Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 53

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 53
meira en hundrað árum ýngri, svo sem frá fyrra hluta tólftu aldar. I hinu rómverska eða eiginlega að segja katólska tímatali, sem vér höldum og er aðaltal f almanakinu, er eitt aðal-atriði mjög merkilegt, og það er aðskilnaðurinn milli kirkjuársins og leikmanna-ársins eða hins borgaralega árs. Kirkjuárið lætur ekki mikið yfir sér, og alþýða manna tekur svosem lftið eptir þvf, en það er þó í raun og veru fast sambundið í sinni röð. Þessi skiptíng milli kirkjuárs og leikmanna-árs er upphaflega komin frá austurlöndum, einkum frá Gyðíngum, þvf þeir byrj- uðu leikmanna-ár sitt á haustin í Oktober, en kirkjuárið á páskum, og svo stóð nokkra stund, þartil farið var að halda jólin í minníngu fæðíngar Krists, þá varð að skilja jólin frá og hafa bil á milli þeirra og páskanna, eða upprisuhátíðarinnar; fyrir þessa skuld byrjum vér kirkjuárið með aðventunni, sem er eiginlega undirbúníngstími til jólanna, því adventus þýðir til- komu (Krists). A jólaföstunni eru fyrir þessa sök valin guð- spjöll, sem benda á Krists tilkomu, fyrst innreið hans f Jeru- salem, og þar næst hans síðari tilkomu til dómsins. Þá eru enn tveir sunnudagar, þar sem guðspjöllin eru valin um fyrir- rennara Krists, Jóhannes skírara, og er þarmeð táknað sam- bandið við Krists fæðíngu. Miklar umræður hafa verið um það, hvenær Krists fæðíngardagur sé rétt settur, og var það fyrst á síðara hluta fjórdu aldar (um 370), að það var almennt ákveðið að setja hann 25. December. A Norðurlöndum vildi það svo heppilega til, að menn héldu eina stærstu hátíð um sama leyti, þegar sólin fór fyrst að koma í ljós á ný og dag- ana tók að lengja, og kölluðu þessa hátíð jól. Sumir segja, að það nafn sé dregið af Jólni, sem var eitt af heitum Oðins, en það er lfklega ímynduð tilgáta. Þegar jólin voru orðin hátfð f kristninni, þá varð áttundi dagurinn eptir einnig há- tíðisdagur, og svo er eptir hverja meiriháttar hátíð í katólsku kirkjunni, að hver hefir sinn áttadag eða octava (áttund), sem heyrir hátíðinni til, og er einn af þeim dögum, sem mest eru tignaðir. Þessi siður er upphaflega frá Gyðíngum kominn, því stærstu hátíðir þeirra, þrjár á ári, stóðu í átta daga; þá voru samfelldar helgar milli jóla og áttadags eða nýjárs, og þegar svo stóð á, sem var þegar jóladaginn fyrsta bar upp á mánu- dag, þá voru sem menn kölluðu brandajól, því allir dagar vik- unnar voru helgidagar. Eptir siðaskiptin var jólahelgin stytt, og voru fyrst fjórir helgidagar, en nú eru orðnir tveir, og þegar Jón meistari Vfdalín var biskup voru þrír haldnir. A brandajólum voru þá fjórir samfelldir helgir dagar á sjálfum jólunum, tveir á nýjárinu og tveir á þrettánda. Nýjársdagur er upphaflega, eins og þegar var sagt, eigi kristinn hátíðardagur, heldur einúngis svosem áttund eða átt- undarhelgi (octava) jóladagsins. Rómverjar héldu minnfngu fyrsta dagsins í árinu með mikilli viðhöfn, og kenndu þann dag (51)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.