd og ríkisstjórn-
in samþykktu tillögur þeirra, og voru f jármunir
lagðir fram, til að hægt væri að halda tilraunun-
um áfram. Var Baldri Líndal falin áframhald-
andi framkvæmd málsins á tæknilega sviðinu,
en í annarri af skýrslum Baldurs Líndals frá ár-
unum 1961—1964 segir svo:
„Það er aðalniðurstaða þessara athugunar, að
ekki megi láta undir höfuð leggjast að halda
athugun og áætlunargerð um kísilgúrverk-
smiðju við Mývatn áfram, þar sem líkur þess, að
hún geti orðið hagkvæmt fyrirtæki, eru miklar“.
Ég kem síðar að því, hvernig þetta mál hefur
þróazt, eftir því sem árin hafa liðið. En eitt vil
ég leggja sérstaka áherzlu á. Það er, að fyrstu
hugmyndir Baldurs Líndal um vinnsluaðferðir
og verksmiðjustærð standa svo til óbreyttar,
þrátt fyrir mjög mikla andstöðu á ýmsum stig-
um málsins frá erlendum sérfræðingum, sem
ekki gátu fallizt á sjónarmið hans.
Samvinna við Hollendinga
Eins og ýmsum er kunnugt, var fyrst reynd
samvinna við Þjóðverja um að nýta Mývatns-
námuna. Sú tilraun bar ekki árangur vegna
áhugaleysis Þjóðverjanna. Næst kom til áhugi
Hollendinga, þ. e. hollenzka fyrirtækisins AIME,
sem var gamalt námufyrirtæki frá Indónesíu.
Áhugi Hollendinganna var tvímælalaus, þar sem
þeir lögðu 2 milljónir króna í félag, sem skyldi
annast undirbúning væntanlegrar námuvinnslu.
,,Undirbúningsfélagið“ var stofnað 20. júní 1964
með 10 milljónir króna í hlutafé, 8 milljónir frá
íslenzka ríkinu og 2 milljónir frá AIME. Þessi
upphæð var nægjanleg til þess að halda áfram
tilraunum, markaðsrannsóknum og annarri nauð-
synilegri frumvinnu. Stóriðjunefnd ákvað að
leggja til, að þessi háttur skyldi hafður á und-
irbúningnum. Ég held, að það sé frumskilyrði við
allar framkvæmdir af þessu tagi, að strax í upp-
hafi séu lagðir fram hæfilegir fjármunir, til þess
að yfirleitt sé hægt að halda undirbúningi hik-
laust áfram. Undir því er raunar öll framkvæmd
komin að undirbúningur sé nógu góður; en að
því mun ég koma síðar.
Á meðan við höfðum samvinnu við Hollend-
ingana, frá miðju ári 1964 til febrúarmánaðar
1965, var gerð mjög yfirgripsmikil markaðs-
könnun varðandi kísilgúr í Evrópu. Einnig var
gerð athugun á því, hvernig aðrir framleiðend-
ur myndu taka nýjum keppinaut á markaðnum.
Fyrir þessar athuganir voru greiddar nær 1
milljón króna. Það var hollenzkt fyrirtæki „Mak-
rotest“, sem annaðist þetta auk AIME.
Þó að hér væri um mjög kostnaðarsama fram-
kvæmd að ræða, er ég fyrir mitt leyti alveg sann-
færður um, að rétt var að farið. Við fengum tvö
þykk bindi um þessar athuganir, þar sem könn-
uð var notkunin og verðlag í Evrópu. Niður-
staðan varð sú, að e. t. v. gætum við brotizt inn
á markaðinn, en að það myndi kosta mikla f jár-
muni, og óvíst væri um árangur. Auk þess var
talið, að það mundi taka mörg ár að komast inn
á markaðinn. Allt benti til þess, að áhætta okk-
ar væri mjög mikil.
Við þessar upplýsingar bættist svo það, að
hollenzka fyrirtækið AIME taldi sig ekki hafa
fjárhagslegt bolmagn til að taka þátt í fram-
leiðslufyrirtækinu, enda þótt það vildi taka að
sér að annast söluna — eingöngu á okkar ábyrgð