Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 56
Castagno di centi cavalli (Hundrað-riddara-trje). það nafn er
svo til orðið, að einu sinni fór Jóhannal., drottning í Neapel
(1343—82), uppáEtnu og hreppti þar snögglega illviðrisskúr;
leitaði hún sjer þá skjóls í þessu jötunvaxna trje, með alla
sveit sína, 100 riddara.
Linditrje verða ákaflega gömul. Ein slík lind stendur
hjá Yillars á Frakklandi; hún var nafnfræg orðin fyrir 4
öldum (1476) fyrir elli sakir og stærðar, og er ætlað á að
hún muni vera meira en 1200 ara,
Elztu oiíuviðir, er menn þekkja, vaxa á Olíuviðarfjallinu
hjá Jórsölum; það er sagt, að þau hafl staðið þar á Krists
tímum.
Við Miklagarð stendur platanviður, sem er 150 fet ummáls
og 90 fet á hæð. það er sögn manna, að Gottfried afBouil-
lon hafl (árið 1097) hvílt sig í forsælunni undir honum. Hinn
sænski nattúrufræðingur Hasselquist sá á eynni Sanchio (er
áður hjet Kos) platanvið einn, er var svo stór, að 20 hús
stóðu undir liminu á honum. Undir sumum greinunum voru
hafðir steinstólpar til stuðnings.
Rósir og bergfljettur geta og orðið afargamlar, þótt undar-
legt sýnist.
Pálminn er flestum trjám fríðari og tignarlegri, mönnum til
mikilla nota og löndunum til stórrar prýði. Pálmar geta orðið
geysiháir, meira en 200 fet, en um aldur þeirra er örðugt að
vita, af því að vaxtarlagi viðarins er öðru vísi háttað en á flestum
trjámöðrum: hvolfog ker liggja þar óreglulega, í einni bendu.
þ. Th.
EIGUR NOKKURRA ALMENNINGSSJODA Á
ÍSLANDI.
I árslok 1877:
Búnaðarsjóður norður- og austurumdæmisins 4,364 kr. 89 a.
Jökulsárbrúarsjóður í Norðurmúlasýslu.... 3,020 - 45 -
Gjafasjóður Guttorms prófasts þorsteinssonar
til fátækra í Vopnaíjarðarhreppi...... 1,600 - „ -
Gjafasjóður Pjeturs sýslumanns þorsteinssonar 2,978 - 39 -
Jóns Sigurðssonar legat................. 16,301 - 36 -
Gjöf Jóns Sigurðssonar til Vallnahrepps (í
fard. 1877)..................... ...,2,310 - „-
Styrktarsjóður fátækra ekkna ogmunaðarlausra
harna í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar-
kaupstað.............................. 2,173 - 65 -
Búnaðarskólasjóður norður- og austurumdæm-
isins................................. 6,276 - 54 -
(52)