Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 76

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 76
A öllu landinu var sljettað árið 1895 286,984 □ faðm- ar, sem er 318 vallardagsláttur, en 1894 voru sljettaða: 258 dagsláttur. Nokkrir sjóðir. Skýrslan sýnir þann gleðilega vott, að landsmenn eru farnir að safna fje til líknar bágstöddum og þjóðinni í heild sinni til framfara. Þó í skýrslunni sjeu taldir 54 sjóðir, að upphæð rúm hálf miljón kr., þá veit jeg til, að auk sparisjóða út um landið eru fleiri sjóðir til, sem jeg gat eigi fengið upp- lýsingu um; líklegt er, að hægt verði að hirta þá í næsta almanaki. A öðrum stað í þsssu almanaki er skýrt frá varasjóði hankans, sem er orðinn 180 þús. kr., og að landsmenn áttu í sparisjóði landshankans við árshyrjun yfir millíón krónur; þó er þar við að athuga, að nokkuð af innstæðu nefndra sjóða stendur inni i sparisjóði bankans og í Söfnunarsjóði, sem var við árslok 1895 126,362 kr. TJm búpening. Af skýrslunni um búpening sjest, að næstliðin 6 ár hefur nautpening fækkað í landinu um tæp 3 þús., en sauðfje aptur fjölgað um 127 þús., og hross 7 þúsund. TJm stórstreymi. Flestir munu vita það, að flóð og fjara kemur af aðdráttarafli tungls og sólar, og að stór- streymi eða mest flóð er, þegar tungl er í fyllingu, og þegar það er nýtt, svo hæði tungl og sól verka í sömu átt. Elóðbylgjan fer ætið frá austri til vesturs, en eigi er hún alstaðar jafn-stór, eins og sjá má af skýrslunni að framan, sem orsakast meðal annars af því, að flóðbylgjan rekst á lönd eða verður að krækja inn lanea firði og flóa m. m. Að sumu leyti er hentugt þar að vera, sem flóð og fjara er mikil; þar geta menn lagt upp skipum sínum með flóði, en með fjörunni liggja þau á þurru, svo hægt er að skoða, ef eitthvað er áhótavant við þau, og gjöra að þeim smávegis, áður en flóðið nær þeim aptur, án mikils setnings- kostnaðar. Þar á móti er afferming skipa, sem liggja við hryggjur, miklu erfiðari, og enda hættulegt, þegar veikhyggð skip standa á þurru með þungan farm upp við bryggjur. Víða á Erakklandi og Englandi og fleiri stöðum, þar (64)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.