Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 35
TlMARIT VFl 1966
59
Mynd 5. Jarðfræðikort af Sámsstaðamúla. 1: Þykkar vikurbreiður í Bjarnalækjarbotnum; 2:
Óseyrasandur frá lokum jökultíma FG; 3: Mórena frá síðasta jökultíma; 4: Sámsstaðaklifsblá-
grýti; 5: Búrfellsbólstraberg BP; 6, 7, 8 og 9: Sámsstaðamúlamyndanir; 6: Blágrýti; 7: Skriðu-
berg; 8: Sandsteinn; 9: Móbergsmyndun; 10: Eldri Búrfellsmyndun; 11: Borholur; 12: Sprungur.
Figure 5. Geological map of Sámsstaðamúli. 1: Thick pumice flats at Bjarnalækjarbotnar; 2:
Finiglacial delta sand FG; 3: Moraine from last glacial; 4: Sámsstaðaklif Basalt Formation
SB; 5: Búrfell Pillowlava Formation BP; 6, 7, 8 and 9: Sámsstaðamúli group SM; 6: Basalt;
7: Talus Breccia; 8: Sandstone; 9: Tuff, Breccia and Pillowlava; 10: Older Búrfell Formation
OB; 11: Boreholes; 12: Faults.
sem fyrir voru. Dalur myndaðist þá þar sem
nú er Sámsstaðamúli og einnig undir miðhluta
Búrfells. Vel má vera, að jöltull hafi verið með-
virltandi við gröft þessara dala, þótt engin bein
sönnun sé fyrir því. Báðir þessir dalir fylltust
af jarðlögum.
I Búrfelli er mikið um ýmiskonar setmyndanir
og móberg. Meðal setmyndana þar er hvarfleir,
sem myndast oft af framburði jökulvatna í
ferskt vatn og vitnar alltaf um sterka árstíða-
sveiflu í loftslagi með lítið rennsli á vetrum. Má
sennilega túlka hvarfleirinn í Búrfelli sem merki
um, að ísöld hafi verið á næstu grösum og senni-
lega hafa jöklar þá verið á hálendi landsins.
Þegar leitað var hentugs stöðvarhússvæðis
austan í Búrfelli var borað í gegnum hvarfleir-
inn, og útilokaði það gjörsamlega að hafa stöðv-
arhús þar.
í Sámsstaðamúladalnum verður í fyrstu svip-
uð þróun nema hvað þar má rekja söguna með
miklu meiri nákvæmni vegna hinna mörgu djúp-
borana þar. Jarðfræðikort af Sámsstaðamúla er
á 5. mynd. Elztu lögin í dalnum eru setlög, að
mestu leyti tuffsandur og méla, sem setzt hafa
til í vatni eða sjó og móbergsmyndun, sem orðið
hefur til við gos í vatni eða undir jökli. Hefur
þá gossprunga verið virk á þeim stað, þar sem
stöðvarhúsið við Búrfell er nú að rísa, því það
stendur einmitt á þessu móbergi. Þetta móberg
kemur hvergi fram á yfirborðinu, en gamalt,
fornlegt móberg er að finna bæði sunnan við í
Búrfelli og norðan við í Skeljafelli, og gæti það
verið frá þessu sama gosi. Setlögin koma aftur
á móti fram í gilskorningum í vestanverðum
Sámsstaðamúla. IJt með hlíðum eldri Búrfells-
myndunar er að finna völur í sandinum, sem
benda til nálægðar hlíðarinnar, því völur þessar
eru gjarnan úr þeim bergtegundum, sem mest
einkenna eldri Búrfellsmyndunina.
Ofar verður svo völubergið meir og meir ráð-
andi og því grófara og kanntaðra sem ofar dreg-
ur. Er þá komið upp í skriður hlíðarinnar og