Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 48
72
TÍMARIT VFl 1966
Bortími á umferð og boraðan metra er næsta
línurit og þar næsta er útmokstur á umferð og
rúmmetra. Þessi línurit eru mjög lík með topp
frá sandkenndu mórenunni þangað til norski
verkstjórinn kom. Honum tókst að auka borhrað-
ann meira en útmoksturshraðann.
Efsta línuritið sýnir hleðslu, útblástur og ann-
að, sem ekki fellur undir neitt þeirra atriða, sem
þegar er upptalið. Hleðslulínuritið er mjög svip-
að og bor- og útmoksturslínuritin. Litlar sveifl-
ur eru á útblásturslínuritinu. Útblásturstíminn
er mestur snemma, nær svo lágmarki og vex svo
jafnt og þétt eftir því sem innar dregur. ,,Ann-
að“ hefur tvo toppa. Er annar þegar verið er að
gera tilraunir með sprengiefni en hinn þegar
reynt var að auka inndrift inni í andesitinu, en
það gaf mjög slæma raun. Norska verkstjóran-
um, Olav Töndervold, tókst að minnka tímann,
sem fór í „annað“ mjög verulega, eða niður í 2
tíma frá því að hafa verið yfirleitt 4 tímar.
Hætt var við tilraunagöngin þegar þau voru
orðin 258 m löng, enda var þá útséð um, að þau
mundu ekki verða búin fyrir þann tíma, sem ætl-
að var að skila áætlun um virkjunina. Ástæðuna
til þess, að ekki tókst að ná tilskildum gangi, tel
ég liggja í töfum vegna vatnsaga og því að berg-
ið leyfði ekki nema mjög litla inndrift á hverja
umferð. Gangurinn var beztur í mórenunni utan-
til eða allt upp í 4 m á dag. Hefði sú hagræðing,
sem fylgdi komu Olavs Töndervolds verkstjóra
verið komin, þá hefði þar mátt ná upp undir 6
m hraða á dag með 2.4 m inndrift. En með þeirri
inndrift sem möguleg var í andesitinu hygg ég
að 6 m áætlunin hafi alls ekki verið raunhæf.
9. Aðstæður á stöðum helztu mannvirkja.
Stíflustæðið er á hraununum, sem runnið hafa
á eftirjökultíma. Aðstæður eru þannig, að Þjórsá
rennur í þéttum stokk, sem aurburður árinnar
hefur þétt. Langt út frá ánni á báða vegu hefur
einnig borizt mikill leir úr ánni út í hraunið. 1
efra borði hraunsins er, auk leirsins úr ánni,
mikið um eldfjallaösku og vikur aðallega úr
Heklu. Saman við þetta er blandað hraunmolum
alveg upp á yfirborð. Hraunmolarnir eru senni-
lega frostlyftir. Þetta yfirborðslag er yfirleitt
nokkrir metrar á þykkt og tekur þá við hið
massiva hraun með mjög ójöfnu yfirborði. Jarð-
vatn er lítið í yfirborðslaginu, en niður við botn
fyrsta hrauns kemur í jarðvatn. Er það venjulega
10-12 m fyrir neðan vatnsborð árinnar og hefur
hún engin áhrif á það. Undir fyrsta hraunlagi,
sem er venjulega um 18 m að þykkt, að með-
töldu lausa yfirborðslaginu, kemur millilag úr
sandi og vikri eða þar sem annað hraun er undir,
nákvæmlega eins lag og yfirborðslag efsta
hraunsins.
Ekki er þess að vænta, að neinn verulegur leki
verði í gegnum hraunið og sá leki, sem í fyrstu
kann að verða, mun hverfa mjög fljótt vegna
þéttingar af aurburði árinnar. Þar sem lekaleiðir
eru stytztar var talin þörf að þétta millilag vegna
hættu á grefti þess við aukinn jarðvatnsþrýsting.
Verður þar gert þéttitjald niður í gegnum milli-
lag, en að öðru leyti mun stíflan byggð á þéttu
efsta hrauni.
9.2 Jarðgöng.
Aðrennslisgöng virkjunarinnar hggja í blá-
grýti og blágrýtisbreksíu myndaðri á lagamót-
um. Hvert blágrýtislag er venjulega um 10 m
að þykkt með breksíunni og hallar lítið eitt til
suðausturs. Þar eð göngunum hallar til suðvest-
urs skera þau nokkur lagamót. Einnig munu
göngin liggja í gegnum 2 sprungur. Blágrýtið
er með tvennskonar stuðlun, grófa og reglulega
stuðlabergsstuðlun og óreglulega og miklu þétt-
ari stuðlun, sem við köllum kubbabergsstuðlun.
Bæði stuðlabergið og kubbabergið mundi sam-
kvæmt Karl Terzaghi teljast mjög þéttsprungið
berg og þurfa mikla styrkingu. Svo er nú samt
ekki. Sprungufletir stuðlabergsins liggja þétt
saman og eru svohtið bylgjaðir þannig, að hreyf-
ing getur ekki orðið eftir þeim án þess að brjóta
massivt berg. Stuðlamir eru sem sagt mjög vel
læstir saman. Kubbabergið hefur yfirleitt smærri
og óreglulegri stuðla. Það er því einnig læst saman
á svipaðan hátt auk þess sem það fær styrkleika
á því, að stuðlarnir em að heita má vafðir saman.
Hvelfingar standa því ágætlega bæði í kubba-
bergi og stuðlabergi, en hægara er að forma
.livelfingar í kubbabergi.
Breksían á lagamótum hefur allt aðra jarð-
tæknilega eiginleika eins og þegar fékkst reynsla
af í tilraunagöngunum 1962. Breksían springur
mjög iha og steinar eru oft hálflausir í milli-
massanum þannig, að hún borast og hleðst illa.
Það sem samsvarar stuðlun blágrýtisins finnst
varla og má næstum kalla bergið massivt með
tilliti til þess. Það virðist standa vel í hvelfing-
um en þörf er á að verja það gegn vatnsgrefti.
9.3 Stöðvarhús.
Stöðvarhús virkjunarinnar er aðallega í mó-
bergi, einkum þeirri gerð þess, sem nefnist
tuff. Einnig reyndist vera kerfi af blágrýtisgöng-
um þar. Tuffið er mjög vel samlímt, enda er