Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 59
20. Allsherjar tvimælmisfundur settur i Berlin.
1. mai. Nasr-eddín Sha in Sha eða keisari Persa myrtur
af Molla Reza habhista. — Iðnaðarsýning opnuð i Ber-
lín og svissnesk þjóðsýning i Bern.
2. 100 ára þjóðhátíð Ungverjaríkis hefst i Buda-Pest.
6. Öldungaráð Bandaríkjanna samþ. lög um að leggja rit-
sima frá Bandaríkjum til Japan yfir Hawaji.
15. Skæður fellibylur gengur yfirríkið Texas i Bandaríkjum.
25. Enskt herskip teknr 4 þrælasöluskip við Austur-Afriku.
26. Krýning Nikulásar II. Rússakeisara og drottningar lians,
i Moskwa.
28. Hvirfilhylur og manntjón í St. Louis i Bandaríkjum.
30. 4000 manna tróðust undir í Moskwa við keisarakrýn-
inguna.
11. júni. Norrænn háskólakennarafundur í Kristjaniu. —
Rætt um samhand háskóla Norðurlanda.
17. Jarðskjálfti og flóðhylgja tortíma 27,000 mannsíNorð-
ur-Japan.
26. Madagaskar gerð að frakkneskri nýlendu.
22. júli. Karl Danaprinz kvongast Maud prinsessu af Wales.
7.—12. ágúst. 36v/ menn deyja af sólstungu í New-York
og þar í grennd.
13. Friðþjófur Nansen, kemur til Yardö í Noregi úr heim-
skautsför sinni. Hafði 7. april ’95 komizt á 86° ll’ n.
hr. við annan mann.
20. »Fram«, skip Nansens, kemur til Skervö við Lofoten í
Noregi.
7. sept. Georg Harho og Franz Samuelson, Norðmenn,
komu á litlum segllausum róðrarbát yfir Atlanzhaf frá
New-York til Havre á Frakklandi á 62 dögum, eptir að
hafa róið alla leið.
9. Nansen kemur til Kristjaniu. Hátíðahöld mikil þar i
minningu þess.
10. Hvirfilbylur riður yfir Paris. Nokkrir menn farast.
26. okt. Friður saminn milli ítala og Ahessiniumanna.
3. nóv. William McKinley kjörinn forseti Bandarikjanna.
8. Alvarlegt uppþot í fylkinu Bomhay á Indlandi.
14. Gufukerra fer frá London til Brighton í fyrsta sinni.
(47)