Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 41

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Side 41
þjónustu Sigurðar læknis Oiafssonar í Árness, Rángár- valla og Vestur-Skaptafeiis sýslum, frá Oktobers byrjun þ- á. til 19. Mai næsta ár (1877). Oktoberg. Andaðistjón bóndi Brandsson á Yztabæ í Hrísey. — 5. Andaðist Páll Pálsson Hjaltailn, verzlunarstjóri í Stykkishólmi (fæddur 29. Septbr. 1806). — s. d. A.prestaskólanum eru 8 stúdentar, á læknaskólan- um 5. I latínuskólanum hafa bæzt við 19 nýsveinar alls. — s. d. sira Hannes Arnason hætti kennaradæmi í náttúrufr. en Benedikt Gröndai tók við (dýrafræði og steinafræði). — 8. Póstgufuskipið Arcturus kom til Reykjavíkur í sjöttu ferð (fór aptur 18. Oktbr.). — s. d. Andaðist íyrrum hreppstjóri Ásmundur Gíslason á Þverá í Fnjóskadal (á 77. ári). — 10. Fór gufuskip frá Seyðisfirði til Englands með 1500 sauði; verð fyrir hvern var 16 til 21 kr. (sbr. 21. Sept.) Fyrir báða farmana komu rúmiega 50.000 kr. í peníngum. — s. d Kom timburskip með húsavið á Blönduós: þá var jafn- snart byrjuð þar föst verzlun, og varð þángað nnkil aðsókn. — u. Sira Stephán Helgason Thordersen fær, eptir beiðni, lausn frá Rálfholti (Neðri-Holtaþíngum). — 12. Andaðist presturinn sira Jón Ingjaldsson í Húsavík (fæddur 7. Januar 1799, vígður aðstoðarprestur til Mýra- þinga 19. Septbr. 1824 af Arna stiptpróíasti Heigasyni). — 13. Andaðist í Reykjavík Ingiríður Olafsdóttir, ekkja Þorleifs iyfsala Sigurðssonar (fædd 1830. Hún iagði stund á lækníngar). — 16. Tilskipun um, að tilsk. handa Islandi 25. Juni 1869 um afplánan fásekta 1 öðrum málutn en sakamálum skuli öðlast gildi. — s. d. Landshöfðíngi ákveður til efiíngar landbúnaði í vesturamtinu 372 krónur af fjárlaga-veitíngu. — 18. Styrkur veittar 300 kr. af fjárlaga-veitfngu til norður- og austur-amtsins, til ferðar í haust til Danmerkur að nema,þar hina beztu og arðsömustu meðferð á mjólk. — s. d. Á Akureyri aflaðist kolkrabbi (smokkfiskur) og síld mikil < lagnetum. Jarðeplatekja á Akureyri varð 1 haust 550 tunnur; tunnan taiin til verðs 10 krónur. — 20. Samþykkt um prentun á landsyfirréttardómum og hæstaréttardómum í málum frá Islandi. — 25. Andaðist Gunnar bóndi Halldórsson í Kirkjuvogi (tædd. 29. Juli 1824Í. — 26. Staðfest regiugjörð bæjarstjórnarinnar í Reykjavík (31. August 1876) um brunamál. — 28. til 6. Novbr. lögreglustjórinn í kláðamálinu stefnir tundi í Arness og Borgarfjarðarsýsium með hreppstjór- um, baðstjórum og fjáreigendum. — 30. Norskt verzlunarskip, galías Heimdal frá Stafángri, strandaði á Akranesi; skipverjar komust af, en skipið sjálft og farmurinn tapaðist (átti að fara til Björgvinar). (39)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.