Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 29. MAl2004 HelgarblaO DV Fyrir réttum tíu árum birti vikuritið Pressan grein sem olli gríðarlegu uppnámi í hópi þeirra sem voru áberandi á börum og krám Reykjavíkurborgar þess tíma. Greinin var undir yfir- skriftinni „íslenskir elskhugar“ og byggði á lauslegri könnun blaðamanns Pressunnar meðal kvenna sem til þóttust þekkja. Voru það einkum fastagestir Kaffibarsins sem þá var heitasti barinn í bænum sem komu við sögu. Fyrir tíu árum birtist í vikublaðinu Pressunni úttekt sem gerði allt brjál- að í Reykjavík einkum á því svæði sem kennt er við póstnúmerið 101. Þetta var forsíðugrein undir yflrskrift- inni „íslenskir elskhugar - konur velja bestu elskhugana". Tæplega þarf að fara mörgum orðum um að þama er gengið býsna nærri friðhelgi einkalífsins svo ekki sé meira sagt. Þeir sem við sögu komu áttu það flest- ir sammerkt að sækja Kafflbarinn sem þá var heitasti barinn í bænum. Þau sem bera ábyrgð á greinni eru Guðrún Kristjándsóttir þá blaðamað- ur Pressunnar, en hún er skrifuð fyrir úttektinni „ásamt fleirum" og svo Karl Th. Birgisson, ritstjóri Pressunn- ar. Þau hafa bæði snúið baki við blaðamennskunni þó störf þeirra nú tengist faginu óbeint. Karl er fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar og Guðrún er kynningarstjóri Listahá- tíðar í Reykjavík. Mesta hrós sem karlmaður getur fengið í greininni, sem gengur mikið til út á hvað það er sem gerir elskhuga góða, segir að rætt hafi verið við Qölda kvenna og á þeim samtölum byggir niðurstaðan. Hins vegar má alveg ljóst vera að seint telst þetta vís- indaleg aðferðafræði og margir urðu til þess að snúa upp á þetta og segja þetta miklu frekar grein um þá sem blaðakonan og vinkonur hennar vildu sofa hjá! Til að allrar sanngfrni sé gætt var greinin sem slík ekki per- sónuleg á þann hátt að farið væri í saumana á því hvað það væri sem hver og einn hinna framúrskarandi elskhuga hefði umfram kynbræður s£na í rekkjubrögðum. Ef til vlll má finna tilganginn með vinnslu og birt- ingu greinarinnar í setningunni „Að vera góður elskhugi er eitt mesta hrós sem nokkur karlmaður getur fengið." En víst er að ekki urðu allir til að líta svo á að upphefð fælist í umfjöllun af þessum toga. En ekki má heldur vanmeta það að einhverjum hefur sjálfsagt þótt freklega fram hjá sér gengið. Til sögunnar var nefndur fríður flokkur manna, tæplega þrjátíu talsins, og eru þar mjög áberandi tónlistarmenn en einnig koma við sögu leikarar og rithöfundar auk nokkurra annarra. Haft var eftir Karli Th. ritstjóra að þeir sem giftir voru hefðu ekki komið til greina. En ekki hvað, spurðu margir, og þótti þetta síður en svo vera bætifláki. Og því var haldið ffam að í hópnum væru menn sem væm í föstum samböndum og meira að segja hefði greinin haft þær afleiðingar að uppúr slitnaði sums staðar. Karl svaraði því til að þau sambönd hafi þá ekki verið byggð á traustum grunni. Reiðilestur eins „elskhugans" Einum þeirra sem nefndir vom var síður en svo skemmt og viku síð- ar birtist opið bréf frá honum stílað á ritstjóra, blaðamerm og eigendur Pressunnar, „Vegna óverðskuldaðrar „upphefðar" og nauðgunar á mann- orði". Þessi einstaklingur er Friðrik Erlingsson og hann