Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Page 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Page 39
August 24. Bóla (kúabóla) kom í sumar í kýr á nokkrum bæjum í Kjós. — s. d. Hákarlaskipin í Eyjáfirði höfðu lagt upp á næst- liðinni vertíð 3739 tunnur lifrar við bræðsluhúsin á Akur- eyri og á Siglufirði. — I Austtjörðum var mikill fiskiafli; söltuðu menn þar meiri hluta af aflanum til verzlunar. — 26. Póstgufuskipið Arcturus kom til Reykjavíkur í 5, ferð (fór aptur 5. Septbr.). — s. d. Andaðist húsíreyja Ragnhildur Jónsdóttir á Suður- Reykjtim í Mosfellssveit (fædd 22. Marts 1805). — 30. Gufuskipið Diana kom til Reykjavíkur i annari ferð, og með því hérumbil 80 farþegar (fór aptur 10. Septbr.). — s. d. Mannfundur í Þfngeyjar sýslu í minnfng þess, að tvær nýjar brýr voru teknar til yfirferðar yfir Laxá. Julius læknir Halldórsson hafði staðið fyrir brúargjörð þessari með bezta orðstír. — 31. Andaðist Ari Sæmundsson dannebrogsmaður, fyrr- meir umboðsmaður, á 80. aldurs ári (fæddur 16. Juli 1797). September 1. SófoníasHalldórssonskipaðurpresturlGoðdöl- um. Söinuleiðis Jónas Björnsson að Kvfabekk með 200 kr. uppbót. Sömuleiðis Janus Jónsson prestur 1 Hestþfngum. — s. d. Johnstrup prófessor hélt þrjá fyrirlestra 1. z. og 4, Septbr. á alþíngissalnum um ferð sína og rannsóknir á Mý- vatns öræfum og einkum f Dýngjufjoilum. Sá var hjá hon- um mergur málsins, að „Islendfngar, sem frjáls framfaraþjóð, ætti fyrst og fremst að leita auðs síns og hagsælda i jarð- yrkju og jarðabótum (og sjáfarafla) en ekki svomjög í arði íjallanna eða í aðstoð og úrræðum Dana eða stjórnarinnar“. — 2. Landshöfðíngi áminnir amtmenn um að gætt verði heimtfngar á gjöldum af útlendum fiskiskipum, samkvæmt lilskipun 12. Eobr. 1872. — 3. Prestvígsla í Reykjavík; vígðirvoru þeir: Guðmundur Helgason, kapellán að Hrafnagili; Janus Jónsson, prestur að Hesti; Jónas Björnsson, prestur að Kvíabekk; Só- fonías Halldórsson, prestur að Goðdölum. — 4. Gufuskip frá Skotlandi, Gnoroe, kom til Reykjavíkur eptir hestum, hafði komið við á Seyðisfirði (fór aptur af stað 6. Septbr.) með 500 hesta. — 5. Leyftaðsendaógildapenfngameð þjónustufrfmerkium. — 6. Dýral. veitturstyrkur, 800 kr., tilaðferðastogverafMúla sýslum f vetur, til aðstoðar við rannsókn á bráðafári og öðrum veikindum sem fyrir kynni koma. Þaraf 200 kr. úr jafnaðarsjóði Norðuramtsins og 600 kr. úr landssjóði. — s. d. Sparisj. fyrir Isafjarðar og Barðastrandar sýslur var tekinn til starfa á Isafirði. Voru 12 stofnendur fyrir ísa- fjarðar sýslu og tveir fyrir Barðastrandar sýslu. Lög sjóðs- ins eru hérumbil hin sömu, sem sparisjóðs Reykjavfkur. — 8. Samþykkt lög Gránufélagsins (prentuð). (37)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.