Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 54

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 54
78 TlMARIT VFl 1966 4. Notkun sem burðarefni t. d. fyrir skordýra- eitur, nítróglyserín og acetylen. 5. Sem hjálparefni í málningu og lökkum. 6. Til húðunar á áburði. 7. Sem burðarefni fyrir hvata og í steininn á eldspýtum. 8. Sem slípi- og fægiefni. 9. Sem síunarefni. Heimsframleiðslan á kísilgúr er nú talin vera um 1,5 milljón tonn. Af því framleiða Banda- ríkin 500.000 tonn, Ráðstjórnarríkin um 350 þús, Danmörk 200 þús., Frakkland 150.000 og Þýzka- land um 100.000 tonn. Önnur ríki framleiða mun minna og flest engan kísilgúr. Nú skulum við aftur skipta fyrrnefndum notk- unarflokkum niður í tvær deildir, þ. e. ódýran, lítið unnin gúr, og verðháan og mikið unninn gúr. 1 fyrri flokkinn fellur þá eindregnast gúr til einangrunar og áburðarhúðunar og í þann seinni síunarefni. 1 öðrum tilvikum fer verðið mjög eftir hæfni gúrsins. Markaðskönnun okkar leiddi snemma í Ijós, að kísilgúr framleiddur í Evrópu var mestmegn- is notaður til áburðarhúðunar og í einangrun, en að síunarefnaframleiðslan var sáralítil. 1 Banda- ríkjunum var þessu hins vegar þannig háttað, að um helmingur heildarframleiðslunnar var síunar- gúr og verulegt magn af þeim gúr var selt til Evrópu. Jafnframt þessu sýndu athuganir hér, að ósennilegt þótti, að við gætum flutt út gúr í lágum verðflokkum vegna hárra farmgjalda. 1 himnn hærri verðflokkum er síimargúrinn hins vegar sá þáttur, sem verður að vera megin- framleiðslan. Þannig stendur á því, að við höf- nm nærri eingöngu lagt síunargúr til grimdvall- ar gagnvart framleiðslu við Mývatn í 10 undan- farin ár. Á þeim tíma, sem við byrjuðum, voru það að- eins tvö fyrirtæki í Evrópu, sem fram- leiddu nokkuð teljandi magn af síun- argúr og svo er enn með Vestur- Evrópu. Þau munu nú framleiða til samans 25—40 þús. tonn af síunargúr. Hins vegar hefir markaður fyrir síun- argúr aukizt mjög ört þarna á þessum tíu árum og er hann nú 80—100.000 tonn. Mismunurinn mun mestmegnis vera fluttur inn frá Bandaríkjunum. I Bandaríkjunum munu framleidd um 250.000 tonn af síunargúr nú og gizka má á að öll heimsframleiðslan sé 300—350 þús. tonn. Hugmyndin er að framleiðslan við Mývatn nái 24.000 tonnum eftir nokkur ár og nái 30.000 tonnum með fyllstu nýtingu véla. Þetta takmark á sér að sjálfsögðu mikinn að- draganda því að til skamms tíma var gert ráð fyrir, að verksmiðjan ynni 10—12.000 tonn. Hins vegar fannst við áætlunargerð, að tvöföld afköst aðalvinnslusamstæðunnar höfðu sáralítil aukafjárútlát í för með sér, og að lokum opnað- ist öruggur markaður fyrir allt þetta með með tilkomu Johns-Manville, svo að nú er takmarkið það, sem greint var frá, innan nokkurra ára. Síunargúr Nú vil ég minnast örlítið á síunarefni út frá almennu sjónarmiði. Þau eru yfirleitt ekki not- uð nema þar sem síun er erfiðleikum bundin, eins og t. d. ef óhreinindin í vökvanum eru slímkennd. Slík óhreinindi stífla fljótt venjulegan síudúk. Þegar síunarefni eru notuð, eru þau sjálf hin eiginlega sía. Síudúkurinn eða síunetið er notað, í þessu tilfelli, aðeins til þess að síunarefnin geti hlaðizt á dúkinn eða netið, en möskvastærð skipt- ir ekki máli, svo fremi að síunarefnin sjálf fari ekki í gegn. Nú eru síunarefni notuð aðallega á tvennan hátt. 1 fyrsta lagi má blanda þeim saman við þann vökva, sem á að sía, og hlaðast þau þá á netið um leið og vökvinn fer í gegn. 1 öðru lagi má byggja upp þykkt lag af þeim í hverfisog- síum og skafa síðan hið óhreina yfirborð af jafn- skjótt og þörf er á. Nú er kísilgúr ekki hið eina síunarefni, sem notað er. 1 sumum tilfellum má nota asbest, við- arkvoðutrefjar, þanirm bikstein og fleira. Hins vegar er ekkert síunarefni á markaðiniun, sem er svo jafnhliða sem kísilgúr, og mun meira er notað af honum en öllum öðrum síunarefnum til samans. Til þess að mæta mismunandi kröfum, er fram- Mynd 2. KísilgúrverksmiSjan. TJtlitsteikning af verksmiSjunni og umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.