ritaði meðal ann- ars: „Ég kemst ekki hjá því að sjá þetta öðmvísi en að mannorði mínu hafi verið nauðgað af blaði yðar og einsog öflum fórnarlömbum nauðg- unar ber að gera ætla ég ekki að bera skömmina með þögn, heldur krefj- ast þess að blaðið játi á sig glæpinn og taki út sína refsingu. Ég veit ekki betur en að Pressan hafi barist hvað harðast fyrir þvf að fá nafn- og myndbirtingar glæpamanna gerðar op- inberar öðmm til viðvör- unar. Nú blasir sú krafa við yður sjálfum að þér gangið framfyrir skjöldu, öðrum til fyrirmyndar, ásamt vitorðsmönnum yðar, „dómnefndinni" í „elskhugakeppninni" og gerið hreint fyrir yðar dymm. Sýnið oss andflt yðar svo vér almenningur megum þekkja yður hvar sem þér farið. Þá eigum við, sem ekki lifum í felum á bakvið fjölmiðil, kost á tvennu a) að ganga á brott svo vér megum vera afskiptalausir af hnýsni yðar, eða b) sparka í yður. Ef tii vifl teljið þér af lestri þessa bréfs að ég sé reiður. Það er mikill misskilningur. Ég er logandi sjóð- bandbrjálaður og svíður það sárast að eiga ekki vopn við hæfi til þess að skjóta undan yður það sem yður þætti án efa sárast að missa." Reiðilestur Friðriks er langur, tekur nánast heila síðu og svar rit- stjórans Karls Th. er þar jafnframt að finna. Hann segir meðal annars að hafi tilgangur bréfs hans verið sá að ausa úr skálum reiði sinnar hafi það tekist en að sama skapi mistekist að gagnrýna greinina efhislega. Það sé stórkosdegur misskilningur, sem Friðrik Erlingsson er ekki einn um, að það sé ekki hægt að fjalla um fólk í fjölmiðlum án þess að samþykki þess þurfi að vera fyrirliggjandi. Margir vildu á listann Guðrún Kristjánsdóttir segir ekki orðum aukið að allt hafi orðið brjál- að þegar greinin birtist og játar að » 6ð«f rithofamlur ttn* H verulega hafi farið um sig þegar hún sá bréf Friðriks. En síður en svo hafi það verið svo að allir hafi tekið þessu illa. „Ég man til dæmis að Matthíasi Viðari heitnum fannst þetta bara fyndið. En þeir voru vissulega til staðar sem tóku þessu óstinnt upp á þeimtíma." Blaðið vakti óskipta athygli og seldist vel eftir því sem næst verður komist. „Auðvitað er skelfilegt ef maður særir einhvern óvart. En ég held nú að allir hafi verið mjög fjót- Þetta byggðist á svona skemmtileg- um kjaftagangi." Guðrún skýtur ekki loku fyrir það að haft hafi verið samband við sig eftir birtingu greinarinnar og það upplýst að þarna væru ýmsir á lista algerlega óverðskuldað. En hún hafriar alfarið þeirri kenningu að flstinn hafi einkennst af smekk hennar og helstu vinkvennanna. „Nei, ég er ekki svona hjarðkona. En þegar upp var staðið held ég að flest- ir hafi haft lúmskt gaman að þessu. Og nokkrir áttu sínar fimmtán mfn- útur og fannst þetta bara æð- ir að jafna sig á þessu og það voru engir eftirmálar. Ég hef nú voðalega fl'tið pælt í þessu. Auðvitað þótti mér afar leitt að þetta skyldi hafa farið fyrir brjóstið á ein- hverjum. Maður verður náttúrlega að virða ákveðin mörk en þetta var í heimstyrjöldinni fyrri. Það hefur ýmislegt breyst í fl'fi mínu frá þvf þetta var. Ég myndi ekki nenna að skrifa grein á borð við þessa í dag," segir Guðrún og vill skrifa úttektina á bernskubrek og játar fúslega að birting greinarinnar hafi jaðrað við