Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Tölublað

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 39
TlMARIT VPl 1966 63 Tungnaárhrauna. Á 6. mynd er sýnd þróunar- saga vatnakerfis Suðurlands. Enn hélt eldvirknin áfram á Veiðivatnasvæð- inu og á næstu 4 þúsund árum runnu 5 stórir hraunstraumar niður sundið milli Búrfells og Sauðafells og einn fór um Rauðárskarð og þek- ur nú botn Þjórsárdals. Öll þessi hraun hafa byggt upp dalinn austan Búrfells þannig, að nú er hann um 100 m hærri en hann var í lok ís- aldar, og mynda hraunin fallið sem virkjað er við Búrfell. Vestan Búrfells rennur áin á sandinum, sem myndaðist í lok jökultíma og hefur grafið sig 5-10 m niður í hann. Eldvirknin inni á Veiðivatnasvæðinu hélt áfram eftir þetta, en ekki náðu þó hraungos niður að Búrfelli. Gosin breyttu nokkuð um svip og urðu meira sprengigos og gusu vikri og ösku. Ástæð- an er sennilega sú að mikið auðtekið jarðvatn var í hraununum, sem komin voru, og svo stífl- aðist Tungnaá af gosunum og rann inn að gos- stöðvunum. En í þessum síðustu gosum Veiði- vatnasvæðisins mynduðust Veiðivötn og Vatna- öldur. Tungnaár- og Þjórsárhraunin eru öll stórdílótt blágrýti og eru dílarnir feldspat kristallar. Eru þau mjög auðgreind frá öðrum hraunum hér um slóðir á þessum eiginleika og cinnig er hægt að greina þau sundur á því, hversu þéttir díl- arnir eru. Var dílaþéttleikinn minnstur fyrst, óx svo upp í hámark og minnkaði aftur, og yngstu eldstöðvarnar á Veiðivatnasvæðinu gusu næst- um dílalausri kviku. Þessi dílaeinkenni hafa mjög létt kortlagningu hraunanna, því í hverju gosi virðast dílaeinkennin haldast nokkuð vel, enda eru dílarnir myndaðir við storknun niður í kviku- þrónni áður en gaus. Jf.J/. HeJclugos. Annað gossvæði, sem mikil áhrif hefur haft á landmótun við Búrfell er Hekla og nágrenni, en hátindur Heklu er ekki nema 12 km frá há- tindi Búrfells. Eldvirknin í Heklu hefur þó verið mjög með öðrum hætti en á Veiðivatnasvæðinu, því Hekla gýs minni hraungosum en meiri ösku- gosum. Einnig eru gosefnin af breytilegri efna- fræðilegri samsetningu, allt frá blágrýti til líparíts. Sérstaklega hafa hin súrari gos verið mikil öskugos. Eitt hraun frá Heklusvæðinu hefur runnið inn á Búrfellssvæðið. Er það Sölvahraun, sem sést á í jaðri jarðfræðikortsins og mun nærri 2000 ára gamalt. Að öðru leyti hefur áhrifa Heklu fyrst og fremst gætt í öskufalli og auk þess eru Hekluöskulögin mjög mikilvæg til aldursákvörð- unar á hraunum og fleiru jarðfræðilegu frá eftir- jökultíma. Hekla hefur gosið síðustu 6-7000 árin á þann hátt, að 5 sinnum hafa orðið mikil líparít vikur- gos, sem hafa komið eftir nokkurra alda hlé á gosum. Á eftir fylgdu, með miklu styttra milli- bili, önnur minni gos með basiskari hraunkviku. Hin 5 líparít vikurgos eru nefnd H, til H;, með vaxandi aldri og er H, frá árinu 1104. Það er fyrsta Heklugosið, sem varð á sögulegum tíma. H;; er næst elzt og er nálægt 2800 ára gamalt, þá kemur Hj, sennilega öskustraumur fremur en loftborin aska, sem fór til suðurs frá Heklu og kemur því Búrfelli ekki við. Þá kom H4, sem er 4500 ára og loks H-, 6000 ára gamalt samkvæmt aldursákvörðunum með geislavirku kolefni. H:! og H., eru lang mestu vikurgosin og er H:1 á hraun- inu austan Búrfells um 7 m að þykkt og hefur öskufallið grafið þar skóg, sem vaxið hefur þar á þeim tíma. Svo ákaft hefur öskufallið verið, að trjábolirnir hafa ekki náð að brenna og falla heldur standa eftir holrúm í vikrinum, sem ná allt að 5 m upp fyrir botn vikurlagsins. í snert- ingu við vikurinn hafa trén kolazt og eru viðar- kolaleifar víða í holunum. Voru þesskonar viðar- kol notuð til aldursákvörðunar á vikurlaginu. Öskulögin H;[ og H4 mynda fyrst og fremst skriðurnar við Búrfell og Sámsstaðamúla, en þær eru víða mjög þykkar eða 20-30 m. H, er öskulagið, sem eyddi byggðinni í Þjórsárdal. Síð- an 1104 hafa orðið um 15 gos í Heklu auk fjöl- margra smágosa í nágrenni hennar, en þar hef- ur nú undanfarna öld verið gos að jafnaði á um 34 ára fresti annað hvort í sjálfri Heklu eða í nágrenni hennar. 5. Tíðni eldgosa og áhætta tengd þeim. Þar sem hér hefur verið rætt nokkuð um upp- byggingu jarðlaga á tímanum eftir ísöld af völd- um jarðelda, þykir mér rétt að ræða örlítið þá áhættu að virkja á landi, sem er að verða til, bók- staflega talað. Ekkert bendir til þess, að nein breyang hafi orðið á þannig, að myndunartím- anum sé lokið og gosin því hætt að byggja upp landið. Tjón, sem gos geta valdið eru þrennskonar: 1) af völdum vatnsflóða, 2) af völdum hraun- flóða og 3) af völdum öskugosa. Vatnsflóð verða fyrst og fremst við það, að gos verða undir jökli. Ekki er vitað um flóð í Þjórsá af völdum gosa, en ef þau hafa átt sér stað hafa þau ekki verið að ráði stærri en önn- ur flóð í ánni þannig, að ekki er ástæða til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað: 3-6. tölublað (01.12.1966)
https://timarit.is/issue/348444

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-6. tölublað (01.12.1966)

Aðgerðir: