Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 41

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 41
ingu1 að leggja grundvöllinn til þeirrar þekkingar, sem vjer nú höfnm á rjettarfari og stjórnarskipnn forfeöra vorra í fornöld. Lika má nefna sjerstaklega hinn ágæta ritdóm Maurers um Kirkjurjett Jóns Pjeturssonar (í Kritische Viertel- jahrschrift YII. h. Í865), því að þar síuir Maurer, að hann eigi að eins þekkir til hlítar lög vor og stjórnarskipun í fornöld, heldur er og gagnkunnugur allri rjettarsögu vorri niður tii vorra tima og þeim lögum, sem nn eru í gildi. Sömuleiðis verðum vjer að fara fljótt ifir þær mörgu og merku ritgjörðir hans, sem snerta hók>> entasögu' vora, t.d. um Ara fróða, Hænsa-Þóris sögu o. s. frv. Vjer munum einungis henda á það, að rit hans: »fornnorræn, fornnorsk og fornisiensk tunga* (1867), er eitt hið hesta, fjölhæfasta og áreiðanlegasta rit, sem til er um fornislenskar hókmennt- ir í snndurlausu máli. Enn með engu móti má gleima þvi, að fal egasta og fróðlegasta afmælisgjöfin, sem Island fjekk á þúsund ára heiðursdegi sinum, var frá Konr. Maurer, enn það var saga íslands frá landnámstið til loka þjóð- veldisins. Er það ekki ofsögum sagt af þeirii bók, að hún er hið besta rit, sem til er, um nokknrn kafla í allsherjarsögu Islands. I brjefi til min, dags. 25. jan. 1887, kemst Maurer svo að orði: »Að visu á Island einkum frægð sina að þakka þeim dirðarljóma, sem af fornöldinni leggur, enti þó á einn- ig hin siðari saga landsins sinnrjett og sinn fróðieik. Ekkert verra gæti að minni higgju komið firir landið, enn ef menn altaf skoðuðu það eins og nokkurskonar snmriing (»mumie«) eða liðið lik frá löngu horfnum tímum, enn til þess er mönnum mjög gjarnt, einkum útlendingumo. Sjálfur hefur Maurer ekki strandað á þessu skeri. Að visu er það forn- öldin, sem first hefur hneigt hug hans að landi voru og 1) Þeir voru aitaf aldavinir Finsen og Maurer, þó að_ þeir oft leiddu saman hesta sina um vísindaleg málefni I brjefi til mín (7. júli 1892) segist Maurer »í mörg ár ekki hafa skrifað neinn staf nm rjettarsögu íslands, svo að hann ekki hugsaði um, hvað Finsen mundi nú segja um þetta«, og að aldrei hafi dregið neinn skugga á vináttu þeirra, þó að þeir hafi átt ritdeilur livor við annan.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.