Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Qupperneq 20
44
TÍMARIT VPl 1966
1. mynd. Isskrið í Þjórsá við Búrfell.
ar kæliflöt árinnar og þar með ísmagnið. Hin
breytilega íslenzka veðrátta veldur því, að þessi
ísbrynja fær sjaldan að standa lengi. Stór hluti
árinnar er þess vegna oftast óvarinn fyrir frosti
og vindum.
Ismyndunin er mest þegar norðan rok með
hörkufrosti skellur á ána auða. Is myndast þá
hvar sem vatn er að finna. 1 hverjum læk og í
hverri á safnast ís fyrir í farveginum í mis-
munandi myndum, og víða myndast stærri og
smærri ísstíflur. Þessi ummyndun vatns í ís,
sem að nokkru leyti verður eftir í farveginum,
ásamt vatnssöfnun bak við ísstíflur, veldur því,
að rennslið minnkað verulega. Á sama tíma er
mikið ísskrið í ánni. Þó frost haldist, kemst
rennslið í eðlilegt horf strax og jafnvægi hefur
myndazt í ánni. Jafnframt minnkar ísskriðið
vegna minnkunnar á kælifleti árinnar. Ástandið
er því verst fyrstu einn eða tvo dagana eftir
veðrabrigðin. Þær áætlanir og athuganir, sem
gerðar hafa verið á krapamagninu, benda til
þess að það geti orðið allt að 15 t/sek af hrein-
um ís. Þetta mundi jafngilda 40—50 m3/sek af
lauspökkuðum ískrapa. Þegar þess er gætt að
ísskriðið er hvað mest á sama tíma og rennslið
er lítið, er hægt að gera sér grein fyrir þeim
tæknilegu erfiðleikum sem við er að etja.
Á nokkrum stöðum í Þjórsá safnast ísinn fyrir
og myndar stóra ísbunka. Þekktustu staðirnir
eru neðan við Urriðafoss og neðan við Búrfell.
Geysimikið magn safnast fyrir á báðum þessum
stöðum. Athuganir á síðustu árum sýna að rúm-
mál ísbunkans neðan við Búrfell getur skipt tug-
um milljóna teningsmetra.
Búrfellssvœðið
Norðan og austan við Búrfell rennur Þjórsá
á hrauni í breiðum en grunnmn farvegi, unz
hún fellur í fossinum Tröllkonuhlaupi í gljúfur,
sem mynda sveig um suðurenda Búrfells. 1 þeim
rennur áin um flúðir og fossa og er Þjófafoss
þeirra mestur. Skammt fyrir neðan hann kemur
áin úr gljúfrunum vestan Búrfells, breiðir úr
sér til vesturs, en rennur þvínæst til suðvest-
urs, með sem næst sömu stefnu og frá upp-
tökum. Á leið sinni um Búrfell fellur Þjórsá um
120 m. Mynd 2 er loftmynd af Búrfellssvæðinu.
Búrfellssvæðið er mjög fjölbreytilegt að jarð-
myndunum. Milli Búrfells og Sauðafellsöldu
hafa sjö Þjórsárhraun runnið, en milli hraun-
laganna eru misþykk lög af vikri og sandi. Ytri-
Rangá, sem á upptök sín á þessu svæði, renn-
ur milli Sauðafellsöldu og Þjórsárhrauna að
austanverðu, en Bjarnalækur milli Búrfells og
hraunanna að vestan. Ofan við Tröllkonuhlaup
rennur Þjórsá miðsvæðis á efsta hraunlaginu,
og er vatnsborð hennar þar talsvert hærra en
ánna til beggja handa. Fossinn brýtur ánni far-
veg niður úr fyrsta hraunlaginu. Við Þjófafoss
fellur áin fram af þriðja hraunlaginu og í gegn-
um það og fjórða hraunlagið. Hraunin eru
yngstu jarðmyndanir við Búrfell, en áður en