Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 57

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 57
TlMARIT VFl 1966 81 Mynd 7. Verksmiðjan I byggingu haustið 1967. Á myndinni sést talið frá vinstri: Olíugeymirinn með leðjuþróna í baksýn, þá verksmiðjugrunnurinn, sem hafði verið steyptur, tækjaturn, sekkjunar- og geymslu- hús og lengst til hægri bygging fyrir skrifstofur, rann- sóknir og mötuneyti. með vissri gerð af cyclónum, og loks sekkjað. Hinn þurri hluti vinnslunnar við Mývatn mun hafa 24 þúsund tonna afkastagetu frá byrjun og raunar 30 þús. tonna með fyllstu nýtingu eins og fyrr var greint frá. Hins vegar verða síu- og þurrkaraafköst minni nú fyrst í stað og er hugs- unin sú að bæta við samhliða vélasamstæðum í þennan hluta, eftir því sem markaðurinn gefur tilefni til. Þessi verksmiðja, sem verið er að reisa við Mývatn, er í veigamiklum atriðum frábrugðin öðrum sem reistar hafa verið. 1 fyrsta lagi er námuvinnslan sjálf. 1 öðru lagi flutningur hrá- efnisins frá námu að verksmiðju. I þriðja lagi hráefnisgeymslan við verksmiðju. I fjórða lagi síunin og vökvasandskiljm-. I fimmta lagi er þurrkunin með nýjrnn hætti, þar sem notuð er gufa í stað olíuhitaðs lofts, og önnur gerð þurrk- ara. 1 sjötta lagi er svo lokavinnslan með nokkuð öðrum hætti. Þessi sérstaða verksmiðjunn- ar stafar bæði af aðstæðum við Mývatn og af tæknilegri þróun í gerð þessara mannvirkja. Svo hefir viljað til, að auk þeirra rannsókna, sem hér hafa verið gerðar, styðst bygging þessarar verksmiðju beint við reynslu nærri alls kísilgúr- iðnaðarins, auk reynslu þeirra verkfræðinga, sem teiknuðu. Allar þær kísilgúrverksmiðjur aðrar, sem mér er kunnugt um að framleiði nú kísilgúr, taka hann úr námum á þurru landi, og fer námugröft- urinn venjulega fram í opnum námrun. Ruðning- ur er oft 6 hlutar á móti hverjum einum, sem not- aður er, og allt þarf þetta að flytjast burtu á vélknúnum tækjum, ruðningur á afvikinn stað og hráefnið oft langa vegalengd að verksmiðj- unni. Þessir liðir í kísilgúrvinnslunni eru venju- lega dýrir, því fyrir hvert tonn af unninni vöru þarf venjulega 4—5 m3 af hráefni og ruðningur- inn er ennþá meiri eða oft 25—30 m3 á tonn. Þetta er allt leyst með dælingu fyrir norðan, og verður hráefnisöflun því væntanlega hlutfalls- lega ódýrari en annars staðar er. Þessu fylgja líka þeir kostir þar, að unnt er að koma við vökvasandskiljum og þar að auki er ekkert ryk samfara þeirri tilfærsluaðferð, sem notuð er þar. Ókosturinn er hins vegar sá, að nauðsynlegt er að sía mestan hluta vatnsins burtu. Þetta virð- ist þó ekki það kostnaðarsamt eða erfitt, að það vegi upp á móti kostum dælingarinnar. Ég hygg því, að það hafi verið okkur lán, að Mývatns- gúrinn var undir vatni, úr því að við gátum leyst þau vandamál, sem þróun tækni þar að lútandi krafðist. Þurrkunin fer að sjálfsögðu fram með gufu aðeins vegna þess, að jarðgufan fæst þarna mun ódýrari en ef um olíu væri að ræða. í sambandi við þetta hafa komið fram margar spurningar og sumum þeirra mun ekki fullsvarað fyrr en að rekstri kemur. Það eru raunar þrátt fyrir allt fjölda mörg smáatriði í sambandi við allan þann hluta verksmiðjunnar, sem við köllum vota hlut- ann, sem verður efalítið að fá reynslu á jafnóð- um og verksmiðjan eykur afköst sín. Rekstur þessarar verksmiðju fyrstu árin verður því tæknilega séð mjög vandasamur, og þó sérstak- lega, þegar tekið er tillit til þess, að auk nýrra aðferða við vinnsluna krefst framleiðslan mikill- ar nákvæmni í eðli sínu. Kröfur til eiginleika síunargúrsins kunna líka að breytast og starf- semin að aukast. Hér mun því mikil þörf fyrir árvaka menn um langa framtíð. Ég held að varla geti farið hjá því, að þessi verksmiðja verði nokkuð mikilvæg efnahagslega fyrir okkur eins og án efa verður bent á af síðari ræðumanni. Hins vegar vil ég líka benda á, að verksmiðjan er tæknilega mikilvæg fyrir okkur. 1 fyrsta lagi er þetta byrjun á notkun verulegs magns af jarðgufu í iðnaði hér og mimum við mikið af því læra. 1 öðru lagi mim af þessu leiða mikið aukna kunnáttu í jarðefnaiðnaði hér á landi. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim öllum, sem ég hefi unnið með að framgangi þessa máls. Mig hefir raunar oft undr- að hvað heppið þetta málefni hefir verið að öðl- ast stuðning og starfskrafta svo margra hinna færustu og beztu manna, bæði hér heima fyrir og annars staðar. Þetta hefir orðið mér til mikill- ar ánægju og megi hið unga fyrirtæki lengi njóta starfanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.