Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 43

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 43
Maurers; er það mjög vel birgt af islenskum bókum, bæði fornurn og nýjum. Eins og gefur að skilja um jafnmerkan mann, hefur Maurer hlotið margar nafnbætur og sæmdir úr ímsum áttum. Hann er leindarráð (’geheimerath') að nafnbót, kommandör af Olafsorðunni og Leiðarstjörnunni, og árið 1888 sæmdi konungur vor hann kommandörkrossi dannebrogsorðunnar (af f. stigi). Hið íslenska bókmentafjelag hefur og sæmt hann eftir föngum með því að gera hann að heiðursfjelaga sínum. Hegar Maurer varð sjötugur 1893, lögðu vinir hans og lærisveinar á Þiskalandi og Norðurlöndum saman í all- mikið rit visindalegs efnis, er þeir sendu honum á afmælis- dag hans sem vott virðingar og þakklátssemi. í þeim hóp vóru 3 íslendingar (Finnur Jónsson, Yaltýr Ouðmunds- son og sá, sem þetta ritar). Að endingu leifi jeg mjer að taka undir það, sem Gísli Brynjólfsson segir í kvæði sinu til Maurers (i Nijum Eje- lagsritum 1859): »Nje þin gleimast líð í landi lengi besta minning skal«. Reikjavik á afmælisdag Konr. Maurers 1897. Björn M. Olsen. Willard Fiske- Meðal þeirra vinahóta, er íslandi voru sýnd á í>jóð- hátið þess 1874, voru bókagjafir miklar, er sendar voru frá Vesturheimi; amerikuferðirnar hjeðan af landi voru þá að byrja, og það var vitanlegt, að það voru eigi Islendingar, þeir sem þangað voru komnir, er neitt tilefni höfðu getað gefið til þess; en þess var þá getið, að þetta væri orðið af hvötum professors eins þar í landi, er hjeti W. Fiske, og við það tækifæri heyrði allur þorri manna hjer á landi hans fyrst getið; þvi miður er fyrir atvik eigi kostur á hjer að skýra svo ýtarlega frá æfiatriðum þessa ágætismanns og örláta íslands vinar, sem óskandi væri. (31)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.