Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1966, Page 61
TlMARIT VFl 1966
85
námuna, utan netalaga, og hefur auk þess haft
alla forgöngu um undirbúning að framkvæmd-
um og um fyrri vísindastarfsemi á þessu sviði.
Að öllu þessu athuguðu þótti rétt, að ríkið ætti
51% í verksmiðjunni og réði þar með meiri hluta
stjórnar, sem skyldi vera kosin af Alþingi.
1 lögum um kísilgúrverksmiðjuna sem sam-
þykkt voru á Alþingi vorið 1966, en höfðu áður
verið samþykkt í svipuðu formi, er lagt fyrir
ríkisstjórnina að beita sér fyrir stofnun hluta-
félags til að reisa og reka kísilgúrverksmiðju við
Mývatn. Er því síðan lýst, hvernig fjármögnun
skuli hagað, og að ríkið skuli eiga 51% hluta-
f jársins, en að erlendum aðilum skuli boðin þátt-
taka í félaginu með allt að 49% eignaraðild,
nema að því leyti, sem sveitarfélög norðanlands
kaupi hlutabréf í verksmiðjunni. Þá eru ákvæði
um skattgreiðslu, bæði framleiðslufélagsins og
sölufélagsins á Húsavík.
Samningarnir við Johns-Manville voru undir-
ritaðir 13. ágúst sl. Þar með var lokið löngu
samningaþófi, og tel ég samningana í heild mjög
hagkvæma fyrir Islendinga. Samninganefndina
skipuðu: Magnús Jónsson, f jármálaráðherra, sem
var formaður, dr. Jóhannes Nordal, Seðlabanka-
stjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður, og Pét-
ur Pétursson, en iðnaðarmálaráðherra, Jóhann
Hafstein, hafði yfirumsjón með samningagerð-
inni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Helztu samningarnir við Johns-Manville eru
þrír. Aðalsamningur, sölusamningur og tækniað-
stoðarsamningur. Skal ég nú með örfáum orðum
reyna að gera lítillega grein fyrir innihaldi þess-
ara samninga. Mörgu verður þó að sleppa.
Aðalsamningurinn er á milli ríkisstjórnar Is-
lands og Johns-Manville Corporation, New York.
Hann er byggður á lögunum um verksmiðjuna
og felur í sér öll aðalatriði væntanlegrar sam-
vinnu. Hann gildir eins og hinir samningarnir í
20 ár frá þeim tíma, sem framleiðsla telst hef j-
ast, sem væntanlega verður 1. október 1967.
Fyrst ræðir um tilgang félagsins og stjórnar-
skipun, en í stjórninni skulu vera 5 menn, þrír
kosnir af Alþingi, en tveir tilnefndir af Johns-
Manville. Þá er hér ákvæði um, að framkvæmda-
stjóri Kísiliðjunnar skuli vera íslenzkur ríkis-
borgari, ráðinn með samþykki beggja stofnenda.
Þetta þýðir í reynd, að allir þurfa að vera sam-
mála um ráðningu þess manns. Er það raunar
eðlilegt, þegar haft er í huga, að Johns-Manville
ber ábyrgð á framleiðslugæðunum.
Næst ræðir um f járhagslega uppbyggingu fyr-
irtækisins. Um hlutafjárupphæð og lánsfé, en
það er fengið þannig:
IHC í Hollandi (v/dælupramma)
1 Kanda (fyrir verkfræðikostnað)
Hambros banki (v/vörukaupa) ____
Ex-Im bankinn (v/vörukaupa) ......
Johns-Manville .................
5,5 m. kr.
6,8-------
8,4-------
36.4 ------
34.5 ------
Alls 91,6 m. kr.
Hlutafé er 78 milljónir, þar af 18 milljónir
vegna undirbúningskostnaðar, en 60 milljónir
vegna framkvæmda. Dálítið af þessari upphæð
fer í afborganir á byggingartímanum og eitthvað
af henni verður ekki notað, vegna þess að um
vörukaupalán er að ræða, bæði í Englandi og í
Export-Import bankanum, og það gengur ekki
alveg upp á móti innkaupum tækja.
Eins og áður segir á ríkið 51% hlutafjársins
og Johns-Manville á nú þegar 39% í fyrirtæk-
inu, en 10% hafa verið boðin sveitarfélögum
norðanlands. Ekki er búizt við, að sveitarfélögin
leggi fram mikið hlutafé, og mun Johns-Manville
þá auka hlut sinn um það, sem eftir verður.
Gert var ráð fyrir, að tap kynni að verða á
rekstrinum fyrstu 3—4 árin, allt að hálf milljón
dollara, og auk þess þarf um 350 þúsund dollara
til að auka afköst verksmiðjunnar. Fyrir þess-
um fjárhæðum er séð í samningum af hálfu eig-
enda. Lán Johns-Manville verða hins vegar ekki
gjaldkræf, fyrr en allar aðrar skuldir eru greidd-
ar. Var þetta ákvæði auðvitað sett inn til þess
að tryggja áhuga Johns-Manville enn betur.
Næst ræðir um sölufélag Johns-Manville á Is-
landi en að því kem ég síðar í sambandi við sölu-
samninginn. Hlutafé þess félags skal vera 10
milljónir króna og allt eign Johns-Manville.
Síðan eru ákvæði um, að Kísiliðjan og Johns-
Manville skuli gera tækniaðstoðarsamning sín á
milli og um starfslið fyrirtækisins.
Næst koma ákvæði um framleiðslumagn og
skyldur Johns-Manville til að kaupa framleiðsl-
una. Áætlunin er þessi:
1. ár 6000 tonn
2. — 9000 —
3. — 12000 —
4. — 14000 —
5. — 18000 —
6. — 20000 —
7. — 24000 —
og síðan upp í 30.000 tonn með því að vinna 7
daga vikunnar í stað 6 daga og með því að nota
að nokkru yfirframleiðslumöguleika verksmiðj-
unnar. Hér eru ákvæði um, að ef sala Johns-
Manville fer á einhverju einu ári niður fyrir 75%
af áætluninni, hefur Kísiliðjan heimild til að
segja upp sölusamningum og síðan, að einu ári