Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 23
ársins var Venus í vatnsbera merki og var með mínkandi ferð austur á vlð; en seinast í Januar heldur hán kyrru fyrir, og fer síðan á hreyfíngu vestur á bóginn; í miðjum Marts kemur aptur stans á hana, síðan fer hún um næstu mánuðina þar á eptir gegnum vatnsbera merki austur á leið, svo að hún fer inn f fiskamerki seir.ast í Aprilmánuði, í byrjun Junimánaðar fer hún inn í hrútsmerki og í lok sama mánaðar inn í uxamerlci.'I því merki fer Venus í miðjum Juli millum beggja horna-oddanna og um mánuðina þar á eptir fer hún gegnum tvíburamerki, krabbann, ljónið og meyjarmerki. Meðan hún er á þessari ferð, nálgast hún sólina, og er orðin ósýnileg í árslokin. Mars er á ferð austur á leið í upphafi árs, og er í fiska- merki, hann er hæst á lopti kl. 6 e. m., og má sjá hann þartil eptir miðnætti. í byrjun Februarmánaðar kemur hann í hrúts- merki og í byrjun Martsmánaðar inn í uxamerki. Þar fer hann í sfðara hluta Aprilmánaðar milli beggja horna-oddanna. Frá byrjun Maimánaðar og til þess í miðju Junimánaðar fer hann gegnum tvíburamerki. Þar eptir verður hann ósýnilegur um hina næstu mánuði þartil í Septemher, en þá fer að mega sjá hann á morgnana. Um árslokin sést hann meiraen þrjárstundir áður en sól kemur upp. Dag 27. Oktobers fer hann framhjá Axinu (Spica) í meyjarmerki, og er þremur mælistigum fyrir norðan það. Jtipiter er ekki sýnlegur fyrst framan af árinu. I Marts fer hann að koma í ljós á morgnana, og er þá í steingeitarmerki. á hægri ferð austur á við. í lok Maimánaðar er á honum kyrð, en þar á eptir fer hann af stað vestur á bóginn. Þá jafnframt íjarlægist hann sólina og kemur í Ijós æ meira og meira þangað- til 25. Juli; þá er hann kominn andspænis sól, og verður þá sýnilegur alla nóttina. Síðara hluta Septembers mánaðar kemur aptur stans á hann, og fer nú að hreyfast austur á við í stein- geitarmerki, og í því merki er hann það sem eptir er ársins. Eptir að hann hefir verið í andstæði við sólina fer hann að hraða niðurgaungu sinni æ meira en áður, svo að f lok Augustmánaðar verður hún um miðja nótt, seinast 1 September kl. 10 um kvöldið, í miðjum November kl. 7V2 og í árslokin kl. 5'/2, Satnruus verður sýnilegur f byrjun árs um 7 stundir eptir sólarlag, og er þá á hreyfíngu austur á við í vatnsberamerki. Ut úr merki þessu fer hann seinast í Januar mánuði, og verður það sem eptir er ársins í fiskamerki. Hann nálgast þá jafnframt meira og meira sólinni, svo að hann hverfur úr sýn seinast í Februar. En f byrjun Juni mánaðar kernur hann aptur í ljós skömmu fyrir sólar uppruna. Seinast í Juni kemurhann upp um miðnætti, seinast í Juli tveim stundum fyr (kl. 10) og enn tveim stundum fyr (kl. 8) seinast f Augustmánuði. 22. September er hann andspænis við sólina og er þessvegna sýnilegur alla nóttina. Eptir þetta fer hann að hraða niðurgaungu sinni á kvöldin, og verður hún í miðjum Oktober kl. 4 eptir miðnætti, í miðjum November kl. 2 og í miðjum December um miðnætti sjálft (kl. 12). Hríngurinn um Saturnus sést ekkifrá því ó.Febr.og til þess 1 .Marts.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.