Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 37

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 37
Konráð Maurer. Vor fátæka og fámenna þjúft liefnr átt þvi láni að fagna að eiga marga góða vini meðal útlendra þjóða, enn engan hetri vin hefur hún átt enn prófessor Konrad von Maurer. Flestir lesendur almanaksins munu þekkja hann að nafni enn hinir munu færri, sem kunna glögg skil á æfiatriðum hans, eða vita, hvað Island á honum að þakka, og mun jeg nú reina að fræða menn um þetta í fám orð- um. Þvi miður leifir rúmið ekki að gera það svo greini- lega, sem maðurinn á skilið. Prófessor Konrad von Maurer er fæddur 29. april 1823 i Frankenthal í Rínpfaiz, og var einkasonur Georg’s Lud- vig’s von Maurer, nafnfrægs iögfræðings og prófessors við háskólann í Miinchen. Arið 1832 varð faðir hans ráðgjafi hjá Otto Grikkjakonungi og fór Konráð þá 9 ára gamall með föður sinum til Grikklands. Tveim árum siðar hvrarf faðir hans aftur til Miinehen, og var þá sveinninn settur þar í lærðan skóla. Arið 1831' birjaði hann á háskólanámi og lagði stund á lögfræði við háskólana i Miinchen, Leipzig og Berlin. Jafnframt lögfræðinni hneigðist hugur Maurers mjög að sagnfræði og málfræði, og í Berlin hliddi hann meðal annars á firirlestra Jakohs Grrimms, sem þá var fremstur málfræðinga á Þískalandi, og höfðu þeir bæði mikil og góð áhrif á hinn unga mann. Arið 1814 leisti Maurer af hendi próf í lögfræði og tveim árum síðar hlaut hann doktorsnafnbót firir ritgjörð lögfræðislegs efnis um aðalinn þíska. Arið 1847 varð hann auka-prófessor (prof. extraordinarius) i lögfræði við háskólann i Miinchen og 1855 reglulegur prófessor við sama háskóla. Þessa stöðu hafði Maurer á hendi, uns hann fjekk lausn sakir ellilasleika í marsmánuði 1888. Um það leiti sem Maurer dvaldi við háskólann í Berlín á æskuárum sínum, tók hugur hans first að dragast að nor- rænnm fræðum, sjerstaklega íslenskum, og las hann þá first þiðing Jakobs Aall’s á Heimskringlu. Siðan tók hann að lesa sögur vorar og önnur fornrit, einkum lögin, af hinu (25)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.