Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Tölublað

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Blaðsíða 31
TlMARIT VFI 1966 55 Borun á efra stíflustæði og í skurðstæðum 47 holur 790 m. Borun í Sámsstaðamúla 25 holur 2833 m Borro-borun um allt svæðið 270 holur 1630 m. Rannsóknarjarðgöng, 258 m löng. 1963 Borun á stíflu og skurðstæðum 2 holur 76 m. 1964 Borun í stöðvarhússstæði 14 holur 454 m. Borun á stíflu- og skurðstæðum 2 holur 30 m. Borro-borun 144 holur 943 m. Jarðsveiflumælingar á stíflustæði. 1965 Borun á jarðgangaleið 3 holur 183 m. Borun í stíflu- og skurðstæði 12 holur 239 m. Borro-borun í Rauðárstíflustæði og á vinstri bakka 95 holur 450 m. 1966 Borun í jarðgangaleið 3 holur 240 m. Borun í skurðstæðum 4 holur 80 m. Borro-borun í skurð- og stíflustæðum 40 holur 160 m. ingin styðst aðallega við kísilsýrumagn í bergi. Berg er kallað basiskt, þegar kísilsýrumagn er rétt um eða innan við 50%. Svo er um grá- grýti, blágrýti og venjulegt móberg, einnig flest hraun runnin eftir ísöld, því að þau eru flest blágrýti eða grágrýti. Þegar kísilsýrumagn er um 55-60% kallast það hálfsúrt berg. Er hér notað samheitið ande- sit um það, en til er fjöldinn allur af öðrum nöfn- um á hálfsúru bergi. Líparít er súrt berg og hef- ur um 70% kísilsýru. Kornastærð kemur mjög til álita við kortlagningu molabergs, en varla í sambandi við íslenzkar gosbergtegundir. Yfir- leitt er bergið mjög fínkornótt, en í því eru þó oft stærri feldspat kristallar. Grágrýti er aftur á móti svo grófkornótt, að greindir verða með berum augum flestir kristallar. Þannig er það um grágrýtið í Reykjavík og einnig það sem merkt er grágrýti á meðfylgjandi jarðfræðikorti. Mun- urinn á blágrýti og grágrýti liggur í kornastærð- inni fyrst og fremst og fær grágrýtið nafnið af hinu hrjúfa broti, sem gefur því gráa litinn. Þessi skilgreining er að sjálfsögðu nokkuð álitamál, og hefur nokkuð gætt ofnotkunar á grágrýtisnafn- Nú er því búið að bora 128 kjarna- holur á svæðinu sem eru samanlagt 5924 m að lengd og 620 Borro-holur samanlagt 3580 m. 2. Lýsmg helztu bergtegunda og uppruni þeirra. 2.1 Yfirlit yfir kortaeiningar. Á meðfylgjandi jarðfræðikorti, 3. mynd, eru sýnd helztu jarðlög við Búr- fell. Kortaeiningarnar eru: Blágrýti, grágrýti, andesit, líparít, móberg og molaberg. Þessar bergtegundir eru oft- ast kallaðar berggrunnur, því að þær eru ekki yngri en frá síðustu ísöld. Til viðbótar eru tvær jarðgrunnskortaein- ingar: Hraun runnin eftir ísöld og sand- ur og önnur set, sem mynduðust í þykk- um lögum á Suðurlandi i lok síðustu ísaldar. Myndanir þessar eru allar gos- berg nema molaberg og sandurinn frá ísaldarlokum. 2.2 Gosberg. Gosbergi er skipt í hinar ýmsu ein- ingar eftir efnasamsetningu, korna- stærð, myndunarmáta og aldri. Skipt- Mynd 2. Þjófafoss. Áin steypist hér fram af þriðja elzta, Tungna- árhrauni og niður á nœst elzta eða elzta hraunið. 1 bakkanum á móti eru mest áberandi stuðlar yngsta hraunsins en undir því er Hekluaska 4500 ára gömul. — Ljósmynd Páll Jónsson. Figure 2. Thjófafoss. Thjórsá plunges down from the third oldest Tungnaá Lava Flow down to the second oldest or the oldest lava flow. Across the river the columnar jointing of the youngest lava flow is most prominent but under it is an ash layer from the volcano Hekla 4500 years old.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0371-8131
Tungumál:
Árgangar:
70
Fjöldi tölublaða/hefta:
349
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1916-1985
Myndað til:
1985
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Verkfræðingafélag Íslands (1916-1985)
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað: 3-6. tölublað (01.12.1966)
https://timarit.is/issue/348444

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3-6. tölublað (01.12.1966)

Aðgerðir: