Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 44
Professor Willard Fiske er fæddur í Vesturheimi 11. nóv. 1831; hann fór snemma að leggja sig eptir tungu- málum Norðurlanda, og tók að kynna sjer þau sem hezt; þá dvaldi hann um tíma bæði i Kaupmannahöfn og Upp- sölum; meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn komst hann í kynni við ýmsa Islendinga, er þar áttu þá heirna. Er hann hafði lokið námi sínu, fór hann aptur heim og árið 1868 varð hann prófessor í norðurlandamálum við Cornell-háskóla í Iþöku, skammt frá New-York. Eins og áður var getið, gekkst hann fyrir miklum bókagjöfum, er Bandarikjamenn gáfu Islandi 1871, og frá þeim tima mun hugur hans sjer- staklega hafa farið að hneigjast að islenzkum fræðum. — Arið 1879 kom hann hingað til lands og voru þá í för með konum tveir lærisveinar hans, stúdentar frá Cornell-háskóla, A. Reeves og W. H. Carpenter, er hann hafði vakið hjá áhuga á íslenzkri tungu og bókmenntum; ferðaðist hann hjer viða um land um sumarið og talaði hann islenzka tungu mæta vel, þegar er hann kom. Meðan hann dvaldi hjer í Reykjavík um haustið, gjörðist hann hvatamaður að þvi, að sett var á fót lestrarfjelag meðal lærisveina latinu- skólans, er nefnt var íþaka eptir hæ þeim, er hann átti heima i; hefur hann á hverju ári síðan gefið þvi miklar gjafir í blöðum og hókum og hafa þeir, sem verið hafa í latinuskólanum í næstliðin 18 ár, átt þar kost á margvis- legum fróðleik, er þeir annars mundu hafa farið á mis við. Enn frernur átti hann áður en hann fór hjeðan af landi hlut að því, að Fornleifafjelagið komst á fót, og var hann einn af stofnendum þess. Arið 1881 lagði hann niður emhætti sitt við Cornell- háskóla; settist lianu þá að á Florens á Italiu, og hefur átt þar heima síðan; hefur hann keypt þar hús það, er ritsnillingurinn Landor fyrrum átti og býr í því; hefur hann látið endurbæta húsið, en af virðingu fyrir hinum fyrri eiganda, hefur hann gætt þess, að varðveita herhergi þau, sem minning hans er nátengdust við, svo að þau eru eins og þau voru, þegar Landor bjó í þeim. Snemma fór Fiske að safna islenzkum hókum og á hann nú fulikomnara safn af þeim, en nokkur annar ein- (32)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.