Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 35

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 35
TlMARIT VFl 1966 59 Mynd 5. Jarðfræðikort af Sámsstaðamúla. 1: Þykkar vikurbreiður í Bjarnalækjarbotnum; 2: Óseyrasandur frá lokum jökultíma FG; 3: Mórena frá síðasta jökultíma; 4: Sámsstaðaklifsblá- grýti; 5: Búrfellsbólstraberg BP; 6, 7, 8 og 9: Sámsstaðamúlamyndanir; 6: Blágrýti; 7: Skriðu- berg; 8: Sandsteinn; 9: Móbergsmyndun; 10: Eldri Búrfellsmyndun; 11: Borholur; 12: Sprungur. Figure 5. Geological map of Sámsstaðamúli. 1: Thick pumice flats at Bjarnalækjarbotnar; 2: Finiglacial delta sand FG; 3: Moraine from last glacial; 4: Sámsstaðaklif Basalt Formation SB; 5: Búrfell Pillowlava Formation BP; 6, 7, 8 and 9: Sámsstaðamúli group SM; 6: Basalt; 7: Talus Breccia; 8: Sandstone; 9: Tuff, Breccia and Pillowlava; 10: Older Búrfell Formation OB; 11: Boreholes; 12: Faults. sem fyrir voru. Dalur myndaðist þá þar sem nú er Sámsstaðamúli og einnig undir miðhluta Búrfells. Vel má vera, að jöltull hafi verið með- virltandi við gröft þessara dala, þótt engin bein sönnun sé fyrir því. Báðir þessir dalir fylltust af jarðlögum. I Búrfelli er mikið um ýmiskonar setmyndanir og móberg. Meðal setmyndana þar er hvarfleir, sem myndast oft af framburði jökulvatna í ferskt vatn og vitnar alltaf um sterka árstíða- sveiflu í loftslagi með lítið rennsli á vetrum. Má sennilega túlka hvarfleirinn í Búrfelli sem merki um, að ísöld hafi verið á næstu grösum og senni- lega hafa jöklar þá verið á hálendi landsins. Þegar leitað var hentugs stöðvarhússvæðis austan í Búrfelli var borað í gegnum hvarfleir- inn, og útilokaði það gjörsamlega að hafa stöðv- arhús þar. í Sámsstaðamúladalnum verður í fyrstu svip- uð þróun nema hvað þar má rekja söguna með miklu meiri nákvæmni vegna hinna mörgu djúp- borana þar. Jarðfræðikort af Sámsstaðamúla er á 5. mynd. Elztu lögin í dalnum eru setlög, að mestu leyti tuffsandur og méla, sem setzt hafa til í vatni eða sjó og móbergsmyndun, sem orðið hefur til við gos í vatni eða undir jökli. Hefur þá gossprunga verið virk á þeim stað, þar sem stöðvarhúsið við Búrfell er nú að rísa, því það stendur einmitt á þessu móbergi. Þetta móberg kemur hvergi fram á yfirborðinu, en gamalt, fornlegt móberg er að finna bæði sunnan við í Búrfelli og norðan við í Skeljafelli, og gæti það verið frá þessu sama gosi. Setlögin koma aftur á móti fram í gilskorningum í vestanverðum Sámsstaðamúla. IJt með hlíðum eldri Búrfells- myndunar er að finna völur í sandinum, sem benda til nálægðar hlíðarinnar, því völur þessar eru gjarnan úr þeim bergtegundum, sem mest einkenna eldri Búrfellsmyndunina. Ofar verður svo völubergið meir og meir ráð- andi og því grófara og kanntaðra sem ofar dreg- ur. Er þá komið upp í skriður hlíðarinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.