Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 37

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 37
Juli 20. Póstskipið Arcturus kom til Reykjavíkur og hafði ekki komið við á Seyðisfirði, sem ásett hafði verið; fór aptur 28. Juli. — 21. Andaðist af slysi Páll Pálsson í Árkvörn, rúmlega tvítugur, sonur Páls heitins Sigurðssonar, alþíngismanns. Hann vildi stökkva yfir hraungjá fram og aptur, en í öðru stökkinu hrapaði hann ofaní gjána og lézt þar. — s. d. Auglýsíng um Glycerindip eða olíusætubað á íé (talið kosti 5 aura á kindina). — 22. AndaðistGuðmundurPéturssonbókbindarifráMinna- Hofi á Rángárvöllum (fæddur 1812). — 24. Samþykkir iandshöfðíngi að veita styrk til jarðabóta og kennslu á Steini í Noregi (sbr. 9. Mai). — s. d. Tvítugur reyðarkálfur hljóp undan illfiski á land i Krossavík í Þistilfirði. — 25. Eggert Briem, sýslumaður, settur um sinn til að vera sýslumaður 1 Húnavatns sýslu 1 sameiníng við Skagatjarðar sýslu. — 26. Konúngleg auglýsíng, um að ríkisstjórn skuli falin á hendur ríkisarfa í fjarvist konúngs. — s.d. GufuskipiðVæringenfráBjörgvinkomtilReykjavíkur. Það skip var gjört út til vísindalegra rannsókna um norð- urhöfin, og voru með því nokkrir náttúrufræðíngar og læknar: Mohn, Daníelsenog Sarsm.fl. Dagana 22. til 25. lá skipið af sér mikið vestanveður undir Vestmannaeyjum. — 27. Aðalfundur Gránufélagsins á Akureyri; mættu 26 kosnir fundarmenn. — s. d. Staður í Súgandafirði veittur síra Einari Vern- harðssyni á Stað 1 Grunnavík, með uppbót. — 28. Andaðist í Stykkishólmi á 84. ári Helga Guðmunds- dóttir, ekkja eptir slra Pál Guðinundsson á Borg á Mýr- um (hann deyði 1846). — 29. Leyfisbrét' þau, sem landshöfðíngi skal veita eptir erindisbréfi hans, eru bundin sömu takmörkum og áður voru ákveðin handa stjórnarráðunum. — 3t. lok Juli mánaðar voru 400 hestar af óhreinsuðum brennisteini komnir til Húsavlkur. 12 til 16 manns voru hafðir við brennisteinsnám á Þeistareykjum. Til flutntnga voru hafðir 20 hestar. August. Snemma 1 mánuðinum próf í læknisfræði, einn gekk undir prófið. — Andaðist Aðalbjörg Sigurðardóttir í Möðrudal, af barns- burði. — 4. Andaðist prófastur síra Olafur Pálsson, prestur að Melstað í Miðfirði (fæddur 7. August 1814). Við jarðarför hans 31. August voru hérumbil 400 manns. Prestaskóla- kennari síra Helgi Hálfdánarson söng hann til moidar. — 5. Húsmennska leyfð, sem bæjarstjórnin 1 Reykjavík hafði neitað um, og amtmaður eptir tillögum hennar. (35)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.