Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Page 79
liver framfaravon þilskipaeign er fyrir þá og þjóðina i heild
sinni, ef kunnátta, þrautseigja og lieppni verður samfara.
Botnvörpuskipin og þriggja ára fiskileysi við Faxaflóa
eru nú húin að sýna svo glöggt, að blindir menn geta sjeð,
hversu ómissandi það er landsmönnum, að eiga stærri fleyt-
ur en opna smábáta, til þess að geta sótt fiskinn þangað,
sem uppgripaafli er.
Það er 6orglegt að sjá hvað eptir annað i frjettapistl-
uiii hlaðanna, að hjer sje ólifandi, svo að menn verði að
flýja landið vegna hotnvörpuveiða útlendinga og fiskileysis;
en svo stendur ef til vill í sama blaði frjettagrein úr öðru
hjeraði, að þar sje landburður af fiski. Yæri ekki nær að
tala um að koma sjer upp áhöldum til að ná i fiskinn, þar
sem gnægð er af honum við strendur landsins, heldur enað
kvarta si og æ um, hve landið sje snautt og óbyggilegt, svo
að menn verði að flýja hjeðan? Jeg vil taka til dæmis,
að fisklaust sje i Faxaflóa, en mokfiski á Húnaflóa eða
Skagafirði; er þá ekki, þegar svo stendur á, liið margend-
urtekna umtal, að flýja landið, nokkuð ómennskulegt, þegar
litið er á þjóðina i heild sinni? eða má eigi fremur ásaka
Jijóðina en landið i því efni? Og her það eigi ljósan vott
um, hve þjóðin stendur á lágu menningarstigi enn þá, þeg-
ar ntenn i heilum sveitum þurfa að svelta heima, og geta
eigi vegna verkfæraleysis sótt sjer hjörg frá Suðurlandinorð-
ur á Búnaflóa eða austur á Austfirði?
Færeyingar, sem ekki eru fleiri en rúmar 12,000 að
tölu eða þa móts við Islendinga, sækja fiskinn hvar sem
er kringum eyjarnar og við strendur Islands, það er: þang-
að sem landsins eigin börn eru að tala um að ólifandi sje
og þykjast þurfa að flýja frá.
Fyrir 15—20 árum voru Færeyingar fátæk þjóð, en eru
nú á fáum árum orðnir vel megandi, og sumir auðmenn,
eingöngu vegna þess, að þeir hafa mjög fjölgað þilskipum
slnum, og sjálfir eru þeir ágætir fiskimenn. Fyrir 12 árum
voru eigi 12 fiskiskip í Færeyjum, en siðasta nýjár (1897)
áttu þeir 68 væn þilskip, og bættu við i janúar 6 skipum,
sem keypt höfðu verið á Englandi.
Þegar bornar eru saman skýrslurnar um fiskiafla ís-
(67)