Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 77

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Side 77
setu útfall er mest, eru þvi búnar til dýrar skipakviar, sem skipunum er hleypt inn í með flóði, og kviinni svo lokað áður en fellur út, svo að skipin ern þar inni á floti, en á slíkum stöðum ern skipagjöld mjög há. Einnig er sigling erfið á fjörðum móti straum, þar sem sjávarföll eru mjög mikil. Stœrð íslenzkra fiilskipa. Skýrslan um stærð fiski- veiðaskipa landsmanna er gjörð meira af vilja en mætti, því innlendar skýrslnr um þetta eru svo ófullkomnar, að víða er ekki hægt á þeim að hyggja; stærð margra skipanna hefi jeg fundið í útlendri hók. Það er undravert að mönn- um getur ekki skilizt, hve nauðsynlegt það er, að hafa sem flestar og rjettastar skýrslur um hag þjóðarinnar, til þess að geta sjeð ástand iandsmanna, og hve framför og efna- hag þeirra miðar áfram. Skýrsla þessi sýnir, að fiskiskip landsmanna eru fá og flest smá. Fiskiskip Færeyinga eru að jafnaði miklu stærri; fyrst áttu þeir smá skip, en þeir hafa selt þau og keypt stærri skip, þvi reynslan hefur sýnt þeim, að stærri skipin eru arðmeiri og bentugri til þorskveiða. Til hákarlaveiða eru smá skip hentugri, þess vegna er eðlilegt, að skipin við Eyjafjörð og Siglufjörð sjen smá, því þar ganga þvi nær öll þilskipin til hákarlaveiða. Um hitamœla. Mismunur þeirra þriggja hitamæla, sem nefndir eru í skýrslunni að framan, liggur í því, að rúmi þvi, sem liggur milli þess, að vatn frýs og sýður, er skipt í mismunandi mæiistig. Drehbel, hollenzkur maður, fann fyrst upp hitamæla seint á 16. öldinni, en franskur visindamaður, Réaumur að nafni, f. 1683, d. 1757, breytti mælinum þannig, að hann skipti i 80 stig rúminu milli þess, sem vatn byrjaði að frjósa og sjóða, þannig, að 0 var við frost og 80 við suðu- mark. Celsius, sænskur stjörnufræðingur, f. 1701, d. 1744, skipti aptur þessu rúmi i 100 mæiistig, sem er hið eðlileg- asta og þægilegasta. A sama tima var uppi þýzkur fræði- maður, sem Fahrenheit hjet, hann bjó til hitamæli árið 1714, og skipti mælistigunum niður á allt annan hátt. Suðumarkið setti hann 212 mælistig, og þegar vatn hyrjaði (65)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.