Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 37

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 37
Maí 24. Konungur ritar boðskap til alþingis. — 29. Gripasýning í Skagafirði, á Reynistað. I þessum mánuði fóru 2 frakkneskar fiskiskútui' í stranil í Reyltjavík. Júní 1. Prestvígður þorsteinn Benidiktsson, til Lundar í Borgarfirði. — 5. peir Jón rektor þorkelsson og Vilhjálmur Finsen hæstarjettardómari gjörðir heiðursdoktorar við Kaup- mannaliafnarháskóla, á 400-áríi-afmælishátíð háskólans. þar voru viðstaddir af hendi Reykjavíkurstúdenta þeir Davíð Scheving og Olafur Olafsson. — s. d. Andast Fr. Gudmann, stórkaupmaður í Khöfn, verzlunareigandi á Akureyri og stofnandi spítalans þar, fimmtugur. — 10. Sauðlauksdalur veittur síra Jónasi Bjarnarsyni, að- stoðarpresti þar. — s. d. Kosinn alþingismaður fyrir Suður-Múlasýslu Jón Pjetursson, bóndi á Berunesi, í stað Einars Gíslasonar, er sagt hafði af sjer þingmennsku. — 11. Inntökupróf í latínuskólanum. 19 reyndir, en 3 þeirra vísað frá aðj sinni, samlcvæmt stiptsyfirvaldaúrskurði 15. maí. — 11. til 13. Amtsráðsfundur í suðurumdæminn, í Reykja- vík. I amtsráði: Gr. Tkomsen og Skúli Gíslason. — 13. Einar Thorlacius tekur embættispróf í lögum við Khafnarháskóla, með 2. einkum. — 14. Latínuskólanum sagt upp. — s. d. Sigurður Sigurðarson tekur embættispróf í málfræði við Khafnarháskóla, með 1. einkunn. — 15. Díana, strandsiglingaskipið, leg'gur af stað frú Reykja- vík umhveríis landið sólarsinnis, með 109 farþega. — s. d. Prestvígður Olafur Olafsson prestaskólakandídat, til Brjánslælrjar. — 16. Camoens, hrossakaupaskip Slimons i Leith, leggur af stað frá Reykjavík í 1. ferð, með 332 hross. Flutti alls burt þetta sumar af landinu 1051 hross, á 54 kr. að með- altali. , — 16. til 21. Burtfararpróf í latínuskólanum. Utskrifaðir 9. — 17. til 19. Amtsráðsfundur í vesturumdæminu, í Styklds- hólmi. I amtsr.: Guðm. Einarsson og Sig. E. Sverrisson. — 23. Andast síra Jón Högnason, uppgjafaprestur í Ilrepp- hólum, úr iungnabólgn. — 24. Andast húsfrúLáraZimsen, kona Nielj. Zimsen, kon- súls í Reykjavík, úr lungnabólgn. — 26. Próf í forspjallsvísindum í Reykjavík. — 30. Staðíest af amtmanni fiskiveiðasamþykkt fyrir Seyðis- tjarðar og Loðmundafjarðarflóa. (a3>

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.