Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 39
eins ber það vott um djúpsetta dómgreind og skilning á sambandi viðbnrðanna, og lærdómur böfundarins og fróð- leikur í fornritum vorum er svo mikill, að mestu fuiðu gegnir. Hingað til hafði Maurer að eins fengist við fornöld Islands og Norðurlanda, enn nú fer hann einnig að snúa sjer að nútiðinni. Arið 1855 samdi danskur lögfræðingur og prófessor við Kaupmannahafnar háskóla J. E. Larsen rit »Um stöðu Islands í rikinu að lögum, eins og hún hefur verið hingað til«, og var það gefið lít sem háskólaboðsrit 1855 og síðan þitt á islensku. Höfundur þessa rits reinir að sanna, að Ísland sje firir löngu innlimað konungsríkinu og geti því ekki átt tilkall til sjerstakra landsrjettinda. Móti þessu skriíaði Jón Sigurðsson hina ágætu ritgjörð sina »Um landsrjettindi lslands«, sem kom út> á dönsku 1855 og var siðan þídd á íslensku í Níjum Fjelagsritum 1856, og hrekur hann þar með rökum skoðun Larsens. Jón Sigurðsson von- aðist eftir, að einhverjir af bræðrum vorum í Noregi, Sví- þjóð eða Danmörku sjálfri mundu verða til að stiðja mál- stað vorn á móti Larsen, enn ekkert liðsirði kom úr þeirri átt. Aftur á móti kom hjálpin þaðan, sem sist varði, frá Þiskalandi. Þar ritaði Maurer mjög fróðlega grein móti kenningum Larsens í Augsborgarblaðið ’AUgemeine zeitung1 (í okt. 1856), og var sú grein síðan íslenskuð í Níjum fje- lagsritum 1857. Upp frá þessu var Maurer altaf brjóst vort og skjöldur á Þiskalandi i stjórnarbaráttunni, og hafði það eigi litla þíðingu firir Jón Sigurðsson að eiga þar svo góð- an hauk í horni. I Sybels Historisehe Zeitschrift 1. og 2. b. 1859—1830 rekur Maurer sögu stjórnardeilunnar, og er það hið greinilegasta og besta ifirlit, sem til er ifir stjórnarbarátt- una fram að 1859 (þítt á íslensku í Nijum Ejelagsritum 1859). Arið 1870 tók Maurer enn á ní málstað vorn í all- langri grein (»Island und J)anemark«) i Augsborgarblaðinu ’Allgemeine zeitung' (þíddri í Níjum Fjelagsritum 1870 á 140.—180. bls.), og rekur sögu stjórnardeilunnar fram að 1870. Arið 1857 fór Maurer til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um hríð. Komst hann þá first í nánari kinni við Jón (27)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.