Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 31

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 31
mikil áhrif, enda kom hann og miklu til leiðar. Að því er snertir alþingismál má taka það fram, að hann átti fyrst mjög mikinn þátt í að alþingi var endur- reist, og jþví næst að latínuskólinn var endurbættur, að prestaskólinn var stofnaður, að læknum hefir verið fjölgað o. s. frv. En einkum kvað þó að aðgjörðum hans í verzlunarmáli landsins, fjárhagsmáli og stjórn- armáli. fegar Jón kom til sögunnar lágu mikil bönd á verzlun Islands, til þess að Danmörk gæti haft sem mestan hagnað af henni, en 1854 voru þessi bönd loksins losuð og átti Jón manna mest jþátt í því. Um 1840 taldi stjórnin að íslandi væru lagðar 15000 rd. og skipaði þá konungur að landið skyldi bera sig sjálft, og var það í ráði að fara að leggja nýjan skatt á landið í því skini, en Jón færði rök fyrir að stjórnin reiknaði eigi rjett og varð svo eigi af skattinum ; seinna sýndi hann fram á hversu mikið fje áður hefði runnið inn í ríkissjóðinn frá íslandi og hjelt því fram, að það ætti því tilkall til allmikils fjár frá Uanmörku. Árang- urinn af þessu er sá að nú sem stendur eru 100,000 kr. greiddar á ári úr ríkissjóðnum til íslands þarfa. Arið 1848 varð stjórnarbreyting í Danmörku og vildu þeir, er þá komu til valda, engan gaum gefa að lands- rjettindum íslands. 1851 var þjóðfundur haldinn í Ueykjavík til að ræða um stjórnarmál landsins og vildi stjórnin þá koma því svo fyrir að löggjafarvaldið 1 Danmörku hefði ótakmarkað vald til að leggja tolla í Island eins og þvi sýndist, en alþingi átti eigi að hafa meira að segja um Islands mál heldur en sveitar- stjórnir í Danmörku um sveitarmál þar. Jón hafði þá orð fyrir fundarmönnum og hjelt fast fram rjettindum landsins. Fundinum var slitið í miðju kafi og endaði hann á því, að Jón kvaðst mótmæla aðferð þeirri, sem (27)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.