Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Qupperneq 67
þessi piltur, sem þá œtlar að eiga, Katrín mín“. „Og ekki
veit jeg annað, prestur minn. Hann segist reyndar ekki trúa
á fjandann, en jeg cr óhrædd um að það lagast með tímanum;
því svona var hann þórður minn sálugi, fyrri maðurinn minn,
og það segi jeg yður satt, að við vorum ekki búin að vera
saman meira en hálft missiri þegar hanu var farinn að trúa
á liann eins vel og þjer, prestur minn góður, og vænti jeg
yður þyki nú mikið sagt, hlessaðir verið þjer.“
— það er ekki fyrir fátækling að lifa, ef hann þarf að
kaupa heilsuna hjá lækninum og vitið hjá lagamanninum.
— „Jeg hefi“ segir nafnkenndur rithöfundur nokkur
„þekkt margar stúlkur, sem aldrei þorðu að koma á hestbak
af því að þær voru svo hræddar um, að hesturinn mundi fælast
með sig og fella sig af baki; aðrar hefi jeg vitað varast að
fara á sjó, af því þær bjeldu að hátnum mundi hvolfa undir
sjer, í hvað góðu veðri sem var; og enn hefi jeg vitað kvenn-
fólk svo huglítið, að það hefir forðazt að koma út þegar dögg
hefir verið á jörðu, til þess að væta sig ekki í fæturna; en
aldrei hefi jeg vitað stúlku bresta áræði til að giptast, og er
það þó vissulega meiri áhætta en allt hitt.“
— Handiðnamaður nokkur átti einu sinni tal við Benja-
mín Franklín, og kvartaði mjög yfir kjörum sínum. Franklín
innti eptir, hvernig á því stæði, að hann yndi svo illa hag
sínum. Hinn segir honum það. Franklín svarar: „þjer þylcir
atvinna þín eigi nógu arðsöm; þú ert þá ágjarn. þjer þykir
hún of erfið; þú ert þá latur. þjer þykir staða þín eigi nógu
virðuleg; þú ert þá metorðagjarn. það er því auðsjeð, að
þú liefir hlotið þá stöðu, sem þjer er hentugust, til þess að
losa þig við aila þessa lesti þína.“
— „Fríþenkjari“ nokkur sagði einu sinni svo margir
heyrðu: „Jeg fyrir mitt leyti er ekki sá einfeldningur að
ímynda mjer, að nokkur tíuð sje til.“ Ung stúlka varðfyrst
til svars, og spyr, ofurhógværlega: „Af hverju þá?“ tíuð-
leysinginn svarar, með háðslegum spekingssvip: „það skal
jeg segjayður, góðin mín: jeg hefi aldrei komið auga á liann,
og enginn menntaður maður trúir því sem hann getur ekki
sjeð.“ „þá megið þjer ekki misvirða við mig, þo jeg efist
um, að þjer hafið nokkra skynsemi; því að það er eins fyrir
mjer með hana og fyrir yður með Guð“, svaraði stúlkan.
— Ef ólánið lcemur að iinna jiig, þá vertu þolinmóður
og með glöðu liragði; það mun þá ekki hafa langa viðdvöl,
]iví ]>að unir sjer ekki innan um glaðværð.
— Fáir eru svo skynsamir, að þeir fyrirlíti lof heimsk-
ingjanna.
— Enginn á síður lofið skilið en sá sem eltir það mest.
— Washington hershöfðingi, frelsislictjan mikla, fyrsti
forseti Bandaríkjanna í Vesturheimi, gjörði sjaldan að gamni
sinu, en var manna fyndnastur ef hann tók á því. þegar
verið var að ræða á allsherjarþinginti herlagafrumvarp fyrir
Bandaríkin, kom einn |iingmaður með þá uppástnngu, að