Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 41

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 41
Október 11. Camoens fer í'rá Seyðisfirði til Skotlands með 2360 sauða. — 18. Prófessor Willard Fiske frá Vesturheimi, ágætur Is- landsvinui', og fjelagi hans Arthur Reeves, lögðu af stað frá íslandi með póstskipinu, höfðu komið inn í Húsavík í miðjum júlímánuði og ferðazt víða um land, og umhverfis pað með Díönu. — 24. Staðfest þessi lög frá síðasta alþingi, afFriðrik kon- ungsefni, i fjarveru konungs: 10. B’járlög fyrir árin 1880 og 1881. 11. L’ög um breyting á 7. gr. í lögum umlaun sýslumanna og bæjarfógeta 14. desbr. 1877. 12. Lög um viðauka við sóttvarnarlög 17. desbr. 1875. 13. Lögum kauptún við Kópaskersvog í Norður-þingeyjar- sýslu. 14. Lög um löggilding verzlunarstaðar á Hornafjarðarós í Austur-Skaptafellssýslu. — s. d. Konungsúrskurður um að „styrktarsjóður íslands“, stofnaður með kgsúrsk. 25. júli 1844, skuli afnuminn og eigur hans renna'í viðlagasjóð landsins. — 28. Landshöfðingi úrskurðar, að ofdrykkja og önnur óregla sje burtvísunarsök frá prestaskólanum eigi síður en lækna- skólanum, eptir þrítekna áminning forstöðumanns. — 30. Síra Lárus Ilalldórsson á Valþjóísstað skipaður pró- fastur í Norður-Múlaprófastsdæmi og síra Benidikt Kristj- ánsson á Grenjaðarstað í Suður-þingeyjarprófastsdæmi. í þessum mánuði týndust 2 menn af bát á Steingríms- firði og fórst bátur með 3 mönnum á Hrútafirði. Nóvember 1. I Reykjavíkur lærða skóla 106 lærisveinar, á prestaskólanum 12, á læknaskólanum 6; í kvennaskólanum í Reykjavík 23 námsstúlkur. — 3. Stjórnarherrann veitir síra Jakohi Guðmundssyni á Sauðafelli lækningaleyfi, sem aðstoðarlækni, í Dalasýslu. — 5. Stofnað í Reykjavík fornleifafjelag, til að varðveita íslenzkar fornleifar. F ormaður Árni landfógeti Thorstein- son, fjehirðir Magnús Stephensen yfirdomari, skrifari Indriði Einarsson, cand. polit. — 6. Stjórnarherrann felur landshöfðingja á vald að veita lán úr viðlagasjóði, enáskilur sjer að ráða, hve mikiðlánað sje á hverju ári. — s. d. Stjórnarherrann leyfir landshöfðingja að lánal5—20,000 kr. úr viðlagasjóði íhöndfaranda vetur. — 7. Stjórnarherrann úrskurðar, að eigi skuli setja takmörlr fyrir tölu skólapilta í hinum lærða skóla (sjá 15. mai) og að eigi skuli að svo stöddu setja nefnd til að endurskoða skólareglugjörðina frá 1877. — s. d. Staðfest þessi lög frá síðasta alþingi, af Friðrikkon- ungsefni, í fjarveru konungs:

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.