Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 22
46 TlMARIT VFI 1966 ar á vegum raforkumálastjóra athuganir á virkj- un á þessum slóðum af Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen, Verklegum framkvæmdum og Almenna byggingafélaginu. Árið 1962 var banda- ríska verkfræðifyrirtækið Harza Engineering Company International, beðið að gera áætlanir um virkjun við Búrfell, en áður hafði firmað athugað vatnasvæði Hvítár og Þjórsár í heild, auk þess sem það vann að áætlun um virkjun Dettifoss o. fl. Hefur firmað unnið að undir- búningi fyrir virkjunina síðan. Geysimiklar rannsóknir og áætlanir hafa ver- ið gerðar til undirbúnings virkjunarframkvæmd- unum, s. s. landmælingar, kortagerð, rannsóknir á steypuefni og jarðvegi á Búrfellssvæðinu, o. fl. Umfangsmestu rannsóknirnar hafa þó verið jarð- fræðilegar athuganir og ísrannsóknir samfara líkanatilraunum af veitumannvirkjum virkjun- arinnar. Hin flókna jarðfræði við Búrfell hefur gert miklar boranir nauðsynlegar og hefur verið bor- að þar meira eða minna á hverju ári síðan 1961. Mest var borað 1962. Rúmlega 100 borholur hafa verið boraðar með borum, sem taka kjarna af berginu — samtals um 4 km að lengd. Auk þess hefur þykkt yfirborðslaga verið könnuð með mörg hundruð borholum. Vegna þessara miklu jarðborana er jarðfræði Búrfellssvæðis- ins nú óvenju vel þekkt og það þó miðað sé við virkjanir í löndum með háþróaða tæknimenn- ingu. Yfirgripsmiklar líkanatilraunir af veitumann- virkjum virkjunarinnar voru gerðar í rannsókn- arstöðinni „Vassdrags- og havnelaboratoriet“ í Þrándheimi, Noregi. Alls voru byggð þrjú líkön og hófst smíði fyrstu líkananna haustið 1964. Byrjað var að gera tilraunirnar í marz 1965 og var þeim að mestu lokið í ársbyrjun 1966. Mark- mið rannsóknánna var að finna hagkvæmast fyrirkomulag mannvirkja, sem tryggði, að hægt væri að skola ís og botnaur um stíflu, en taka jafnframt sem mest vatn til virkjunarinnar. Þessar tilraunir hafa borið góðan árangur. Virkjunarfyrirkomulag Búrfellsvirkjun er rennslisvirkjun og uppi- stöðulónið ofan við stíflu-mannvirkin er sára- lítið. Fyrir slíkar virkjanir er aðeins um þrjár leiðir að ræða til að leysa ísvandamálin: 1. Skilja ís frá vatni, fleyta ísnum yfir stíflu en veita vatninu til aflstöðvarinnar. 2. Láta bæði ís og vatn renna í gegnum hverfl- ana, og nýta þannig ísinn til orkuframleiðslu. 3. Minnka ísmyndunina í ánni t. d. með því að minnka kæliflöt árinnar. Þetta er þó ekki sjálfstæð lausn nema hægt sé að koma í veg fyrir alla ísmyndun. Veitumannvirki Búrfellsvirkjunar eru hönnuð þannig, að hægt verður að skilja ís frá vatni, fleyta ísnum yfir stíflu en nýta vatnið til orku- framleiðslu. Við fleytingu íssins yfir stíflú fer töluvert vatnsmagn til spillis einmitt þegar vatnsins er mest þörf til orkuframleiðslu. Hvað þetta snertir væri mjög æskilegt að láta ísinn fylgja vatninu gegnum hverflana og nýta hann þannig til orkuframleiðslu. Þetta er gert við nokkrar virkjanir hér á landi m. a. við Laxár- virkjanirnar. Hins vegar fylgir þessu rekstrar- fyrirkomulagi sú hætta að vatnsvegir stíflist af ís og stöðin verði óstarfhæf um lengri tíma. Það var því talið of áhættusamt að byggja rekstur stöðvarinnar á slíkum grundvelli. Eigi að síður eru vatnsvegir hannaðir þannig að hægt verð- ur að veita bæði ís og vatni til aflstöðvarinnar. Eins og áður er sagt, er aðallausn ísvandamál- anna, og það rekstrarfyrirkomulag sem nú er fyrirhugað, það að fleyta ísnum yfir stífluna, en veita vatni til aflstöðvarinnar. Auk þess er gert ráð fyrir ýmsum aðgerðum ofar í ánni til að minnka ísframleiðsluna. Fyrirkomulag virkjunarinnar er í höfuð- dráttum það, að vatni er veitt úr Þjórsá um skurði og jarðgöng norður fyrir Búrfell og yfir í Fossá. Vegalengdin frá stíflunni í Þjórsá að enda frárennsliskurðarins við Fossá er rúmlega 5 km. Á þennan hátt er hægt að ná 115 m hreinu falli gegnum vélarnar. Virkjað rennsli er 225 m!/sek eða um tveir þriðju hlutar meðalrennslis Þjórsár. Yfirföll á stíflum eru reiknuð fyrir 4000 m3/sek flóð. Vélasamstæður verða sex, hver með 35 MW afli. 1 fyrsta áfanga verða að- eins settar niður þrjár vélar með samtals 105 MW afli en síðar verður stöðin stækkuð upp í 210 MW. Fyrst í stað verður virkjunin hrein rennslisvirkjun, sem getur einungio nýtt það vatn, sem er á hverjum tíma í ánni. Við stækk- un virkjunarinnar er gert ráð fyrir að gera skurð með lokustíflu úr Þórisvatni norðan Vatnsfells, sem gerir kleift að veita vatni úr Þórisvatni yfir í Tungnaá, og jafna þannig aðrennslið til virkjunarinnar. Lýsing mannvirkja Fyrirkomulag mannvirkja er sýnt á mynd 3. Steypt verður 370 m löng stífla í Þjórsá norð- austan við Búrfell og hún tengd Sölvahrauni að austan og Skálarfelli að vestan með jarðstífl- um, sem eru samtals um 4,5 km á lengd. Yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.