Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 48

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 48
Október 7. Austurríkismenn ganga á þing, í Vín. jietta þing sækja og Czeckar frá Bæheimi, í i'vrsta sinn í 16 ár. — s. d. þingmanDakosningar á Prússlandi, í fulltrúadeildina. þjóðfrelsismenn fækkuðu nær um helming. — 8. Unninn Húascar, hinn nafnfrægi turndreki Perúmanna, at 2 brynskipum Chileverja, eptir frábæra vörn, er Grau aðmíráll stýrði, fram und’an Mejillones, í Bolivíu. Grau íjell í bardaganum og 130 manna með honum, af 216; hinir flestallir sárir. — 9. Andi'assy greifi þiggur lausn frá forstöðu utanríkismála hjá Jósef Austurríkiskeisara og Ungverjakonungi; Hay- merle barún gjörist utanríkisráðherra í hans stað. — 12. Róberts, yfirforingi fyrir liði Breta í Afganistan, held- ur sigurhróss-innreið í Kabúl;. ljet síðan hengja forsprakk- ana að vígi þeirra Cavagnari og förunauta hans, setti land- ið í hervörzlur og ljet færa Jakob konung, er sagt hafði af sjer völdum, til Indlands, í varðhald, grunaðan um svikræði. — 14. og 15. Mikil spjöll af vatnavöxtum á Spáni sunnan- verðum, einkum í Múrcíu: manntjón 1700, fjártjón 50 milj. kr. — 15. Kristján IX. Danakonungur fer utan snöggva ferð að finna dóttur sína þyri, suður í Austurríki. — 20. Hefst verkmannafundur í Marseille. — 26. Andast dr. A. Aagesen, prófessor í lögum í Khöfn, 53 ára. — 28. Prússar ganga á þing, í Berlin. Nóvember 1. Lokið verkmannafundinum í Marseille. Sam- þykktar ályktanir um jafnrjetti kvenna á við karlmenn, um að öreigar skuli kjörgengir á þing, um að eign ein- stakra manna skuli verða sameign. Lögþingi Frakka kall- að kvalarasamkunda þjóðarinnar, Gambetta hræsnari og frelsisfjandi m. m. — 2. Chilemenn vinna borgina Pisagúa af Pervimönnum og Bolvíubúum. — s. d. Bretar hóta Tyrkjasoldáni að halda Miðjarðarhafs- flota sínum til Miklagarðs, nema hann gjöri gangskör að um landstjórnarbætur í ríki sínu, einkum Litlu-Asíu, sam- kvæmt Berlínarsáttmálanum. — 14. Ilundraðára-afmælishátíð Oehlenschlagers skálds, í Danmörku, Norvegi, Svíþjóð og víðar. — 19. Oeirðir á Irlandi, út af bjargarskorti og fleiru; þrír forvígismenn landsmanna settir í höpt. — s. d. Chileverjar vinna orustu aí bandamönnum (Perú og Boliv.) hjá Dolores. — 22. Andast Delane, ritstjóri heims-blaðsins Times 1841— 1877, í Luudúnum. — 23. Borgin Iquique í Perú gefst upp fyrir Chileverjum. (44)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.