dómgreindarleysi. „En þetta átti að vera til gamans gert, saumaklúbbagrein ef svo má að orði komast, eitthvað í flkingu við það sem stundum ber á góma milli kvenna í saumaklúbbum. Sex and the City-stemning áður en Sex and the City komst á hugmyndastigið. islegt. Aðrir fóru í fylu eins og geng- ur. Og svo voru náttúrlega þeir sem voru ósáttir við að komast ekki á list- ann." jakob@dv.is Kristjánsdóttir Seg- labernskubrek-Sex sss* Netadræsurnar ut ágötu „Jú, mig rámar í þetta," segir Baltasar Kormákur leikstjóri, einn hinna útvöldu elskhuga, sem var síður en svo að æsa sig vegna þessarar umdeildu tilnefn- ingar. „Ég get náttúrlega ekkert þrætt fyrir, ég var þarna svo þetta verður að standa. Það þýðir ekkert að þykjast vera voðalega töff og fara svo að væla. Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tfma og ég er ekki frá því að hún sé að koma aftur. Netadræs- urnar lágu út á götu og menn voru , með trollið með sér. veiðimennska í gangi." Baltasar segir hópinn flottan og flestum sem á þessum lista eru hafi vegnað vel. „Ég er bara stoltur af því að vera í þessurn hópi. Gaman að hafa fengið að vera með og lagði grunninn að því sem seinna kom. Þetta er svoldið eins og smokkaauglýsingin." Reiðarslag „Jájá, ég man eftir þessu. Og það verður að segjast eins og er að þetta kom illa við mig," segir Björn Jörundur, tónlist- armaður og nýráðinn ritstjóri, tfmaritsins Bleikt og blátt sem lýsir þessu sem reiðarslagi. „Ég var nýgiftur, var búinn að vera giftur í tvær vikur. Þannig að þetta gat ekki verið verra. Mér fannst sem nýgiftum manninum þetta afar ósmekklegt og trúði vart mínum eigin augum." Björn segist svo ekki vita hvort kom á undan, hænan eða eggið, því ekki hélt nú hjónabandið. Hann seg- ir vel hægt að hafa gaman að þessu tíu árum síðar en í ljósi aðstæðna þá sá hann aldrei ljósið né náði þetta að kitla hégómagirndina. „Nei, ekki náði ég nú því að njóta orðsporsins í kjölfarið. Og svo setti þetta náttúrlega óæskilega pressu á mann. Að rísa undir nafni. Þannig að ekk varð þetta mér til frama þessu sviði. En ég bíð eftir nýjum lista. Að sjá uvai íuaum stendur því ég er þeirrar skoðunar að ég eigi fyllilega heima á þessum lista í dag." ■ a f „Égmaneftirþessu," segirKormák- l-l |T,I“| ur Geirharðsson, áhugagolfari, sjón- Cl varPsstjarna °g fyrrverandi stjórkaup- maður. „Jájá, ■ II ( | • það varð allt lukkustundinasíÆ bara fyndið. Pressan í Jmotskum - gúrkutíð og þá var búið til eirthvað mgl. Hvað datt þeim í hug á barnum í gær, þeir sem þá vom blaðamenn? Og glæsilegt að ná að mjólka þetta til efn- is tíu ámm síðar. En það var mikið fjör á Kaffibarnum. Það er nokkuð ljóst og kviðmágatalið leyndist þar." Kormákur segir reyndar að þegar þetta birtist þá hafi hann verið að byrja í föstu sambandi og hefur haldið sig þar. „Jájá, ég var búinn að sanna mig. Eg á tvímælalaust heima á slíkum lista í dag en þá er eðli málsins samkvæmt aðeins hægt að spyrja eina. AUir eiga sínar góðu stundir. Og ánægjulegt að margir þeirra sem komust á listann skyldu hitta á sínar lukkustundir með þessum ábyrgu álitsgjöfum. Þetta er góður hópur manna og ég ánægður að vera þar á meðal. En ég klippti ekki greinina út.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.