Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 54
1). Lög og ýms stjórnarbrjef.
3. jan. Landshöfðingjabrjef nm gjöf frá C. Y. R. Lotze
til styrktarsjóða á Islandi.
31. Lög nm útbreiðslu næmra sjúkdóma.
25. fehr. Ráðherrabrjef um gjaldgengi útlendra peninga
í jarðabókarsjóð.
29. Ráðherrabrjef nm verðgildi hrezkrar myntar í dönskum
peningum.
S. d. Reglugjörð um viðurværi skipshafna á íslenzk-
um fiskiskipum (L.höfð.).
6. marz. Lög um skipting Isafjarðarsýslu í tvö sýslu-
fjelög; um hindrun á vatnagangi; um hvalleifar; um
breyting á útflutningsgjaldi af heilagfiski, m. m.
20. Landsböfðingjabrjef um gjald fyrir krossbandssendingar,
sem eigi er nægilega borgað undir.
1. april. Lög um tilsjón með flutning manna í aðrar
heimsálfur.
25. júní. Ráðherrabrjef um skilning á lögum. nr. 2i‘,
14. des. 1877, um fiskiveiðasamþykktir.
27. júlí. Ráðherrabrjef um bann gegn innflutningi á lif-
andi peningi til Bretlands.
18. sept. Konungleg staðfesting á skipulagsskrá fyrir
styrktarsjóð iðnaðarmanna í Reykjavík, dagsettri 7.
april 1895.
10. okt. Ráðherrabrj.umsynjunlagaum uýjafrímerkjagjörð.
17. Staðfesting konungs á skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð
ekkna og sjódrukknaðra manna I Grýtubakkahreppi í
Suður-Þingeyjarsýslu.
4. nóv. Ráðherrabrjef um þingsályktun viðvikjandi styrk
til isl. námsmanna við háskólann i Khöfn; um fræðslu
um áfengi og áhrif þess á mannlegan líkama; um kennslu
í íslenzkri tungu.
29. des. Landshöfðingjabrjef um skilning orðanna: »fast
aðsetur* i lögum 9. ágúst 1889.
c. Brauðaveitingar, prestsvígslur o. fl.
4. marz. Utskálar i (xarði veittir próf. sira Bjarna Þór-
arinssyni á Kirkjubæjarklaustri.
(42)