Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 29.MAÍ2004 Helgarblað DV Raul Rodrigues er með MA próf í stjórnmálafræði, er módel og hefur starfað sem einkaþjálfari ffæga fólksins. Nú einbeitir hann sér að mexíkóskri matargerð og uppeldi tveggja sona sinna. DV leit inn á Mamas Tacos síðla kvölds og spjallaði við Raul um póli- tíkina, ástina og hinar kvenlegu hliðar Sólveigar Pétursdóttur. „Ég kom hingað til íslands fyrir tíu árum,“ segir Raul, „hitti íslenska stúlku sem bjó í Chicago. Ári seinna eignuðumst við barn og við fluttum til íslands. í mínu tilviki var það frek- ar til að vera með syninum sem ég vildi kynnast og þekkja heldur en stúlkunni sem ég þekktí h'tíð. Skömmu síðar hitti ég aðra frábæra stúlku sem ég var með í átta ár. Við eignuðumst barn sem er nú andlit matsölustaðarins. “ Misnotað vald Tahð færist ffá samböndmn til þess sem kannski skiptir ekki eins miklu máh; póhtíkinni. „Þegar ég kom hingað fyrst var munurinn á bandarískri pólitík og íslenskri mjög mikih,“ segir Raul. „Nú hefur bihð minnkað enda virðast íslenskir ráða- menn lepja upp flest sem kemur frá Bush og hans ríkisstjórn." Raul segir aðferðafræðina einnig hafa breyst. Það sé meira skítkast meðal íslenskra stjómmálamanna og aukin harka. „f Bandarfkjunum er þetta kaUað Mud Slinging eða leðju- slagur," segir Raul. „Þetta sástu ekki á íslandi fyrir tíu ámm. Þá bám stjóm- málamenn meiri virðingu hvor fyrir öðmm." Það er stutt síðan fjölmiðlalögin umdeildu vom samþykkt á Alþingi og erfitt er að ræða um póUtík án þess að spyrja Raul út í afstöðu sinnar til þeirra. „Ég held að öU umræðan í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið hafi orðið mjög tUHnningaþrungin," segir Raul. „Að mínu matí snýst þetta ein- faldlega um það að ráðamennimir em að misnota valdið sem þeim er geUð. Það verður að vera ákveðið jafnvægi í samfélaginu - checks and balances." Sem dæmi um þetta tekur Raul Bandaríkin sem dæmi. „Þar er forset- inn einnig að misnota valdið sem honum er gefið. Það er samt í raun ekki vandamáUð. VandamáUð er að honum er gefið þetta vald upp í hendurnar og því eðUlegt að hann misnotí það.“ Aðför að innflytjendum SkyncUlega verður Raul myrkur í máh. Hann minnist á útlendingalögin IRO RAÐGREIÐSLUR OPNUNARTILBOÐ SVEFNSÓFAR - SÓFASETT - HÆGINDASTÓLAR ^Leather cTWASTEICj SETT ehf. • Hlfðasmára 14 • 201 Kópavogur • Simi: 824 1010 Opnunartími: Föstudag: 14:00 -17:00 Laugardag: 11:00 -17:00 VORUM AÐ OPNA NÝJA LAGERVERSLUNIHLÍÐASMÁRANUM Nóg að gera í vinn- unni. Raul rekurtvo Mamas Tacos staði á Is- landi. Einn i miðbænum og annan uppi á velli. Raul Rodrigues, eigandi Mamas Tacos Lógó staðarins sem sést á bol Rauls er andlit sonar hans sem eru að hans mati gróf aðför að innflytjendum. „Það er fyndið að hér á íslandi tala menn eins og það sé enginn rasismi eða mismunun," segir Raul. „Samt eru lög samþykkt á Al- þingi sem banna innflytjendum að giftast fyrir 24 ára aldur." Raul tekur afttu Bandaríkin sem dæmi. Segir sömu hlutí vera í gangi þar. „Mér finnst oft fyndið þegar fólk segir við mig hvað Bandaríldn séu fr á- bær,“ segir Raul. „Bandaríkin eru hins vegar alveg jafn góð og þú vilt að þau séu. Að mínu matí er hið fjöl- menningarlega samfélag það sem er heiUandi við Bandaríkin. Þegar það samfélag er misnotað erum við samt á rangri braut. Líttu bara á hverjir berjast í írak og Afganistan. Það eru menn eins og ég; fóUc af spænskum uppruna eða afrískum - Íangflestir innflytjendur. Það er því kaldhæðnis- legt að Bandaríkjastjóm skuh setja lög sem hindra sama fóUdð ffá land- inu og er að vinna skítverkin fyrir rík- isstjómina og ótrúlegt að fslendingar skuJi feta sömu braut.