Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 49
TlMARIT VPl 1966
73
Skýringar — Legend
„ajo* Gangur
Dike
Sprungur
Faults
Aðolstuðlunarsprungur
Major Joints
Stefna og halli brotflota
Strike and dip on
tecktonic feotures
Mynd 13. Bráðabirgðakort af grunni stöðvarhúss við
Búrfell, gert þegar gröftur var í hæð 126 m y.s. Kortið ^
er ekki nákvæmt, en sýnir þó greinilega hvernig stuðlun er
aðallega samsiða sprungum.
Pigure 13. Preliminary map of power house excavation, done when excavation was
at elevation 126 m.a.s. The map is not accurate but still it shows clearly how jointing
tends to be parallel to faultlines.
þetta gamalt berg, sennilega 1.5-2.0 milljóna ára
gamalt.
Stuðlun tuffsins var óþekkt fyrir, en hún
reyndist vera mjög nálægt því samsíða aðal-
sprungustefnum bergsins. Stuðlun er miklu
strjálli í tuffinu en í blágrýti, en stuðlafletir eru
sléttir og beinir og einnig er þar oft nokkur um-
myndun og gerir það stuðlafletina enn hálli. Er
því stuðlunin meira vandamál í tuffi en í basalti,
sérstaklega í háum veggjum, sem eru nærri sam-
síða stuðlastefnunni og einnig mundu jarðgöng
og aðrar hvelfingar, sem eru samsíða stuðla-
stefnu standa illa, en vel ef þeir lægju þvert á
stuðlastefnuna. Á mynd 13 er bráðabirgðakort
af grunni stöðvarhúss með göngum settum inn
og stuðlasprungum, stefnu þeirra og halla. Sumar
stuðlasprungurnar eru misgengis- eða víxlgengis-
sprungur samtímis og er gangakerfið i stöðvar-
húsinu um leið sprungusvæði. Má þar sjá rákaða
sprungufleti, flesta í lárétta stefnu. Rákuðu
sprungufletirnir eru algengastir í vestur- og aust-
urjaðri gangasvæðisins, en þeir gætu líka verið
inni í því sjálfu en vegna ummyndunar ekki sjá-
anlegir.
9.ý Byggingarefni.
Möl og sandur, sem rannsakað var með tilliti
til notkunar í steypuefni reyndist hvorttveggja
varasamt vegna líparítblöndunar og of mikils
öskuinnihalds. Var því það ráð tekið að mala
blágrýti bæði í sand og möl til notkunar í steypu.
Sandur og möl, sem finnst í eða við farveg Þjórs-
ár á nokkrum stöðum verður þó notað í malar-
síur jarðstiflna.
Efni í þéttikjarna er helzt mórenan við jarð-
göngin frá 1962 og nokkrir smáfundir aðrir af
mórenu. Einnig er mögulegt að nota fokjarðveg,
en smávegis er enn eftir af honum á nokkrum
stöðum meðfram Þjórsá, en að öðru leyti hefur
hann að mestu fokið burt. Mórenan er mjög
hörð og vinnst varla án sprenginga og er það
höfuðgalli hennar. Fokmoldin inniheldur mikið
af ösku og vikri frá Héklu. Gerir þetta eðlis-
þyngd hennar mjög lága og eykur einnig vatns-
leiðni hennar.