“ Á þessu stigi em umræðurnar kannski komnar á hálan ís. Raul segir að hann gætí talað endalaust um póUtík og lög um útlendinga. En hon- um er fleira til Usta lagt. Hefur starfað lengi sem einkaþjálfari í World Class og komist í kynni við ýmsa þjóð- þekkta einstaklínga. Mýkri hliðar Sólveigar „Já, ég þjálfaði Eið Smára á sínum tíma,“ segir Raul. „Þegar hann lenti í meiðslum. Svo þjálfaði ég einnig Sól- veigu Pétursdóttur, dómsmálaráð- herra, fyrir síðustu kosningar og reyndi að gefa henni góð ráð.“ Raul segir að vandamáUð við Sólveigu sé að hún reyni of mikið að vera eins og karlarnir á Alþingi. „Ég sagði henni að hún ætti að virkja konuna í sér. Þannig myndu aðrar konur horfa til hennar sem fuUtrúa." Raul segir að afstaða Sólveigar til glæpa sé oft á tíðum of hörð. „Sem póUtíkus verður þú að hafa mjúkar hUðar. Eins og Rudolph GuUani. Hann var „nobody" þangað til hann sýndi á sér samúðarfuUa hUð - þá töluðu menn um hann sem efni í forseta Bandaríkjanna." Aðspurður um hvort Sólveig hafi verið stressuð fýrir síðustu kosningar segfr Raul svo ekki vera. „Ég fann hfris vegar fyrir núklum von- brigðum eftirá enda fékk Framsókn skeU.“ simon@dv.is DJ Sasha hafði þegar fengið borgað fyrir tónleikana á Nasa Sviknir tónleikagestir fá ekki endurgreitt Mörg hundruð manns sem borguðu sig inn á tónleika á skemmtistaðnum NASA á miðviku- dagskvöldið í síðustu viku fá ekki endurgreitt, þrátt fyrir að plötu- snúðurinn DJ Sasha frá Bretlandi hafi ekki mætt, eins og auglýst var. Sasha hafði fengið borgað fyrir fram fyrir að halda hér tónleika. „Samningarnir eru þannig að ef maður borgar ekki fyrirfram skuld- binda þeir sig ekki til að mæta,“ segir Grétar Gunnarsson, annar að- standenda hinna meintu tónleika. Grétar segist ekki geta endurgreitt þeim sem áttu miða, því DJ Sasha vill ekki endurgreiða þeim. „Þeir vilja ekki endurgreiða okkur eigin- lega. Svona er þetta, þetta er mjög erfiður bransi, maður fær ekki allt sem maður vill," segir hann. Margir þeir sem keyptu miða á tónleikana eru æfir vegna þess að þeir fá ekki endurgreiddar þær 2500 til 3000 krónur sem þeir borg- uðu fyrir að heyra tónlist Sasha. Ekki varð ljóst fyrr en á aðfaranótt fimmtudags að Sasha myndi ekki mæta, þegar um 400 manns höfðu beðið eftir honum á staðnum um kvöldið. Þá steig breskur maður á svið á Nasa og var fagnað ógurlega, þar sem talið var að hann myndi tilkynna innkomu DJ Sasha. En Sasha hafði misst af flugi frá Amsterdam, samkvæmt því sem sagt var. „Umboðsskrifstofan vill að hann komi hér seinna og haldi tón- leika," segir Grétar. „Við höfum boðið fólki að nýta miðana þá eða mæta á John Bigweed 16. júní. DJ Sasha er náttúrulega mjög, mjög bókaður í allt sumar og út nóvem- ber. Ég veit ekki hvað við gerum ef hann kemur ekki yfirhöfuð. Þau segja þarna úti að kannski verði hægt að koma honum hingað í sumar. En hann er alltaf á þeytingi, hann býr í Flórída, dvelst mikið í London og ferðast mikið í Asíu,“ segir Grétar. jontrausti@idv.is DJ Sasha Breski plötusnúðurinn neitar að endurgreiða skipuleggjendum tón- leika hans á Nasa, þrátt fyrir að hann hafi ekki mætt á tónleikana. Tónleika- gestir sátu eftir með sárt ennið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.